Segir samstöðu lykilinn að jarðgangagerð Færeyinga Kristján Már Unnarsson skrifar 23. maí 2024 21:55 Høgni Hoydal, utanríkis- og atvinnumálaráðherra Færeyja og formaður Þjóðveldis, í viðtali við Stöð 2 framan við hús Lögþingsins. Egill Aðalsteinsson Algjör samstaða um jarðgangagerð er lykillinn að samgöngubyltingu Færeyja, segir ráðherrann Høgni Hoydal, og segir Hvalfjarðargöngin hafa reynst Færeyingum innblástur. Og það eru ekki Danir sem borga. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um jarðgangamál Færeyinga, sem á undanförnum árum hafa lokið við hvert stórvirkið af öðru. Einna stoltastir eru þeir af hinum 11,2 kílómetra löngu Austureyjargöngum, með hringtorgi sem skreytt er með listaverki. „Með hringtorgi niðri á hafsbotni. Þetta er eina hringtorgið sem er á hafsbotni í öllum heiminum,” segir Heðin Mortensen, borgarstjóri Þórshafnar. Heðin Mortensen er borgarstjóri Þórshafnar.Egill Aðalsteinsson Núna er verið að grafa sex ný jarðgöng sem bætast við á þriðja tug jarðganga sem fyrir eru í Færeyjum. Nýjustu neðansjávargöngin eru þau sem liggja milli Straumeyjar og Sandeyjar. Þau eru 10,8 kílómetra löng og voru opnuð skömmu fyrir síðustu jól. Sandeyjargöngin eru björt og víðfeðm og þar má sjá listaverk á veggjum í innskotum. Úr Sandeyjargöngum. Þau voru opnuð skömmu fyrir síðustu jól.Egill Aðalsteinsson Þegar Íslendingar spyrja hvernig hægt sé að grafa öll þessi göng í Færeyjum heyrist stundum sú skýring að það hljóti að vera Danir sem borgi. En er það svo? „Danir borga ekki einn eyri í göngum okkar né vegakerfi,” svarar Heðin Mortensen, sem kemur úr Javnaðarflokknum, forystuflokki landsstjórnarinnar. „Nei, það eru ekki danskir peningar,” svarar Høgni Hoydal, utanríkis- og atvinnumálaráðherra og formaður Þjóðveldis. „Það er þannig að við erum nánast laus við danska peninga núna. Við höfum minnkað stuðning Dana niður í nánast ekki neitt. Eftir að við gerðum það höfum við byggt upp landið með okkar eigin fjármunum,” segir Høgni. Vegtollar eru aðeins í neðansjávargöngum Færeyja. Jarðgöng á landi eru gjaldfrjáls.Egill Aðalsteinsson En hvernig fara Færeyingar þá að? Høgni segir lykilinn vera algjöra samstöðu um þá forgangsröðun að tengja byggðirnar með jarðgöngum. „Það eina sem við erum sammála um í færeyskum stjórnmálum. Við erum ósammála um allt. Um fullveldið og hægri og vinstri. En við erum sammála um að það verði að tengja landið saman. Hver einasta landsbyggð, hver einasta eyja verði að tengjast svo Færeyjar geti vaxið og orðið nútímasamfélag. Það eru allir stjórnmálaflokkar sammála um þetta,” segir Høgni. Fern neðansjávargöng eru núna í Færeyjum. Þau nýjustu, Sandeyjargöngin, tengja Sandey og Straumey.grafík/hjalti Og það er ekki svo að rukkað sé í öll göng. Vegtollur er eingöngu í neðansjávargöngum, sem núna eru fern talsins, en Færeyingar hófu ekki að grafa göng undir sjó fyrr en þeir sáu Íslendinga gera það. „Þarna kom innblásturinn frá Íslandi eins og svo oft áður. Hann kom frá Hvalfjarðargöngum. Það var þegar Færeyingar fóru í heimsókn til Íslands og sáu þau, neðansjávargöngin. Þá fórum við að grafa þau fyrstu og síðan hafa þau komið koll af kolli og núna vilja allir fá þau,” segir Høgni Hoydal. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Færeyjar Samgöngur Vegtollar Danmörk Tengdar fréttir Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. 21. desember 2023 22:55 Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44 Jarðgöngin koma í röðum, þau næstu fyrir áttatíu íbúa Ekkert lát ætlar að verða á jarðgangaborunum Færeyinga. Fyrir tveimur vikum fögnuðu þeir fyrstu sprengingu nýrra Árnafjarðarganga. Samtímis er hafið útboðsferli á göngum til Fámjins, áttatíu manna byggðar á Suðurey. 17. október 2021 06:27 Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11. febrúar 2021 22:30 Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21 Segir Færeyjar verða stærri með göngum Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir. 24. mars 2013 19:14 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um jarðgangamál Færeyinga, sem á undanförnum árum hafa lokið við hvert stórvirkið af öðru. Einna stoltastir eru þeir af hinum 11,2 kílómetra löngu Austureyjargöngum, með hringtorgi sem skreytt er með listaverki. „Með hringtorgi niðri á hafsbotni. Þetta er eina hringtorgið sem er á hafsbotni í öllum heiminum,” segir Heðin Mortensen, borgarstjóri Þórshafnar. Heðin Mortensen er borgarstjóri Þórshafnar.Egill Aðalsteinsson Núna er verið að grafa sex ný jarðgöng sem bætast við á þriðja tug jarðganga sem fyrir eru í Færeyjum. Nýjustu neðansjávargöngin eru þau sem liggja milli Straumeyjar og Sandeyjar. Þau eru 10,8 kílómetra löng og voru opnuð skömmu fyrir síðustu jól. Sandeyjargöngin eru björt og víðfeðm og þar má sjá listaverk á veggjum í innskotum. Úr Sandeyjargöngum. Þau voru opnuð skömmu fyrir síðustu jól.Egill Aðalsteinsson Þegar Íslendingar spyrja hvernig hægt sé að grafa öll þessi göng í Færeyjum heyrist stundum sú skýring að það hljóti að vera Danir sem borgi. En er það svo? „Danir borga ekki einn eyri í göngum okkar né vegakerfi,” svarar Heðin Mortensen, sem kemur úr Javnaðarflokknum, forystuflokki landsstjórnarinnar. „Nei, það eru ekki danskir peningar,” svarar Høgni Hoydal, utanríkis- og atvinnumálaráðherra og formaður Þjóðveldis. „Það er þannig að við erum nánast laus við danska peninga núna. Við höfum minnkað stuðning Dana niður í nánast ekki neitt. Eftir að við gerðum það höfum við byggt upp landið með okkar eigin fjármunum,” segir Høgni. Vegtollar eru aðeins í neðansjávargöngum Færeyja. Jarðgöng á landi eru gjaldfrjáls.Egill Aðalsteinsson En hvernig fara Færeyingar þá að? Høgni segir lykilinn vera algjöra samstöðu um þá forgangsröðun að tengja byggðirnar með jarðgöngum. „Það eina sem við erum sammála um í færeyskum stjórnmálum. Við erum ósammála um allt. Um fullveldið og hægri og vinstri. En við erum sammála um að það verði að tengja landið saman. Hver einasta landsbyggð, hver einasta eyja verði að tengjast svo Færeyjar geti vaxið og orðið nútímasamfélag. Það eru allir stjórnmálaflokkar sammála um þetta,” segir Høgni. Fern neðansjávargöng eru núna í Færeyjum. Þau nýjustu, Sandeyjargöngin, tengja Sandey og Straumey.grafík/hjalti Og það er ekki svo að rukkað sé í öll göng. Vegtollur er eingöngu í neðansjávargöngum, sem núna eru fern talsins, en Færeyingar hófu ekki að grafa göng undir sjó fyrr en þeir sáu Íslendinga gera það. „Þarna kom innblásturinn frá Íslandi eins og svo oft áður. Hann kom frá Hvalfjarðargöngum. Það var þegar Færeyingar fóru í heimsókn til Íslands og sáu þau, neðansjávargöngin. Þá fórum við að grafa þau fyrstu og síðan hafa þau komið koll af kolli og núna vilja allir fá þau,” segir Høgni Hoydal. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Færeyjar Samgöngur Vegtollar Danmörk Tengdar fréttir Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. 21. desember 2023 22:55 Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44 Jarðgöngin koma í röðum, þau næstu fyrir áttatíu íbúa Ekkert lát ætlar að verða á jarðgangaborunum Færeyinga. Fyrir tveimur vikum fögnuðu þeir fyrstu sprengingu nýrra Árnafjarðarganga. Samtímis er hafið útboðsferli á göngum til Fámjins, áttatíu manna byggðar á Suðurey. 17. október 2021 06:27 Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11. febrúar 2021 22:30 Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21 Segir Færeyjar verða stærri með göngum Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir. 24. mars 2013 19:14 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Sjá meira
Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. 21. desember 2023 22:55
Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44
Jarðgöngin koma í röðum, þau næstu fyrir áttatíu íbúa Ekkert lát ætlar að verða á jarðgangaborunum Færeyinga. Fyrir tveimur vikum fögnuðu þeir fyrstu sprengingu nýrra Árnafjarðarganga. Samtímis er hafið útboðsferli á göngum til Fámjins, áttatíu manna byggðar á Suðurey. 17. október 2021 06:27
Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11. febrúar 2021 22:30
Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21
Segir Færeyjar verða stærri með göngum Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir. 24. mars 2013 19:14