Tileinkar látnum vini sínum sögulegan árangur: „Bjarki, þetta var fyrir þig“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2024 07:00 Björgvin Karl Guðmundsson sést hér eftir að sætið á heimsleikunum var tryggt. @bk_gudmundsson Íslenski CrossFit kappinn Björgvin Karl Guðmundsson varð á dögunum fyrsti maðurinn í sögu CrossFit íþróttarinnar sem nær að tryggja sig inn á ellefu heimsleika í röð. Björgvin náði þessum sögulega árangri með því að tryggja sér sjöunda sætið á undanúrslitamóti Evrópu sem fór fram í Lyon í Frakklandi. Tíu efstu komust á heimsleikana. Björgvin komst fyrst á heimsleikana árið 2014 og hefur ekki misst af keppninni um heimsmeistaratitilinn síðan. Hann hefur tvisvar komist á verðlaunapall og átta sinnum verið meðal tíu efstu. „Ó maður, þetta var svo sætt í þetta skiptið,“ skrifar Björgvin Karl á samfélagsmiðla sína. „Í byrjun tímabilsins þá missti ég góðan vin eftir að hann tapaði baráttunni við krabbamein. Ég var að missa æskuvin sem ólst upp í sama bæ og ég,“ skrifar Björgvin. Björgvin er þarna að tala um Bjarka Gylfason sem lést 20. mars aðeins 36 ára gamall eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Bjarki ræddi veikindi sín á opinskáan hátt þegar hann tók þátt í fjáröflunarátaki Krafts fyrr á þessu ári. Bjarki greindist með ristilkrabbamein árið 2022 þá 35 ára gamall og hafði þá verið með sáraristilbólgu í sautján ár og lifað með því. Bjarki var uppalinn á Stokkseyri eins og Björgvin Karl. „Ég tileinka honum þessa elleftu ferð mína á heimsleikana því ég mun aldrei gleyma þeim áhrifum sem hann hafði á mig og fólkið í kringum hann,“ skrifaði Björgvin og endar svo: „Bjarki, þetta var fyrir þig“ Það má sjá færslu Björgvins hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Björgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) CrossFit Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Schick stjarnan í sterkum sigri Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Stórundarleg hegðun O'Sullivans HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Sjá meira
Björgvin náði þessum sögulega árangri með því að tryggja sér sjöunda sætið á undanúrslitamóti Evrópu sem fór fram í Lyon í Frakklandi. Tíu efstu komust á heimsleikana. Björgvin komst fyrst á heimsleikana árið 2014 og hefur ekki misst af keppninni um heimsmeistaratitilinn síðan. Hann hefur tvisvar komist á verðlaunapall og átta sinnum verið meðal tíu efstu. „Ó maður, þetta var svo sætt í þetta skiptið,“ skrifar Björgvin Karl á samfélagsmiðla sína. „Í byrjun tímabilsins þá missti ég góðan vin eftir að hann tapaði baráttunni við krabbamein. Ég var að missa æskuvin sem ólst upp í sama bæ og ég,“ skrifar Björgvin. Björgvin er þarna að tala um Bjarka Gylfason sem lést 20. mars aðeins 36 ára gamall eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Bjarki ræddi veikindi sín á opinskáan hátt þegar hann tók þátt í fjáröflunarátaki Krafts fyrr á þessu ári. Bjarki greindist með ristilkrabbamein árið 2022 þá 35 ára gamall og hafði þá verið með sáraristilbólgu í sautján ár og lifað með því. Bjarki var uppalinn á Stokkseyri eins og Björgvin Karl. „Ég tileinka honum þessa elleftu ferð mína á heimsleikana því ég mun aldrei gleyma þeim áhrifum sem hann hafði á mig og fólkið í kringum hann,“ skrifaði Björgvin og endar svo: „Bjarki, þetta var fyrir þig“ Það má sjá færslu Björgvins hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Björgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson)
CrossFit Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Schick stjarnan í sterkum sigri Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Stórundarleg hegðun O'Sullivans HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Sjá meira