Vilja banna snjallsíma fyrir yngri en 16 ára Lovísa Arnardóttir skrifar 25. maí 2024 08:53 Lagt er til að börnum yngri en 16 ára verði ekki heimilt að eiga farsíma eða vera á samfélagsmiðlum. Vísir/Getty Breskir þingmenn kalla nú eftir því að farsímar verði alfarið bannaðir fyrir börn sem eru 16 ára og yngri og bannaðir alveg í skólum. Þá er einnig kallað eftir því að aðgangur að samfélagsmiðlum verði bundinn við sama aldur. Meðlimir menntamálanefndar neðri deildar þingsins gáfu þessar ráðleggingar út í skýrslu sem kom út fyrr í vikunni. Þar er fjallað um áhrif skjátíma á menntun og velferð barna. Formaður nefndarinnar, Robin Walker, segir óhóflega skjánotkun hafa greinilega slæm áhrif á börn „Þetta er allt frá því að sjá klám til þess að gengi séu að nota samfélagsmiðla til að finna nýliða, það eru svo margar hættur á netinu. Þetta er erfitt fyrir foreldra og skólasamfélagið og yfirvöld verða að gera eitthvað til að aðstoða þau við að mæta þessari áskorun. Það gæti þurft róttækar breytingar, eins og að banna alfarið snjallsíma fyrir undir 16 ára,“ segir Walker í umfjöllun um málið á vef breska miðilsins Guardian. Símabann í skólum fært í lög Í skýrslu menntamálanefndar þingsins er enn fremur mælt með því að yfirvöld vinni með Ofcom, fjölmiðla- og fjarskiptaeftirliti Bretlands, um að setja nýjar reglur um notkun snjallsíma, hvers konar aðgang foreldrar geta haft að símum barna sinna og einhverja stýringu á því hvernig sé hægt að koma í veg fyrir að börn sjái eða finni óviðeigandi efni á netinu. Þá er einnig mælt með því í skýrslunni að símabann í skólum verði fært í lög. Stutt er síðan ráðherrar gáfu út leiðbeiningar til kennara um að banna notkun síma á meðan skólinn er í gangi. Þá segir einnig að með aðgerðunum verði að vera eitthvað eftirlit. „Ef niðurstaða þess er að bann sem ekki hefur verið fest í lög hafi ekki virkað sem skyldi eftir 12 mánuði, skulu yfirvöld bregðast við því fljótlega með því að kynna til leiks bann í lögum,“ segir í skýrslunni. Hvað varðar aðgengi að samfélagsmiðlum er þess óskað í skýrslunni að nefnd skoði það á þessu ári hvort 13 ára sé viðeigandi aldur til að byrja á samfélagsmiðlum og þannig leyfa fyrirtækjunum að fá persónuleg gögn þeirra. Aldursviðmið á flestum samfélagsmiðlum er 13 ára í Bretlandi en að á sama tíma sé samræðisaldur 16 ár, þau megi ekki keyra fyrr en þau eru 17 ára og verði að vera 18 ára til að kjósa. Miðað við það væri 16 ára betra viðmið fyrir samfélagsmiðla að mati þeirra sem skrifuðu skýrsluna. Fjórðungur þriggja og fjögurra ára með síma Í umfjöllun Guardian um skýrsluna segir að þar komi meðal annars fram að á tveggja ára tímabili, frá 2020 til 2022, hafi skjátími barna aukist um 52 prósent og rannsókn sýni að um fjórðungur barna sé háður símanum sínum. Þá kom einnig fram að um 79 prósent barna höfðu fyrir 18 ára aldur séð ofbeldisfullt klám í símanum sínum. Þá hefur Ofcom nýlega greint frá því að fjórðungur þriggja og fjögurra ára barna í Bretlandi eigi snjallsíma og að flest börn eigi slíkan síma fyrir 12 ára aldur. Um helmingur 13 ára barna í Bretlandi eru á samfélagsmiðlum. Bretland Tækni Réttindi barna Samfélagsmiðlar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Meðlimir menntamálanefndar neðri deildar þingsins gáfu þessar ráðleggingar út í skýrslu sem kom út fyrr í vikunni. Þar er fjallað um áhrif skjátíma á menntun og velferð barna. Formaður nefndarinnar, Robin Walker, segir óhóflega skjánotkun hafa greinilega slæm áhrif á börn „Þetta er allt frá því að sjá klám til þess að gengi séu að nota samfélagsmiðla til að finna nýliða, það eru svo margar hættur á netinu. Þetta er erfitt fyrir foreldra og skólasamfélagið og yfirvöld verða að gera eitthvað til að aðstoða þau við að mæta þessari áskorun. Það gæti þurft róttækar breytingar, eins og að banna alfarið snjallsíma fyrir undir 16 ára,“ segir Walker í umfjöllun um málið á vef breska miðilsins Guardian. Símabann í skólum fært í lög Í skýrslu menntamálanefndar þingsins er enn fremur mælt með því að yfirvöld vinni með Ofcom, fjölmiðla- og fjarskiptaeftirliti Bretlands, um að setja nýjar reglur um notkun snjallsíma, hvers konar aðgang foreldrar geta haft að símum barna sinna og einhverja stýringu á því hvernig sé hægt að koma í veg fyrir að börn sjái eða finni óviðeigandi efni á netinu. Þá er einnig mælt með því í skýrslunni að símabann í skólum verði fært í lög. Stutt er síðan ráðherrar gáfu út leiðbeiningar til kennara um að banna notkun síma á meðan skólinn er í gangi. Þá segir einnig að með aðgerðunum verði að vera eitthvað eftirlit. „Ef niðurstaða þess er að bann sem ekki hefur verið fest í lög hafi ekki virkað sem skyldi eftir 12 mánuði, skulu yfirvöld bregðast við því fljótlega með því að kynna til leiks bann í lögum,“ segir í skýrslunni. Hvað varðar aðgengi að samfélagsmiðlum er þess óskað í skýrslunni að nefnd skoði það á þessu ári hvort 13 ára sé viðeigandi aldur til að byrja á samfélagsmiðlum og þannig leyfa fyrirtækjunum að fá persónuleg gögn þeirra. Aldursviðmið á flestum samfélagsmiðlum er 13 ára í Bretlandi en að á sama tíma sé samræðisaldur 16 ár, þau megi ekki keyra fyrr en þau eru 17 ára og verði að vera 18 ára til að kjósa. Miðað við það væri 16 ára betra viðmið fyrir samfélagsmiðla að mati þeirra sem skrifuðu skýrsluna. Fjórðungur þriggja og fjögurra ára með síma Í umfjöllun Guardian um skýrsluna segir að þar komi meðal annars fram að á tveggja ára tímabili, frá 2020 til 2022, hafi skjátími barna aukist um 52 prósent og rannsókn sýni að um fjórðungur barna sé háður símanum sínum. Þá kom einnig fram að um 79 prósent barna höfðu fyrir 18 ára aldur séð ofbeldisfullt klám í símanum sínum. Þá hefur Ofcom nýlega greint frá því að fjórðungur þriggja og fjögurra ára barna í Bretlandi eigi snjallsíma og að flest börn eigi slíkan síma fyrir 12 ára aldur. Um helmingur 13 ára barna í Bretlandi eru á samfélagsmiðlum.
Bretland Tækni Réttindi barna Samfélagsmiðlar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira