Höfða mál gegn hundrað lögregluþjónum vegna árásarinnar í Uvalde Samúel Karl Ólason skrifar 22. maí 2024 21:00 Nokkrir af fjölskyldumeðlimum þeirra sem dóu í árásinni í Uvalde árið 2022. Þau tilkynnti samkomulag sem gert var við forsvarsmenn borgarinnar og að þau ætluðu að höfða mál gegn 92 lögregluþjónum. AP/Eric Gay Foreldrar og fjölskyldumeðlimir nítján af 21 sem skotin voru til bana í grunnskóla í Uvalde í Texas árið 2022, ætla að höfða mál gegn nærri því hundrað lögregluþjónum á vegum Texas-ríkis sem komu að viðbrögðum yfirvalda við árásinni. Nítján börn og tveir kennarar voru skotnir til bana í árásinni en viðbrögð lögreglunnar hafa verið harðlega gagnrýnd úr öllum áttum frá því árásin átti sér stað. Fjölskyldumeðlimirnir barnanna hafa einnig gert samkomulag við borgina þar sem þau fá tvær milljónir dala og forsvarsmenn borgarinnar hafa heitið því að bæta staðla og þjálfun lögreglunnar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Nærri því tvö ár eru liðin frá því táningur ruddist þungvopnaður inn í skólann Robb-skólann í Uvalde og skaut nítján börn og tvo kennara til bana. Ekki liggur fyrir hvort umræddir fjölskyldumeðlimir sem hafa höfðað mál séu eingöngu foreldrar barnanna sem dóu í árásinni eða hvort fjölskyldumeðlimir kennaranna koma einnig að málinu. Vel á fjórða hundruð lögregluþjóna, frá ýmsum löggæsluembættum, mættu á vettvang en biðu í rúmlega sjötíu mínútur áður en þeir réðust til atlögu gegn árásarmanninum. Á þeim tíma voru börn sem þóttust vera dáin í skólastofunum tveimur þar sem árásarmaðurinn var að hringja í Neyðarlínuna og biðja um aðstoð. Þá birtu starfsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna skýrslu í janúar þar sem fram kom að fjöldi mistaka hefðu verið gerð af lögreglu í kjölfar árásarinnar. Fyrr á þessu ári var svokallaður ákærudómstóll skipaður í Texas, vegna rannsóknar sem endar mögulega á því að embættismenn og lögregluþjónar sem komu að viðbrögðunum við árásinni verði ákærðir. Yfirmaður almannavarna í Texas hefur meðal annars lýst viðbrögðunum sem „ömurlegu klúðri“ og sagt að lögregluþjónar hefðu átt að fella árásarmanninn um leið og þeir mættu á vettvang. Sjá einnig: Hefðu átt að stoppa byssumanninn eftir þrjár mínútur Í lögsókn fjölskyldnanna segir að lögregluþjónar á vegum Texas-ríkis hafi ekki fylgt starfsreglum sínum vegna skotárása. Kennarar og nemendur hafi gert það, með því að læsa hurðum, slökkva ljós og fela sig og þess vegna hafi þau setið föst í skólanum að bíða eftir lögregluþjónum sem voru ekki á leiðinni. AP hefur eftir einum lögmanni fjölskyldnanna að lögregluþjónarnir hafi svikið fjölskyldurnar og fórnarlömb árásarmannsins. Ríkislögregla Texas hafi haft alla burði til að bregðast fljótt við en það hafi ekki verið gert. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í grunnskóla í Uvalde Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Fjölskyldumeðlimirnir barnanna hafa einnig gert samkomulag við borgina þar sem þau fá tvær milljónir dala og forsvarsmenn borgarinnar hafa heitið því að bæta staðla og þjálfun lögreglunnar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Nærri því tvö ár eru liðin frá því táningur ruddist þungvopnaður inn í skólann Robb-skólann í Uvalde og skaut nítján börn og tvo kennara til bana. Ekki liggur fyrir hvort umræddir fjölskyldumeðlimir sem hafa höfðað mál séu eingöngu foreldrar barnanna sem dóu í árásinni eða hvort fjölskyldumeðlimir kennaranna koma einnig að málinu. Vel á fjórða hundruð lögregluþjóna, frá ýmsum löggæsluembættum, mættu á vettvang en biðu í rúmlega sjötíu mínútur áður en þeir réðust til atlögu gegn árásarmanninum. Á þeim tíma voru börn sem þóttust vera dáin í skólastofunum tveimur þar sem árásarmaðurinn var að hringja í Neyðarlínuna og biðja um aðstoð. Þá birtu starfsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna skýrslu í janúar þar sem fram kom að fjöldi mistaka hefðu verið gerð af lögreglu í kjölfar árásarinnar. Fyrr á þessu ári var svokallaður ákærudómstóll skipaður í Texas, vegna rannsóknar sem endar mögulega á því að embættismenn og lögregluþjónar sem komu að viðbrögðunum við árásinni verði ákærðir. Yfirmaður almannavarna í Texas hefur meðal annars lýst viðbrögðunum sem „ömurlegu klúðri“ og sagt að lögregluþjónar hefðu átt að fella árásarmanninn um leið og þeir mættu á vettvang. Sjá einnig: Hefðu átt að stoppa byssumanninn eftir þrjár mínútur Í lögsókn fjölskyldnanna segir að lögregluþjónar á vegum Texas-ríkis hafi ekki fylgt starfsreglum sínum vegna skotárása. Kennarar og nemendur hafi gert það, með því að læsa hurðum, slökkva ljós og fela sig og þess vegna hafi þau setið föst í skólanum að bíða eftir lögregluþjónum sem voru ekki á leiðinni. AP hefur eftir einum lögmanni fjölskyldnanna að lögregluþjónarnir hafi svikið fjölskyldurnar og fórnarlömb árásarmannsins. Ríkislögregla Texas hafi haft alla burði til að bregðast fljótt við en það hafi ekki verið gert.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í grunnskóla í Uvalde Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira