„Við erum sáttir með að vera bara seigir og ljótir“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. maí 2024 11:30 Kristófer átti gríðargóðan leik á báðum endum vallarins í gærkvöldi. vísir / anton brink Kristófer Acox sýndi frábæra frammistöðu í öruggum sigri Vals gegn Grindavík í úrslitaeinvígi Subway deildar karla og var valinn PlayAir leiksins af sérfræðingum Körfuboltakvölds. Valur var með yfirhöndina allan síðasta leik en missti sigurinn frá sér í fjórða leikhluta. Kristófer sagði liðið staðráðið í að bæta upp fyrir það og vinna þriðja leikinn. „Við vissum að liðið sem tapar leik þrjú er komið með bakið upp við vegg. Það er óþægilegt að vera í þeirri stöðu og við vildum að sjálfsögðu verja heimavöllinn. Ég er ótrúlega ánægður og stoltur af strákunum.“ „Auðvitað sat þetta aðeins í manni en við vissum bara að við ætluðum að koma í dag og gera upp fyrir þetta tap og gefa okkur séns að klára þetta á sunnudaginn.“ Vörnin vinnur titla Valsvörnin er ein sú albesta í deildinni. Þeir héldu Grindvíkingum í 62 stigum í gær, fyrir það hafði Grindavík minnst skorað 78 stig í leik á tímabilinu. „Við spilum kannski ekki fallegasta körfuboltann. Okkar einkenni er góð vörn og við getum haldið liðum í lágu skori eins og við gerðum í kvöld. Gamla góða klisjan, það er vörnin sem vinnur titla og við erum sáttir með að vera bara seigir og ljótir.“ Troðslurnar trylla lýðinn Stefán Árni rifjaði þá upp orð sem Hörður Unnsteinsson, lýsandi leiksins, lét falla: „þegar Kristó treður þá treður hann fast.“ „Ég veit að þetta gefur liðinu mikla orku og gefur crowdinu mikið að sjá mig rífa mig upp og hamra honum í körfuna. Þegar maður hefur tækifæri til að gera það reynir maður að gera það eins oft og maður getur, meðan hnén höndla það.“ Geta klárað þetta í Smáranum á sunnudag Stemningin í úrslitaeinvíginu hefur verið algjörlega stórkostleg. Húsfylli á öllum leikjum og trylltir aðdáendur á pöllunum. Næsti leikur fer fram á heimavelli Grindavíkur í Smáranum og þar getur Valur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. „[Tilfinningin] er auðvitað góð að vita að við getum klárað þetta á sunnudaginn. Þetta verður samt bara annað stríð og við vitum að þetta verður alls ekki auðvelt. Það er gríðarleg stemning þarna í Smáranum og við fundum fyrir því síðustu mínúturnar í leik tvö. Við verðum bara að mæta og spila eins og við séum undir.“ Klippa: PlayAir leiksins: Kristófer Acox Innslagið allt úr Subway Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér að ofan. Næsti leikur í úrslitaeinvíginu fer svo fram næsta sunnudag klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Subway-deild karla Körfuboltakvöld Valur Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Sjá meira
Valur var með yfirhöndina allan síðasta leik en missti sigurinn frá sér í fjórða leikhluta. Kristófer sagði liðið staðráðið í að bæta upp fyrir það og vinna þriðja leikinn. „Við vissum að liðið sem tapar leik þrjú er komið með bakið upp við vegg. Það er óþægilegt að vera í þeirri stöðu og við vildum að sjálfsögðu verja heimavöllinn. Ég er ótrúlega ánægður og stoltur af strákunum.“ „Auðvitað sat þetta aðeins í manni en við vissum bara að við ætluðum að koma í dag og gera upp fyrir þetta tap og gefa okkur séns að klára þetta á sunnudaginn.“ Vörnin vinnur titla Valsvörnin er ein sú albesta í deildinni. Þeir héldu Grindvíkingum í 62 stigum í gær, fyrir það hafði Grindavík minnst skorað 78 stig í leik á tímabilinu. „Við spilum kannski ekki fallegasta körfuboltann. Okkar einkenni er góð vörn og við getum haldið liðum í lágu skori eins og við gerðum í kvöld. Gamla góða klisjan, það er vörnin sem vinnur titla og við erum sáttir með að vera bara seigir og ljótir.“ Troðslurnar trylla lýðinn Stefán Árni rifjaði þá upp orð sem Hörður Unnsteinsson, lýsandi leiksins, lét falla: „þegar Kristó treður þá treður hann fast.“ „Ég veit að þetta gefur liðinu mikla orku og gefur crowdinu mikið að sjá mig rífa mig upp og hamra honum í körfuna. Þegar maður hefur tækifæri til að gera það reynir maður að gera það eins oft og maður getur, meðan hnén höndla það.“ Geta klárað þetta í Smáranum á sunnudag Stemningin í úrslitaeinvíginu hefur verið algjörlega stórkostleg. Húsfylli á öllum leikjum og trylltir aðdáendur á pöllunum. Næsti leikur fer fram á heimavelli Grindavíkur í Smáranum og þar getur Valur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. „[Tilfinningin] er auðvitað góð að vita að við getum klárað þetta á sunnudaginn. Þetta verður samt bara annað stríð og við vitum að þetta verður alls ekki auðvelt. Það er gríðarleg stemning þarna í Smáranum og við fundum fyrir því síðustu mínúturnar í leik tvö. Við verðum bara að mæta og spila eins og við séum undir.“ Klippa: PlayAir leiksins: Kristófer Acox Innslagið allt úr Subway Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér að ofan. Næsti leikur í úrslitaeinvíginu fer svo fram næsta sunnudag klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Valur Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga