Nýja hægrið Davíð Bergmann skrifar 24. maí 2024 12:31 Núna í vikunni fékk ég ákveðin leiðarvísi hvar ég get staðsett mig í pólitíska litrófinu, þökk sé Halldóri Baldurssyni skopmyndateiknara. Í þætti Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í vikunni voru þeir Halldór Baldursson skopmyndateiknari á Visi.is og Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi að takast á um hvort það væri til endimörk tjáningarfrelsisins. Ástæðan fyrir þeirri umræðu var að Halldór teiknaði skopmynd af Arnari Þór í nasistabúning og birti á Visi.is. Ég ætla ekki að vera eyða fleiri orðum í þá umræðu heldur frekar að skora á fólk að hlusta á þessar samræður þeirra á milli á spilara Bylgjunnar. En núna ætla ég að snúa mér frekar að því hvað stóð upp úr í þessu samtali að mínu mati. Þarna heyrði ég í fyrsta sinn að núna væri til eitthvað sem heitir „Nýja hægrið“ gæti það verið nafn á nýjum stjórnmálaflokki fyrir vegalausa hægrimenn í næstu þingkosningum. Eða rúmast sú hugmyndafræði innan annara hægri stjórnmálaflokka sem fyrir eru hér á landi. Reyndar er leitun að slíkum flokki hér á landi sem við myndum kalla alvöru hægri flokk. Fyrir mig sem landflótta Sjálfstæðismann síðan að flokkurinn tók upp á því að fara í stjórnarsamstarf við VG, hefur það verið erfitt fyrir mig að staðsetja mig í pólitíkinni. En eftir að Halldór skilgreindi Arnar Þór Jónsson sem nýhægri sinnaðan og hann sagðist ekki vera einn um þá skoðun, verð ég að segja það að ég gæti eftir allt saman verið nýhægri sinnaður, samkvæmd þeirri skilgreiningu sem ég heyrði. En og aftur skora ég á fólk að hlusta á þáttinn til að átta sig á því hvað Halldór átti við, nema að ég hafi lesið svona vitlaust á milli lína. Ef það að vera nýhægri sinnaður að vilja það að hornsteinn samfélagsins sé fjölskyldan, þá já er ég það. Ef það að vera nýhægri sinnaður að vilja verja tungumálið fyrir woke-istum, þá já er ég það. Ef það að vera nýhægri sinnaður að halda því fram að kynin séu bara tvö, þá já er ég það. Ef það að vera nýhægri sinnaður að hafna aðild að Evrópu sambandinu, þá já er ég það. Ef það að vera nýhægri sinnaður að vilja herta innflytjendastefnu, þá já er ég það. Ef það er að vera nýhægri sinnaður að vilja draga úr umsvifum Ruv á fjölmiðlamarkaði, þá já er ég það. Ef það er að vera nýhægri sinnaður, að draga úr ríkisútgjöldum, þá já er ég það. Ef það er að vera nýhægri sinnaður, að vilja að athafnafrelsi sé virt og dregið sé úr ríkis afskiptum, þá já er ég það. Hvaða flokkur er það sem getur uppfyllt þetta í dag hér á landi? Þegar það er verið að tala um skautun í samfélaginu og orðræðu og tala nú ekki um "hatursorðræðu" þá er dagskrávaldið en í höndum góða fólksins. Öll skynsemi pólitík eins og hjá Geert Wilders og Viktor Orban, eða Giorgia Meloni á Ítalíu er kölluð öfgar og þau eru líka upphrópuð sem fasistar. En evrópa er að vakna upp við vondan draum innviðir stoðþjónustunnar þola ekki meira álag, það mun eitthvað undan láta fyrir rest. Muammar Gaddafi fyrrverandi einræðisherra sagði árið 2006 við þurfum ekki að lyfta sverði eða skjóta skoti þetta mun koma að sjálfum sér, við fjölgum okkur bara meira en þeir gera, þá munum við innleiða sharia lög á næstu 50 árum inn í Vesturheim. Ég hugsa að þetta sé að raungerast þið þurfið ekki nema að fara Evrópu til að sjá þessa þróun sem á sér stað og ég hugsa að áætlun Gaddafi sé að standast eftir allt saman. Höfundur er nýhægri sinnaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Núna