Björn Þorláks segir Katrínu ekki virða sig viðlits Jakob Bjarnar skrifar 22. maí 2024 13:36 Björn og Gunnar Smári halda því fram að Katrín forðist sig eins og heitan eldinn. vísir/vilhelm Svo virðist sem Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi, sem nú fer um víðan völl við að kynna sig sem slíka, vilji síður ræða spillingu og annan óskunda við þá Björn Þorláksson og Gunnar Smára Egilsson sem halda úti viðtalsþáttum á Samstöðinni. Þeir kvarta báðir hástöfum yfir þessu á samfélagsmiðlum, saman og sitt í hvoru lagi. Björn segir Katrínu ekki virða sig viðlits sem bókahöfund. Hún sem áður var burðarás í hugmyndum Björns „Katrín sem var áður í hópi burðarása í mínum hugmyndum um betra samfélag féllst ekki á að svara spurningum sem ég vildi leggja fyrir hana í bók um spillingu á Íslandi sem kemur út í sumar. Hún reyndar svaraði ekki tölvupóstum frá mér um efni bókarinnar og virti mig ekki viðlits sem bókarhöfund.“ Björn segir á Facebook-síðu sinni Katrínu og Bjarna Benediktsson núverandi forsætisráðherra eiga þetta sameiginlegt, þau séu í hópi örfárra sem neita að ræða við hann um spillinguna. Björn vitnar í status Gunnars Smára sem hefur svipaðar umkvartanir fram að færa. „Og það sem Smári segir hér er dagsatt. KJ er eini frambjóðandinn til forseta sem ekki hefur viljað ræða við áhorfendur Samstöðvarinnar.“ Og Björn gerist heimspekilegur í raunum sínum og vitnar óbeint í ljóðlínur Arthur Rimbaud - Ég er ekki ég, ég er annar: „Er Katrín allra eða er hún bara sumra? Hver er Katrín dagsins í dag? Er það allt önnur Katrín en maður taldi sig þekkja áður?“ Alla nema mig Gunnar Smári vitnar í orð sem látin eru falla, að Katrín Jakobsdóttir geti nefnilega talað við alla. „Ef það á við um alla þá er ég ekki hluti þess mengis, allir eru allir nema örugglega ég og fleiri. Ég hef rætt við alla frambjóðendur til forseta við Rauða borðið nema Katrínu, hún hefur ekki viljað mæta, þrátt fyrir mikla eftirgangssemi við tvo kosningastjóra hennar vikum saman.“ Ekki að hér verði því haldið fram að virðingarvert sé þegar frambjóðendur útiloka fjölmiðla en það gæti ruglað þá afstöðu ef fjölmiðlar keyra á skýrri stefnu í stað þess að halla sér að hlutleysinu; Katrín hefur fram til þessa ekki átt neitt inni hjá dagskrárgerðarmönnum Samstöðvarinnar nema síður sé. Fjölmiðlar Forsetakosningar 2024 Bókaútgáfa Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Sjá meira
Þeir kvarta báðir hástöfum yfir þessu á samfélagsmiðlum, saman og sitt í hvoru lagi. Björn segir Katrínu ekki virða sig viðlits sem bókahöfund. Hún sem áður var burðarás í hugmyndum Björns „Katrín sem var áður í hópi burðarása í mínum hugmyndum um betra samfélag féllst ekki á að svara spurningum sem ég vildi leggja fyrir hana í bók um spillingu á Íslandi sem kemur út í sumar. Hún reyndar svaraði ekki tölvupóstum frá mér um efni bókarinnar og virti mig ekki viðlits sem bókarhöfund.“ Björn segir á Facebook-síðu sinni Katrínu og Bjarna Benediktsson núverandi forsætisráðherra eiga þetta sameiginlegt, þau séu í hópi örfárra sem neita að ræða við hann um spillinguna. Björn vitnar í status Gunnars Smára sem hefur svipaðar umkvartanir fram að færa. „Og það sem Smári segir hér er dagsatt. KJ er eini frambjóðandinn til forseta sem ekki hefur viljað ræða við áhorfendur Samstöðvarinnar.“ Og Björn gerist heimspekilegur í raunum sínum og vitnar óbeint í ljóðlínur Arthur Rimbaud - Ég er ekki ég, ég er annar: „Er Katrín allra eða er hún bara sumra? Hver er Katrín dagsins í dag? Er það allt önnur Katrín en maður taldi sig þekkja áður?“ Alla nema mig Gunnar Smári vitnar í orð sem látin eru falla, að Katrín Jakobsdóttir geti nefnilega talað við alla. „Ef það á við um alla þá er ég ekki hluti þess mengis, allir eru allir nema örugglega ég og fleiri. Ég hef rætt við alla frambjóðendur til forseta við Rauða borðið nema Katrínu, hún hefur ekki viljað mæta, þrátt fyrir mikla eftirgangssemi við tvo kosningastjóra hennar vikum saman.“ Ekki að hér verði því haldið fram að virðingarvert sé þegar frambjóðendur útiloka fjölmiðla en það gæti ruglað þá afstöðu ef fjölmiðlar keyra á skýrri stefnu í stað þess að halla sér að hlutleysinu; Katrín hefur fram til þessa ekki átt neitt inni hjá dagskrárgerðarmönnum Samstöðvarinnar nema síður sé.
Fjölmiðlar Forsetakosningar 2024 Bókaútgáfa Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Sjá meira
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00