Enginn málefnalegur ágreiningur skýri brotthvarf bæjarstjóra Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2024 08:00 Bragi Bjarnason tekur við sem bæjarstjóri Árborgar eins og til stóð 1. júní. Það verður hins vegar sem oddviti tveggja flokka meirihluta í stað eins áður. Vísir/Egill Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg og verðandi bæjarstjóri segir engan málefnalegan ágreining hafa verið innan flokksins í bæjarstjórn sem skýri brotthvarf Fjólu Kristinsdóttur úr meirihlutanum. Fjóla vill ekki tjá sig um ákvörðun sína. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með hreinan meirihluta í bæjarstjórn Árborgar. Samkvæmt samkomulagi sem var gert við upphaf kjörtímabilsins varð Fjóla, sem var önnur á lista flokksins, bæjarstjóri fyrri tvö árin. Bragi Bjarnason, oddviti flokksins, átti að taka við sem bæjarstjóri 1. júní. Tilkynnt var að Fjóla hefði ákveðið að falla frá samkomulaginu og að hún myndi yfirgefa meirihlutann í yfirlýsingu frá Braga og Álfheiði Eymarsdóttur, oddvita Áfram Árborgar, í gær. Samtímis var greint frá því að Áfram Árborg kæmi inn í meirihlutann. Fjóla vildi ekki tjá sig um brotthvarf sitt þegar eftir því var leitað í gær en boðaði að hún gæfi út yfirlýsingu síðar. Ákvörðunin kom á óvart Bragi, verðandi bæjarstjóri og núverandi formaður bæjarráðs, segir í samtali við Vísi að ákvörðun Fjólu hafi komið á óvart. Hann geti ekki geta svarað fyrir hönd hennar um ástæður brotthvarfs hennar. „Það er bara ömurlegt og leiðinlegt að missa góðan félaga. Þetta er búið að ganga vel og sést á árangrinum í starfi sveitarfélagsins,“ segir hann. Þá segist hann ekki geta sagt til um hvort að Fjóla sitji áfram í bæjarstjórn, hvort sem er fyrir hönd annars flokks eða sem óháður bæjarfulltrúi. „Nei, alls ekki. Það er enginn málefnalegur ágreiningur. Allir eru að stefna í sömu átt,“ segir Bragi spurður að því hvort að samstarfserfiðleikar hafi komið upp. Fjóla Kristinsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri sveitarfélagsins Árborgar.Vísir/Magnús Hlynur Gerðist allt í vikunni Bæjarstjórnarfundur verður næst haldinn á mánudag en Bragi tekur við embætti bæjarstjóra eins og áformað var 1. júní. Hann segir mikilvægt að náðst hafi strax að mynda starfhæfan meirihluta. Spurður að því hvenær var byrjað að ræða meirihlutasamstarf við Áfram Árborg segir Bragi að það hafi allt gerst mjög hratt. „Þetta gerist allt í þessari viku,“ segir hann. Árborg hefur glímt við þunga fjárhagsstöðu en Bragi segir að samstarf í bæjarstjórn hafi verið gott á þessum erfiðu tímum í endurskipulagningu sveitarfélagsins. Sérstaklega hafi samstarfið við Áfram Árborg verið gott. „Þegar þessi staða kemur upp lá bara beinast við að eiga samtal við þau. Við erum með mikinn samhljóm í þessu verkefni. Það er engin meginstefna sem breytist. Við erum áfram í þessu stóra verkefni. Það eru náttúrulega hagsmunir íbúar og sveitarfélagsins sem eru efst á baugi. Það er verkefni sem við ætlum að halda áfram,“ segir Bragi. Árborg Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Dagdvöl á Selfossi lokað í fimm vikur vegna sparnaðar Eldri borgarar á Selfossi, sem nýta sér þjónustu Árbliks, sem er dagdvöl er miður sín yfir því að loka eigi dagdvölinni í fimm vikur í sumar í sparnaðarskyni hjá Sveitarfélaginu Árborg. „Ég veit ekki hvernig við eigum að vera ein heima í fleiri vikur“, segir óhress eldri borgari á staðnum. 26. janúar 2024 20:30 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með hreinan meirihluta í bæjarstjórn Árborgar. Samkvæmt samkomulagi sem var gert við upphaf kjörtímabilsins varð Fjóla, sem var önnur á lista flokksins, bæjarstjóri fyrri tvö árin. Bragi Bjarnason, oddviti flokksins, átti að taka við sem bæjarstjóri 1. júní. Tilkynnt var að Fjóla hefði ákveðið að falla frá samkomulaginu og að hún myndi yfirgefa meirihlutann í yfirlýsingu frá Braga og Álfheiði Eymarsdóttur, oddvita Áfram Árborgar, í gær. Samtímis var greint frá því að Áfram Árborg kæmi inn í meirihlutann. Fjóla vildi ekki tjá sig um brotthvarf sitt þegar eftir því var leitað í gær en boðaði að hún gæfi út yfirlýsingu síðar. Ákvörðunin kom á óvart Bragi, verðandi bæjarstjóri og núverandi formaður bæjarráðs, segir í samtali við Vísi að ákvörðun Fjólu hafi komið á óvart. Hann geti ekki geta svarað fyrir hönd hennar um ástæður brotthvarfs hennar. „Það er bara ömurlegt og leiðinlegt að missa góðan félaga. Þetta er búið að ganga vel og sést á árangrinum í starfi sveitarfélagsins,“ segir hann. Þá segist hann ekki geta sagt til um hvort að Fjóla sitji áfram í bæjarstjórn, hvort sem er fyrir hönd annars flokks eða sem óháður bæjarfulltrúi. „Nei, alls ekki. Það er enginn málefnalegur ágreiningur. Allir eru að stefna í sömu átt,“ segir Bragi spurður að því hvort að samstarfserfiðleikar hafi komið upp. Fjóla Kristinsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri sveitarfélagsins Árborgar.Vísir/Magnús Hlynur Gerðist allt í vikunni Bæjarstjórnarfundur verður næst haldinn á mánudag en Bragi tekur við embætti bæjarstjóra eins og áformað var 1. júní. Hann segir mikilvægt að náðst hafi strax að mynda starfhæfan meirihluta. Spurður að því hvenær var byrjað að ræða meirihlutasamstarf við Áfram Árborg segir Bragi að það hafi allt gerst mjög hratt. „Þetta gerist allt í þessari viku,“ segir hann. Árborg hefur glímt við þunga fjárhagsstöðu en Bragi segir að samstarf í bæjarstjórn hafi verið gott á þessum erfiðu tímum í endurskipulagningu sveitarfélagsins. Sérstaklega hafi samstarfið við Áfram Árborg verið gott. „Þegar þessi staða kemur upp lá bara beinast við að eiga samtal við þau. Við erum með mikinn samhljóm í þessu verkefni. Það er engin meginstefna sem breytist. Við erum áfram í þessu stóra verkefni. Það eru náttúrulega hagsmunir íbúar og sveitarfélagsins sem eru efst á baugi. Það er verkefni sem við ætlum að halda áfram,“ segir Bragi.
Árborg Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Dagdvöl á Selfossi lokað í fimm vikur vegna sparnaðar Eldri borgarar á Selfossi, sem nýta sér þjónustu Árbliks, sem er dagdvöl er miður sín yfir því að loka eigi dagdvölinni í fimm vikur í sumar í sparnaðarskyni hjá Sveitarfélaginu Árborg. „Ég veit ekki hvernig við eigum að vera ein heima í fleiri vikur“, segir óhress eldri borgari á staðnum. 26. janúar 2024 20:30 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Dagdvöl á Selfossi lokað í fimm vikur vegna sparnaðar Eldri borgarar á Selfossi, sem nýta sér þjónustu Árbliks, sem er dagdvöl er miður sín yfir því að loka eigi dagdvölinni í fimm vikur í sumar í sparnaðarskyni hjá Sveitarfélaginu Árborg. „Ég veit ekki hvernig við eigum að vera ein heima í fleiri vikur“, segir óhress eldri borgari á staðnum. 26. janúar 2024 20:30