í vikunni fékk ég ákveðin leiðarvísi hvar ég get staðsett mig í pólitíska litrófinu, þökk sé Halldóri Baldurssyni skopmyndateiknara. Í þætti Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í vikunni voru þeir Halldór Baldursson skopmyndateiknari á Visi.is og Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi að takast á um hvort það væri til endimörk tjáningarfrelsisins. Ástæðan fyrir þeirri umræðu var að Halldór teiknaði skopmynd af Arnari Þór í nasistabúning og birti á Visi.is. Ég ætla ekki að vera eyða fleiri orðum í þá umræðu heldur frekar að skora á fólk að hlusta á þessar samræður þeirra á milli á spilara Bylgjunnar. En núna ætla ég að snúa mér frekar að því hvað stóð upp úr í þessu samtali að mínu mati. Þarna heyrði ég í fyrsta sinn að núna væri til eitthvað sem heitir „Nýja hægrið“ gæti það verið nafn á nýjum stjórnmálaflokki fyrir vegalausa hægrimenn í næstu þingkosningum. Eða rúmast sú hugmyndafræði innan annara hægri stjórnmálaflokka sem fyrir eru hér á landi. Reyndar er leitun að slíkum flokki hér á landi sem við myndum kalla alvöru hægri flokk. Fyrir mig sem landflótta Sjálfstæðismann síðan að flokkurinn tók upp á því að fara í stjórnarsamstarf við VG, hefur það verið erfitt fyrir mig að staðsetja mig í pólitíkinni. En eftir að Halldór skilgreindi Arnar Þór Jónsson sem nýhægri sinnaðan og hann sagðist ekki vera einn um þá skoðun, verð ég að segja það að ég gæti eftir allt saman verið nýhægri sinnaður, samkvæmd þeirri skilgreiningu sem ég heyrði. En og aftur skora ég á fólk að hlusta á þáttinn til að átta sig á því hvað Halldór átti við, nema að ég hafi lesið svona vitlaust á milli lína. Ef það að vera nýhægri sinnaður að vilja það að hornsteinn samfélagsins sé fjölskyldan, þá já er ég það. Ef það að vera nýhægri sinnaður að vilja verja tungumálið fyrir woke-istum, þá já er ég það. Ef það að vera nýhægri sinnaður að halda því fram að kynin séu bara tvö, þá já er ég það. Ef það að vera nýhægri sinnaður að hafna aðild að Evrópu sambandinu, þá já er ég það. Ef það að vera nýhægri sinnaður að vilja herta innflytjendastefnu, þá já er ég það. Ef það er að vera nýhægri sinnaður að vilja draga úr umsvifum Ruv á fjölmiðlamarkaði, þá já er ég það. Ef það er að vera nýhægri sinnaður, að draga úr ríkisútgjöldum, þá já er ég það. Ef það er að vera nýhægri sinnaður, að vilja að athafnafrelsi sé virt og dregið sé úr ríkis afskiptum, þá já er ég það. Hvaða flokkur er það sem getur uppfyllt þetta í dag hér á landi? Þegar það er verið að tala um skautun í samfélaginu og orðræðu og tala nú ekki um "hatursorðræðu" þá er dagskrávaldið en í höndum góða fólksins. Öll skynsemi pólitík eins og hjá Geert Wilders og Viktor Orban, eða Giorgia Meloni á Ítalíu er kölluð öfgar og þau eru líka upphrópuð sem fasistar. En evrópa er að vakna upp við vondan draum innviðir stoðþjónustunnar þola ekki meira álag, það mun eitthvað undan láta fyrir rest. Muammar Gaddafi fyrrverandi einræðisherra sagði árið 2006 við þurfum ekki að lyfta sverði eða skjóta skoti þetta mun koma að sjálfum sér, við fjölgum okkur bara meira en þeir gera, þá munum við innleiða sharia lög á næstu 50 árum inn í Vesturheim. Ég hugsa að þetta sé að raungerast þið þurfið ekki nema að fara Evrópu til að sjá þessa þróun sem á sér stað og ég hugsa að áætlun Gaddafi sé að standast eftir allt saman. Höfundur er nýhægri sinnaður.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar