Alexandra hársbreidd frá bikarmeistaratitli en Fiorentina tapaði í vító Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2024 22:26 Alexandra Jóhannsdóttir í bikarúrslitaleiknum á móti Roma í kvöld. Hún lagði upp mark í leiknum. Getty/Alessandro Sabattini Íslenska landsliðskonan Alexandra Jóhannsdóttir og félagar hennar í Fiorentona voru í kvöld grátlega nálægt því að vinna ítalska bikarmeistaratitilinn en urðu að sætta sig við tap í vítakeppni. Alexandra lagði upp mark í bikarúrslitaleiknum. Leiknum endaði með 3-3 jafntefli en Roma vann vítakeppnina 4-3. Rómarliðið er því tvöfaldur meistari í ár. Roma vann ítölsku deildina með yfirburðum á þessu tímabili og endaði með 28 stigum meira en Fiorentina sem varð í þriðja sætinu. Fiorentina var hins vegar 3-1 yfir í leiknum en Fiorentina missti niður tveggja marka forystu í seinni hálfleik. Roma jafnaði metin á lokamínútu venjulegs leiktíma. GRAZIE a tutti i nostri tifosi per il vostro sostegno infinito! 💜 ♾️ ⚜️#ForzaViola 💜 #RomaFiorentina #CoppaItaliaFemminile pic.twitter.com/Qvam5xI35r— ACF Fiorentina Femminile (@ACF_Womens) May 24, 2024 Svíinn Madelen Janogy skoraði tvö mörk í leiknum og lagði líka upp fyrsta mark liðsins fyrir löndu sína Pauline Hammarlund. Hammarlund kom Fiorentina í 1-0 á 11. mínútu en Roma jafnaði níu mínútum síðar. Alexandra lagði upp seinna mark Janogy á 72. mínútu en það fyrra skoraði Janogy á 48. mínútu eftir sendingu frá Hammarlund. Staðan var því 3-1 og allt leit mjög vel út. Roma minnkaði muninn á 76. mínútu og jafnaði síðan með marki Evelyne Viens á 90. minútu. Það varð því að framlengja leikinn. Alexandra var tekin af velli í uppbótatíma í framlengingu og tók því ekki víti í vítakeppninni. Fiorentina klikkaði á fyrstu vitaspurninni í vítakeppninni og eftir það var á brattann að sækja. Rómverjar klikkuðu á þriðju spyrnu sinni og því var allt jafnt á ný. Fiorentina klikkaði aftur á móti á lokaspyrnu sinni og hina danska Sanne Troelsgaard tryggði Roma sigur með því að skora úr fimmtu spyrnu sinni. Ítalski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Sjá meira
Leiknum endaði með 3-3 jafntefli en Roma vann vítakeppnina 4-3. Rómarliðið er því tvöfaldur meistari í ár. Roma vann ítölsku deildina með yfirburðum á þessu tímabili og endaði með 28 stigum meira en Fiorentina sem varð í þriðja sætinu. Fiorentina var hins vegar 3-1 yfir í leiknum en Fiorentina missti niður tveggja marka forystu í seinni hálfleik. Roma jafnaði metin á lokamínútu venjulegs leiktíma. GRAZIE a tutti i nostri tifosi per il vostro sostegno infinito! 💜 ♾️ ⚜️#ForzaViola 💜 #RomaFiorentina #CoppaItaliaFemminile pic.twitter.com/Qvam5xI35r— ACF Fiorentina Femminile (@ACF_Womens) May 24, 2024 Svíinn Madelen Janogy skoraði tvö mörk í leiknum og lagði líka upp fyrsta mark liðsins fyrir löndu sína Pauline Hammarlund. Hammarlund kom Fiorentina í 1-0 á 11. mínútu en Roma jafnaði níu mínútum síðar. Alexandra lagði upp seinna mark Janogy á 72. mínútu en það fyrra skoraði Janogy á 48. mínútu eftir sendingu frá Hammarlund. Staðan var því 3-1 og allt leit mjög vel út. Roma minnkaði muninn á 76. mínútu og jafnaði síðan með marki Evelyne Viens á 90. minútu. Það varð því að framlengja leikinn. Alexandra var tekin af velli í uppbótatíma í framlengingu og tók því ekki víti í vítakeppninni. Fiorentina klikkaði á fyrstu vitaspurninni í vítakeppninni og eftir það var á brattann að sækja. Rómverjar klikkuðu á þriðju spyrnu sinni og því var allt jafnt á ný. Fiorentina klikkaði aftur á móti á lokaspyrnu sinni og hina danska Sanne Troelsgaard tryggði Roma sigur með því að skora úr fimmtu spyrnu sinni.
Ítalski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Sjá meira