Tileinkar látnum vini sínum sögulegan árangur: „Bjarki, þetta var fyrir þig“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2024 07:00 Björgvin Karl Guðmundsson sést hér eftir að sætið á heimsleikunum var tryggt. @bk_gudmundsson Íslenski CrossFit kappinn Björgvin Karl Guðmundsson varð á dögunum fyrsti maðurinn í sögu CrossFit íþróttarinnar sem nær að tryggja sig inn á ellefu heimsleika í röð. Björgvin náði þessum sögulega árangri með því að tryggja sér sjöunda sætið á undanúrslitamóti Evrópu sem fór fram í Lyon í Frakklandi. Tíu efstu komust á heimsleikana. Björgvin komst fyrst á heimsleikana árið 2014 og hefur ekki misst af keppninni um heimsmeistaratitilinn síðan. Hann hefur tvisvar komist á verðlaunapall og átta sinnum verið meðal tíu efstu. „Ó maður, þetta var svo sætt í þetta skiptið,“ skrifar Björgvin Karl á samfélagsmiðla sína. „Í byrjun tímabilsins þá missti ég góðan vin eftir að hann tapaði baráttunni við krabbamein. Ég var að missa æskuvin sem ólst upp í sama bæ og ég,“ skrifar Björgvin. Björgvin er þarna að tala um Bjarka Gylfason sem lést 20. mars aðeins 36 ára gamall eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Bjarki ræddi veikindi sín á opinskáan hátt þegar hann tók þátt í fjáröflunarátaki Krafts fyrr á þessu ári. Bjarki greindist með ristilkrabbamein árið 2022 þá 35 ára gamall og hafði þá verið með sáraristilbólgu í sautján ár og lifað með því. Bjarki var uppalinn á Stokkseyri eins og Björgvin Karl. „Ég tileinka honum þessa elleftu ferð mína á heimsleikana því ég mun aldrei gleyma þeim áhrifum sem hann hafði á mig og fólkið í kringum hann,“ skrifaði Björgvin og endar svo: „Bjarki, þetta var fyrir þig“ Það má sjá færslu Björgvins hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Björgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) CrossFit Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Bruno til bjargar Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Björgvin náði þessum sögulega árangri með því að tryggja sér sjöunda sætið á undanúrslitamóti Evrópu sem fór fram í Lyon í Frakklandi. Tíu efstu komust á heimsleikana. Björgvin komst fyrst á heimsleikana árið 2014 og hefur ekki misst af keppninni um heimsmeistaratitilinn síðan. Hann hefur tvisvar komist á verðlaunapall og átta sinnum verið meðal tíu efstu. „Ó maður, þetta var svo sætt í þetta skiptið,“ skrifar Björgvin Karl á samfélagsmiðla sína. „Í byrjun tímabilsins þá missti ég góðan vin eftir að hann tapaði baráttunni við krabbamein. Ég var að missa æskuvin sem ólst upp í sama bæ og ég,“ skrifar Björgvin. Björgvin er þarna að tala um Bjarka Gylfason sem lést 20. mars aðeins 36 ára gamall eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Bjarki ræddi veikindi sín á opinskáan hátt þegar hann tók þátt í fjáröflunarátaki Krafts fyrr á þessu ári. Bjarki greindist með ristilkrabbamein árið 2022 þá 35 ára gamall og hafði þá verið með sáraristilbólgu í sautján ár og lifað með því. Bjarki var uppalinn á Stokkseyri eins og Björgvin Karl. „Ég tileinka honum þessa elleftu ferð mína á heimsleikana því ég mun aldrei gleyma þeim áhrifum sem hann hafði á mig og fólkið í kringum hann,“ skrifaði Björgvin og endar svo: „Bjarki, þetta var fyrir þig“ Það má sjá færslu Björgvins hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Björgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson)
CrossFit Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Bruno til bjargar Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira