„Gerist ekki grátlegra“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. maí 2024 22:44 Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, og Stefán Árnason, aðstoðarþjálfari, fara yfir málin á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Diego Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var eðlilega súr eftir eins marks tap liðsins gegn FH í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í kvöld. „Ég veit ekki hvað er hægt að segja. Þetta gerist ekki grátlegra í leik þrjú í úrslitum. Þetta er bara ótrúlega svekkjandi og ekkert sem maður getur sagt annað en að við erum bara ótrúlega svekktir,“ sagði Gunnar í leikslok. „Mér fannst við spila leikinn frábærlega og ótrúlega svekkjandi að fá ekki neitt út úr þessu.“ Hann vill þó ekki meina að það hafi verið kæruleysi sem hafi orðið liðinu að falli þegar Símon Michael Guðjónsson slapp einn í gegn á síðustu sekúndunni og tryggði FH-ingum sigurinn. „Nei, ekkert kæruleysi. Við erum í sjö á sex og þeir eru að keyra á okkur og það fara tveir í Aron Pálmarsson. Það er ekkert skrýtið að menn hugsi þannig. Þetta er bara hröð miðja og við erum að skipta markverðinum inn á og þetta eru einhver sekúndubrot sem menn eru að taka þessar ákvarðanir. Þetta er bara hluti af þessu og eitthvað sem gerist. Það er margt annað sem fór með leikinn en þetta.“ „Þetta eru bara ótrúlega jöfn lið og það er stutt á milli í þessu. Svo bara stendur þetta og fellur með einhverju einu atriði í lokin. Heilt yfir er ég bara ánægður með drengina. Við spiluðum ótrúlega vel í kvöld.“ Þá hrósaði hann sínum mönnum einnig fyrir að hafa haldið forystunni stærstan hluta leiksins þrátt fyrir að vera tveimur til þremur mönnum færri á tímabili og þrátt fyrir að hans menn hafi ekki skorað fyrstu níu mínútur síðari hálfleiks. „Það er ótrúlegur karakter í þessum strákum. Þetta var erfitt augnablik í byrjun seinni og ég veit ekki af hverju við vorum lengi í gang. Það var erfitt og svíður aðeins núna. Svo varðandi þessa brottrekstra í fyrri þá bara fórum við aðeins fram úr okkur og vorum að brjóta klaufalega. Það getur gerst á bestu bæjum.“ „Við þurfum bara að vinna næsta leik, við byrjum bara á því. Það er bara næsti leikur og planið hefur ekkert breyst. Þetta eru hörkuleikir og við þurfum að fá frammistöðu til að vinna næsta leik. Það er bara áfram gakk hjá okkur og við trúum áfram. Okkar fólk kemur og styður okkur áfram og við höfum sýnt það margoft áður að við getum unnið lið eins og FH,“ sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla FH Afturelding Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
„Ég veit ekki hvað er hægt að segja. Þetta gerist ekki grátlegra í leik þrjú í úrslitum. Þetta er bara ótrúlega svekkjandi og ekkert sem maður getur sagt annað en að við erum bara ótrúlega svekktir,“ sagði Gunnar í leikslok. „Mér fannst við spila leikinn frábærlega og ótrúlega svekkjandi að fá ekki neitt út úr þessu.“ Hann vill þó ekki meina að það hafi verið kæruleysi sem hafi orðið liðinu að falli þegar Símon Michael Guðjónsson slapp einn í gegn á síðustu sekúndunni og tryggði FH-ingum sigurinn. „Nei, ekkert kæruleysi. Við erum í sjö á sex og þeir eru að keyra á okkur og það fara tveir í Aron Pálmarsson. Það er ekkert skrýtið að menn hugsi þannig. Þetta er bara hröð miðja og við erum að skipta markverðinum inn á og þetta eru einhver sekúndubrot sem menn eru að taka þessar ákvarðanir. Þetta er bara hluti af þessu og eitthvað sem gerist. Það er margt annað sem fór með leikinn en þetta.“ „Þetta eru bara ótrúlega jöfn lið og það er stutt á milli í þessu. Svo bara stendur þetta og fellur með einhverju einu atriði í lokin. Heilt yfir er ég bara ánægður með drengina. Við spiluðum ótrúlega vel í kvöld.“ Þá hrósaði hann sínum mönnum einnig fyrir að hafa haldið forystunni stærstan hluta leiksins þrátt fyrir að vera tveimur til þremur mönnum færri á tímabili og þrátt fyrir að hans menn hafi ekki skorað fyrstu níu mínútur síðari hálfleiks. „Það er ótrúlegur karakter í þessum strákum. Þetta var erfitt augnablik í byrjun seinni og ég veit ekki af hverju við vorum lengi í gang. Það var erfitt og svíður aðeins núna. Svo varðandi þessa brottrekstra í fyrri þá bara fórum við aðeins fram úr okkur og vorum að brjóta klaufalega. Það getur gerst á bestu bæjum.“ „Við þurfum bara að vinna næsta leik, við byrjum bara á því. Það er bara næsti leikur og planið hefur ekkert breyst. Þetta eru hörkuleikir og við þurfum að fá frammistöðu til að vinna næsta leik. Það er bara áfram gakk hjá okkur og við trúum áfram. Okkar fólk kemur og styður okkur áfram og við höfum sýnt það margoft áður að við getum unnið lið eins og FH,“ sagði Gunnar að lokum.
Olís-deild karla FH Afturelding Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira