Minnislausir molbúar Melkorka Ólafsdóttir skrifar 23. maí 2024 08:00 Það hefur verið sérlega merkilegt að fylgjast með aðdraganda forsetakosninganna þetta vorið. Umræðan hefur farið víða og oft snúist um hluti sem litlu máli skipta. En eðlilega er spurt: Hvaða vald hefur forseti svo sem? Hvað er það sem skiptir raunverulega máli að forseti Íslands búi yfir? Fyrir mér er þetta kýrskýrt: Það sem skiptir mestu máli í stóra samhenginu næstu árin og áratugina eru auðlindamál. Við Íslendingar eigum til að vera óttalegir molbúar og gerum okkur ekki grein fyrir því hvað við höfum í höndunum. Það gerðist til dæmis þegar við áttum alls kyns merkileg handrit vítt og breitt um landið en notuðum þau til að bæta hluti, brenna eða skeina okkur með án þess að átta okkur á því að þar fóru einhver mestu menningarverðmæti á norðurhveli jarðar. Verðmæti sem við montum okkur sannarlega af í dag. Við erum stundum svo ótrúlega skammsýn og gráðug að við getum ekki annað en höggvið í demantinn þangað til hann er verðlaus. Það eru verulegar líkur á að slíkt gerist hérlendis á næstunni hvað auðlindamálin varðar. Hér hrópa menn hægri vinstri um orkuskort í stað þess að nýta og hugsa hlutina til enda. Ísland er vellauðugt í þessu tilliti og það skiptir verulegu máli að við hugsum um auðlindamálin með almannahagsmuni að leiðarljósi og tökum ákvarðanir af skynsemi og til langs tíma. Þetta er nákvæmlega það sem Halla Hrund Logadóttir hefur sýnt sem orkumálastjóri svo eftir því hefur verið tekið. Hún hefur sýnt þetta í VERKI, en ekki bara innihaldslausum orðum. Hún lætur ekki stjórnast af pólitík og fjármálaöflum heldur stendur fast með þeirri sannfæringu sinni að orku- og auðlindamál þurfi að nálgast á yfirvegaðan hátt. Halla Hrund hefur bent á að orkan er endurnýjanleg en ekki óendanleg. Hún hefur bent á að það þurfi að tryggja að orkan berist þangað sem hennar er mest þörf, líka til heimila og smærri aðila, en ekki bara til hæstbjóðanda. Hún hefur varað við því að auðlindir verði seldar til útlanda. Þetta hefur gert hana óvinsæla meðal þeirra sem vilja græða sem mest og sem hraðast en eflt virðingu þeirra sem er annt um landið og gæðin sem við eigum öll. Lagareldisfrumvarpið, sem nú liggur hjá þinginu, er lýsandi dæmi um þetta. Slíkum dæmum á bara eftir að fjölga á næstunni því undirbúningsvinna fyrir sambærilega auðlindanýtingu hefur víða verið í gangi. Á sama tíma er pressan að utan sífellt að aukast og ekki í fyrsta skipti sem erlendir aðilar sjá betur en við sjálf hvað við erum rík. Ég treysti Höllu Hrund, og engum öðrum frambjóðanda, til þess að standa í lappirnar sem forseti í þessum málum. Mig grunar sterklega að það geti komið til þess. Forseti hefur ýmis áhrif og einhver völd en þetta er það sem virkilega skiptir máli. Þess vegna hvet ég þig til að kjósa Höllu Hrund Logadóttur. Höfundur er dagskrárgerðarkona og náttúruunnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið sérlega merkilegt að fylgjast með aðdraganda forsetakosninganna þetta vorið. Umræðan hefur farið víða og oft snúist um hluti sem litlu máli skipta. En eðlilega er spurt: Hvaða vald hefur forseti svo sem? Hvað er það sem skiptir raunverulega máli að forseti Íslands búi yfir? Fyrir mér er þetta kýrskýrt: Það sem skiptir mestu máli í stóra samhenginu næstu árin og áratugina eru auðlindamál. Við Íslendingar eigum til að vera óttalegir molbúar og gerum okkur ekki grein fyrir því hvað við höfum í höndunum. Það gerðist til dæmis þegar við áttum alls kyns merkileg handrit vítt og breitt um landið en notuðum þau til að bæta hluti, brenna eða skeina okkur með án þess að átta okkur á því að þar fóru einhver mestu menningarverðmæti á norðurhveli jarðar. Verðmæti sem við montum okkur sannarlega af í dag. Við erum stundum svo ótrúlega skammsýn og gráðug að við getum ekki annað en höggvið í demantinn þangað til hann er verðlaus. Það eru verulegar líkur á að slíkt gerist hérlendis á næstunni hvað auðlindamálin varðar. Hér hrópa menn hægri vinstri um orkuskort í stað þess að nýta og hugsa hlutina til enda. Ísland er vellauðugt í þessu tilliti og það skiptir verulegu máli að við hugsum um auðlindamálin með almannahagsmuni að leiðarljósi og tökum ákvarðanir af skynsemi og til langs tíma. Þetta er nákvæmlega það sem Halla Hrund Logadóttir hefur sýnt sem orkumálastjóri svo eftir því hefur verið tekið. Hún hefur sýnt þetta í VERKI, en ekki bara innihaldslausum orðum. Hún lætur ekki stjórnast af pólitík og fjármálaöflum heldur stendur fast með þeirri sannfæringu sinni að orku- og auðlindamál þurfi að nálgast á yfirvegaðan hátt. Halla Hrund hefur bent á að orkan er endurnýjanleg en ekki óendanleg. Hún hefur bent á að það þurfi að tryggja að orkan berist þangað sem hennar er mest þörf, líka til heimila og smærri aðila, en ekki bara til hæstbjóðanda. Hún hefur varað við því að auðlindir verði seldar til útlanda. Þetta hefur gert hana óvinsæla meðal þeirra sem vilja græða sem mest og sem hraðast en eflt virðingu þeirra sem er annt um landið og gæðin sem við eigum öll. Lagareldisfrumvarpið, sem nú liggur hjá þinginu, er lýsandi dæmi um þetta. Slíkum dæmum á bara eftir að fjölga á næstunni því undirbúningsvinna fyrir sambærilega auðlindanýtingu hefur víða verið í gangi. Á sama tíma er pressan að utan sífellt að aukast og ekki í fyrsta skipti sem erlendir aðilar sjá betur en við sjálf hvað við erum rík. Ég treysti Höllu Hrund, og engum öðrum frambjóðanda, til þess að standa í lappirnar sem forseti í þessum málum. Mig grunar sterklega að það geti komið til þess. Forseti hefur ýmis áhrif og einhver völd en þetta er það sem virkilega skiptir máli. Þess vegna hvet ég þig til að kjósa Höllu Hrund Logadóttur. Höfundur er dagskrárgerðarkona og náttúruunnandi.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar