Sverrir Ingi og félagar meistarar eftir ótrúlega lokaumferð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. maí 2024 17:10 Sverirr Ingi er Danmerkurmeistari 2024. @fcmidtjylland Lokaumferð umspilsins um Danska meistaratitilinn í fótbolta fór fram í dag. Midtjylland stendur uppi sem Danmerkurmeistari eftir hreint út sagt ruglaða lokaumferð þar sem liðið lenti 2-0 undir og allt stefndi í að Bröndby yrði danskur meistari. Sverrir Ingi og félagar gerðu hvað þeir gátu til að kasta titlinum frá sér. Liðið kom hins vegar til baka í síðustu tveimur leikjum sínum – sem báðir enduðu 3-3 – og náði þar með að tryggja sér danska meistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 2020. Sverrir Ingi og félagar byrjuðu leik dagsins gegn Stefáni Teiti Þórðarsyni og bikarmeisturum Silkeborgar hins vegar skelfilega. Um miðbik fyrri hálfleiks var staðan 0-2 og Silkeborg með öll völd á vellinum. Á sex mínútna kafla í síðari hálfleik skoruðu heimamenn þrjú mörk og á sama tíma var Bröndby óvænt að tapa gegn AGF. Silkeborg tókst að jafna metin í 3-3 og reyndust það lokatölur í Herning. Þar sem Bröndby tókst ekki að sigra AGF þá stendur Midtjylland uppi sem meistari en liðin voru jöfn að stigum fyrir lokaumferðina. VI HAR GJORT DET! 🏆#FCMSIF pic.twitter.com/q9x1pYnr1b— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) May 26, 2024 Sverrir Ingi spilaði allan leikinn í hjarta varnar Midtjylland á meðan Stefán Teitur lék allan leikinn í liði Silkeborgar. Þá lék Mikael Neville Anderson 85 mínútur í liði AGF. FC Kaupmannahöfn endar í 3. sæti eftir 1-1 jafntefli við Nordsjælland á heimavelli í dag. Með sigri hefðu gestirnir getað stolið 3. sætinu en það veitir þátttökurétt í Sambandsdeild Evrópu á komandi leiktíð. Orri Steinn Óskarsson lék allan leikinn sem fremsti maður hjá FCK á meðan Rúnar Alex Rúnarsson sat sem fastast á bekknum. Midtjylland vinnur mótið með 63 stig, Bröndby kemur þar á eftir með 62 stig, FCK með 59 og Nordsjælland með 58 stig. AGF er svo með 44 stig og Silkeborg aðeins 36 í 6. sæti. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Sjá meira
Sverrir Ingi og félagar gerðu hvað þeir gátu til að kasta titlinum frá sér. Liðið kom hins vegar til baka í síðustu tveimur leikjum sínum – sem báðir enduðu 3-3 – og náði þar með að tryggja sér danska meistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 2020. Sverrir Ingi og félagar byrjuðu leik dagsins gegn Stefáni Teiti Þórðarsyni og bikarmeisturum Silkeborgar hins vegar skelfilega. Um miðbik fyrri hálfleiks var staðan 0-2 og Silkeborg með öll völd á vellinum. Á sex mínútna kafla í síðari hálfleik skoruðu heimamenn þrjú mörk og á sama tíma var Bröndby óvænt að tapa gegn AGF. Silkeborg tókst að jafna metin í 3-3 og reyndust það lokatölur í Herning. Þar sem Bröndby tókst ekki að sigra AGF þá stendur Midtjylland uppi sem meistari en liðin voru jöfn að stigum fyrir lokaumferðina. VI HAR GJORT DET! 🏆#FCMSIF pic.twitter.com/q9x1pYnr1b— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) May 26, 2024 Sverrir Ingi spilaði allan leikinn í hjarta varnar Midtjylland á meðan Stefán Teitur lék allan leikinn í liði Silkeborgar. Þá lék Mikael Neville Anderson 85 mínútur í liði AGF. FC Kaupmannahöfn endar í 3. sæti eftir 1-1 jafntefli við Nordsjælland á heimavelli í dag. Með sigri hefðu gestirnir getað stolið 3. sætinu en það veitir þátttökurétt í Sambandsdeild Evrópu á komandi leiktíð. Orri Steinn Óskarsson lék allan leikinn sem fremsti maður hjá FCK á meðan Rúnar Alex Rúnarsson sat sem fastast á bekknum. Midtjylland vinnur mótið með 63 stig, Bröndby kemur þar á eftir með 62 stig, FCK með 59 og Nordsjælland með 58 stig. AGF er svo með 44 stig og Silkeborg aðeins 36 í 6. sæti.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Sjá meira