Heldur þann besta en þann næstbesta! Vilhjálmur B. Bragason skrifar 24. maí 2024 12:01 Nú dynja á okkur skoðanakannanir og umfjallanir um þær, en fjölmiðlar gera sér mikinn mat úr þeim. Það vonda er að þessar kannanir virðast ætla ýta sumum út í þá vitleysu að kjósa á einhvern hátt taktískt, þ.e.a.s. ekki með einum frambjóðanda, heldur gegn öðrum. Þetta er auðvitað sérstaklega slæmt í ljósi þess að kannanir ná einfaldlega ekki nógu vel utan um raunverulega stöðu mála. Við sáum það bersýnilega í forsetakosningunum 2016 þar sem allt annað kom upp úr kössunum á kjördag og mun mjórra var á munum en kannanir höfðu sýnt örfáum dögum áður. Þannig þarf ekki mikið að breytast núna til þess að allir fimm efstu frambjóðendurnir ættu möguleika á að sigra þann 1. júní. Því er eðlilegt að spyrja hvort þú ætlir að láta kannanir sem hafa rangt fyrir sér ráða því hvern þú kýst? Ég vil að forseti Íslands sé alþýðleg manneskja, hlý og góð. Ekki spillir fyrir ef viðkomandi er skemmtilegur líka, en það eru alþýðleikinn og heilindin sem mér finnst mestu máli skipta. Og það merkilega er að það eru einmitt þeir kostir sem ekki er hægt að kenna og fylgja ekki með neinni gráðu. Forseti Íslands blæs þjóðinni þor í brjóst þegar áföll dynja yfir og fagnar með henni og gleðst á góðum stundum. Þannig mætti að einhverju leyti líkja því að verða forseti við foreldrahlutverkið, í þeim skilningi að það er engin uppskrift að undirbúningi og það mikilvægasta af öllu er að vera til staðar og lesa í þarfir og stemningu hverju sinni. Og nú stöndum við frammi fyrir því að velja okkur forseta. Margt gott fólk er í framboði og ég tek alúðlega undir það ákall að við sýnum öllum frambjóðendum, eins og fólki almennt, virðingu og kurteisi og lyftum frekar kostum fólksins sem við styðjum en að lasta þau sem okkur líkar síður. En umfram allt skulum við kjósa þá manneskju sem okkur líst best á embættið. Við Íslendingar erum þekkt víða um heim fyrir okkar framlag í listum og menningu. Væri því ekki einmitt við hæfi að kjósa einstakan listamann, sem hefur glatt þjóðina og fangað tilfinningar hennar og viðhorf meira en flestir aðrir, á Bessastaði? Ég kynntist Jóni Gnarr þegar við lékum saman í Skugga-Sveini hjá Leikfélagi Akureyrar. Það var lífsins lukka, því að gjöfulli, hjartahlýrri, greindari og skemmtilegri samstarfsmann og vin er ekki hægt að hugsa sér. Hann er minn forseti og ég kýs hann af heilum hug og öllu hjarta. Það gleður mig líka að sjá að Jón er ótvíræður sigurvegari skuggakosninga í grunnskólum víða um land. “Ég held við ættum stundum að hlusta aðeins betur á hugrenningar þeirra sem erfa skulu land” söng nafni minn Vilhjálmsson. Það held ég nú! Hvert sem þitt atkvæði ratar þá vona ég að það endurspegli það sem þú vilt raunverulega sjá í embætti forseta Íslands! Höfundur er leikari og stuðningsmaður Jóns Gnarr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Nú dynja á okkur skoðanakannanir og umfjallanir um þær, en fjölmiðlar gera sér mikinn mat úr þeim. Það vonda er að þessar kannanir virðast ætla ýta sumum út í þá vitleysu að kjósa á einhvern hátt taktískt, þ.e.a.s. ekki með einum frambjóðanda, heldur gegn öðrum. Þetta er auðvitað sérstaklega slæmt í ljósi þess að kannanir ná einfaldlega ekki nógu vel utan um raunverulega stöðu mála. Við sáum það bersýnilega í forsetakosningunum 2016 þar sem allt annað kom upp úr kössunum á kjördag og mun mjórra var á munum en kannanir höfðu sýnt örfáum dögum áður. Þannig þarf ekki mikið að breytast núna til þess að allir fimm efstu frambjóðendurnir ættu möguleika á að sigra þann 1. júní. Því er eðlilegt að spyrja hvort þú ætlir að láta kannanir sem hafa rangt fyrir sér ráða því hvern þú kýst? Ég vil að forseti Íslands sé alþýðleg manneskja, hlý og góð. Ekki spillir fyrir ef viðkomandi er skemmtilegur líka, en það eru alþýðleikinn og heilindin sem mér finnst mestu máli skipta. Og það merkilega er að það eru einmitt þeir kostir sem ekki er hægt að kenna og fylgja ekki með neinni gráðu. Forseti Íslands blæs þjóðinni þor í brjóst þegar áföll dynja yfir og fagnar með henni og gleðst á góðum stundum. Þannig mætti að einhverju leyti líkja því að verða forseti við foreldrahlutverkið, í þeim skilningi að það er engin uppskrift að undirbúningi og það mikilvægasta af öllu er að vera til staðar og lesa í þarfir og stemningu hverju sinni. Og nú stöndum við frammi fyrir því að velja okkur forseta. Margt gott fólk er í framboði og ég tek alúðlega undir það ákall að við sýnum öllum frambjóðendum, eins og fólki almennt, virðingu og kurteisi og lyftum frekar kostum fólksins sem við styðjum en að lasta þau sem okkur líkar síður. En umfram allt skulum við kjósa þá manneskju sem okkur líst best á embættið. Við Íslendingar erum þekkt víða um heim fyrir okkar framlag í listum og menningu. Væri því ekki einmitt við hæfi að kjósa einstakan listamann, sem hefur glatt þjóðina og fangað tilfinningar hennar og viðhorf meira en flestir aðrir, á Bessastaði? Ég kynntist Jóni Gnarr þegar við lékum saman í Skugga-Sveini hjá Leikfélagi Akureyrar. Það var lífsins lukka, því að gjöfulli, hjartahlýrri, greindari og skemmtilegri samstarfsmann og vin er ekki hægt að hugsa sér. Hann er minn forseti og ég kýs hann af heilum hug og öllu hjarta. Það gleður mig líka að sjá að Jón er ótvíræður sigurvegari skuggakosninga í grunnskólum víða um land. “Ég held við ættum stundum að hlusta aðeins betur á hugrenningar þeirra sem erfa skulu land” söng nafni minn Vilhjálmsson. Það held ég nú! Hvert sem þitt atkvæði ratar þá vona ég að það endurspegli það sem þú vilt raunverulega sjá í embætti forseta Íslands! Höfundur er leikari og stuðningsmaður Jóns Gnarr.
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun