Hendrik Hermannsson bráðkvaddur Jakob Bjarnar skrifar 22. maí 2024 11:50 Hendrik var sannkallaður gleðigjafi, veitingamaður af guðs náð og var brjálað að gera hjá honum. Hendrik hneig niður á mánudaginn og var þá allur. aðsend Hendrik Björn Hermannsson veitingamaður er látinn en hann var aðeins 49 ára gamall. Hendrik varð bráðkvaddur, hann hneig niður um hádegi á mánudag og tókst ekki að hnoða í hann lífi en sjúkrabíll fór með hann til móts við sjúkraþyrlu. Hendrik hafi verið þekktur þjónn og veitingamaður. Hann var viðloðandi veitingageirann í þrjátíu ár og síðustu árin stofnaði hann og rak fyrirtækið H veitingar, sem annaðist veisluþjónustu og rak veislueldhús í Reykjavík sem og á Hvanneyri. Og þar var brjálað að gera. Veitingamaður af lífi og sál Hendrik annaðist pantanir um land allt og sá um allt milli himins og jarðar, frá brauðkaupum og yfir í að fóðra kvikmyndagerðarmenn sem voru í ýmsum verkefnum. Hendrik var sonur Kristínar Benediktsdóttur og Hermanns Gunnarssonar, eða Hemma Gunn en þeir feðgar þóttu um margt líkir, bæði í útliti sem og voru þeir hressir svo af bar. Hendrik komst í fréttir nýverið í tengslum við áramótaskaupið en þar vakti úrvinnsla með hjálp gervigreindar athygli, en þar var Hemmi Gunn „vakinn til lífsins“. Vakti þetta tiltæki hneykslan á mörgum bæjum og greindi Hendrik frá því að honum hafi krossbrugðið en hafi reyndar verið fljótur að jafna sig og vildi gera gott úr öllu saman. Alltaf hress og skemmtilegur En það var einmitt eitt hans helsta aðalsmerki, hann var alltaf hress og skemmtilegur, mikill gleðigjafi, að sögn móður hans. Hún segir þetta áfall og það sé erfitt að hugsa til þess að fá ekki hringingu á hverjum morgni, með einhverju gríni en þau töluðu saman á hverjum degi. Kristín segir son sinn hafa verið stóran karakter og til marks um það gerði lítil frænka hans sem kann táknmál hnött þegar verið vera að tala um Hendrik; hann var stór eins og heimurinn. Það var mikið að gera, hann sendi veitingar um land allt en hans helsta yndi var að sjá ánægða viðskiptavini. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvað varð Hendrik að aldurtila og því ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvenær verður jarðsungið. En hann hafði áður fengið hjartaáfall. Hendrik var mikill fjölskyldumaður og lætur eftir sig einn son, Benedikt, sem fæddur er árið 2000. Andlát Veitingastaðir Tengdar fréttir Krossbrá þegar hann sá látinn föður sinn á skjánum Það atriði Skaupsins sem helst náði að valda einhverju róti var atriði þeirra Audda og Steinda þar sem þeir sýndu möguleika gervigreindarinnar. Syni Hemma krossbrá. 2. janúar 2024 10:24 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Sjá meira
Hendrik hafi verið þekktur þjónn og veitingamaður. Hann var viðloðandi veitingageirann í þrjátíu ár og síðustu árin stofnaði hann og rak fyrirtækið H veitingar, sem annaðist veisluþjónustu og rak veislueldhús í Reykjavík sem og á Hvanneyri. Og þar var brjálað að gera. Veitingamaður af lífi og sál Hendrik annaðist pantanir um land allt og sá um allt milli himins og jarðar, frá brauðkaupum og yfir í að fóðra kvikmyndagerðarmenn sem voru í ýmsum verkefnum. Hendrik var sonur Kristínar Benediktsdóttur og Hermanns Gunnarssonar, eða Hemma Gunn en þeir feðgar þóttu um margt líkir, bæði í útliti sem og voru þeir hressir svo af bar. Hendrik komst í fréttir nýverið í tengslum við áramótaskaupið en þar vakti úrvinnsla með hjálp gervigreindar athygli, en þar var Hemmi Gunn „vakinn til lífsins“. Vakti þetta tiltæki hneykslan á mörgum bæjum og greindi Hendrik frá því að honum hafi krossbrugðið en hafi reyndar verið fljótur að jafna sig og vildi gera gott úr öllu saman. Alltaf hress og skemmtilegur En það var einmitt eitt hans helsta aðalsmerki, hann var alltaf hress og skemmtilegur, mikill gleðigjafi, að sögn móður hans. Hún segir þetta áfall og það sé erfitt að hugsa til þess að fá ekki hringingu á hverjum morgni, með einhverju gríni en þau töluðu saman á hverjum degi. Kristín segir son sinn hafa verið stóran karakter og til marks um það gerði lítil frænka hans sem kann táknmál hnött þegar verið vera að tala um Hendrik; hann var stór eins og heimurinn. Það var mikið að gera, hann sendi veitingar um land allt en hans helsta yndi var að sjá ánægða viðskiptavini. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvað varð Hendrik að aldurtila og því ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvenær verður jarðsungið. En hann hafði áður fengið hjartaáfall. Hendrik var mikill fjölskyldumaður og lætur eftir sig einn son, Benedikt, sem fæddur er árið 2000.
Andlát Veitingastaðir Tengdar fréttir Krossbrá þegar hann sá látinn föður sinn á skjánum Það atriði Skaupsins sem helst náði að valda einhverju róti var atriði þeirra Audda og Steinda þar sem þeir sýndu möguleika gervigreindarinnar. Syni Hemma krossbrá. 2. janúar 2024 10:24 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Sjá meira
Krossbrá þegar hann sá látinn föður sinn á skjánum Það atriði Skaupsins sem helst náði að valda einhverju róti var atriði þeirra Audda og Steinda þar sem þeir sýndu möguleika gervigreindarinnar. Syni Hemma krossbrá. 2. janúar 2024 10:24