Sjáðu lokasóknina ótrúlegu og senuþjófinn Kane í viðtali Óla Óla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2024 09:01 Ólafur Ólafsson og Deandre Kane fagna sigrinum í Smáranum í gærkvöldi. Vísir/Anton Brink Ólafur Ólafsson og félagar í Grindavík tryggðu sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild karla í körfubolta með dramatískum sigri á Valsmönnum í gærkvöldi. Valsmenn gátu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í leiknum en Grindvíkingar hafa unnið alla heimaleiki sína í úrslitakeppninni og héldu sigurgöngu sinni áfram fyrir framan troðfullan Smára í gær. „Óli, takk“ Subway Körfuboltakvöld fékk fyrirliða Grindavíkur í viðtal á háborðið eftir leik. „Hann er mættur til okkar Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindvíkinga. Óli ég ætla að fá að þakka þér innilega fyrir þetta. Við erum svo glaðir með þetta að fá einn leik í viðbót og fá oddaleik þriðja árið í röð. Óli, takk,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Mér líður afskaplega vel núna. Við komum inn í leikinn og ætluðum að vera með kraft og spila varnarleikinn sérstaklega af krafti. Vera hreyfanlegri í sókninni og mér fannst það bara ganga ágætlega á köflum. Það gekk á réttum kafla hér í endann og ég er bara mjög sáttur,“ sagði Ólafur. Hér fyrir neðan má sjá sigurkörfuna hjá Dedrick Basile. Klippa: Sigurkarfa Dedrick Basile í leik fjögur Þá á maður ekkert að vera í þessu Leikurinn var æsispennandi með fullt af dramatík en Ólafur vildi ekki meina að það tæki á taugarnar að spila svona leik. „Nei, nei. Þá á maður ekkert að vera í þessu. Ég vissi einhvern veginn að hann væri að fara hitta í horninu,“ sagði Ólafur um lokakörfuna. Grindavík missti boltann, stal honum strax aftur og Dedrick Basile setti niður þrist. Þeir horfðu síðan saman á þessa ótrúlegu atburðarás í lok leiksins. „Óli þú ert kominn hingað í settið til þess að ræða við okkur af því að þú ert skemmtilegur og leiðtoginn í liðinu. Play Air leiksins aftur á móti í boði Play er Dedrick Basile. Hann var frábær í þessum leik. Hann þorir að taka þessi stóru skot, hann ræðst á hringinn og þegar Kane meiðist þá steig hann upp,“ sagði Stefán Árni. Basile endaði leikinn með 32 stig og 7 stoðsendingar. Hann var langefstur hjá liðinu í báðum þessum mikilvægu tölfræðiþáttum. Hann er búinn að vera inn í sér „Hann fór að taka þessi mid-range skot. Hann er búinn að vera alltof mikið að stoppa í staðinn fyrir að halda áfram. Af því að hann er svo góður á mid-range. Ég sagði við hann eftir síðasta leik: Skjóttu þessum mid-range skotum, mér er alveg saman þótt þú hittir tveimur af tuttugu,“ sagði Ólafur. „Hann er búinn að vera inn í sér einhvern veginn. Hættu því og njóttu þess að spila fyrir framan þetta fólk. Talandi um Smárann og Valsheimilið. Þetta eru geggjuðustu húsin að spila í. Þetta er galið,“ sagði Ólafur. „Ég var lengi að átta mig á því hvað þetta væri stórt hús þegar við byrjuðum að æfa hérna. Þetta er risastórt hús,“ sagði Ólafur. Nuddaði axlirnar á Ólafi í miðju viðtali Deandre Kane mætti þá óvænt og truflaði Ólaf á háborðinu. Stefán Árni spurði hann hvernig hann hefði það. „Mér líður vel. Þetta var frábær sigur. Óli setti niður risastórt skot og það er hlutverk fyrirliðans,“ sagði Kane og nuddaði axlirnar á Ólafi. Það má sjá lokasókn Grindavíkur og allt viðtalið við Ólaf hér fyrir neðan. Klippa: Ólafur Ólafsson: Mér líður afskaplega vel núna Subway-deild karla Grindavík Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Sjá meira
Valsmenn gátu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í leiknum en Grindvíkingar hafa unnið alla heimaleiki sína í úrslitakeppninni og héldu sigurgöngu sinni áfram fyrir framan troðfullan Smára í gær. „Óli, takk“ Subway Körfuboltakvöld fékk fyrirliða Grindavíkur í viðtal á háborðið eftir leik. „Hann er mættur til okkar Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindvíkinga. Óli ég ætla að fá að þakka þér innilega fyrir þetta. Við erum svo glaðir með þetta að fá einn leik í viðbót og fá oddaleik þriðja árið í röð. Óli, takk,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Mér líður afskaplega vel núna. Við komum inn í leikinn og ætluðum að vera með kraft og spila varnarleikinn sérstaklega af krafti. Vera hreyfanlegri í sókninni og mér fannst það bara ganga ágætlega á köflum. Það gekk á réttum kafla hér í endann og ég er bara mjög sáttur,“ sagði Ólafur. Hér fyrir neðan má sjá sigurkörfuna hjá Dedrick Basile. Klippa: Sigurkarfa Dedrick Basile í leik fjögur Þá á maður ekkert að vera í þessu Leikurinn var æsispennandi með fullt af dramatík en Ólafur vildi ekki meina að það tæki á taugarnar að spila svona leik. „Nei, nei. Þá á maður ekkert að vera í þessu. Ég vissi einhvern veginn að hann væri að fara hitta í horninu,“ sagði Ólafur um lokakörfuna. Grindavík missti boltann, stal honum strax aftur og Dedrick Basile setti niður þrist. Þeir horfðu síðan saman á þessa ótrúlegu atburðarás í lok leiksins. „Óli þú ert kominn hingað í settið til þess að ræða við okkur af því að þú ert skemmtilegur og leiðtoginn í liðinu. Play Air leiksins aftur á móti í boði Play er Dedrick Basile. Hann var frábær í þessum leik. Hann þorir að taka þessi stóru skot, hann ræðst á hringinn og þegar Kane meiðist þá steig hann upp,“ sagði Stefán Árni. Basile endaði leikinn með 32 stig og 7 stoðsendingar. Hann var langefstur hjá liðinu í báðum þessum mikilvægu tölfræðiþáttum. Hann er búinn að vera inn í sér „Hann fór að taka þessi mid-range skot. Hann er búinn að vera alltof mikið að stoppa í staðinn fyrir að halda áfram. Af því að hann er svo góður á mid-range. Ég sagði við hann eftir síðasta leik: Skjóttu þessum mid-range skotum, mér er alveg saman þótt þú hittir tveimur af tuttugu,“ sagði Ólafur. „Hann er búinn að vera inn í sér einhvern veginn. Hættu því og njóttu þess að spila fyrir framan þetta fólk. Talandi um Smárann og Valsheimilið. Þetta eru geggjuðustu húsin að spila í. Þetta er galið,“ sagði Ólafur. „Ég var lengi að átta mig á því hvað þetta væri stórt hús þegar við byrjuðum að æfa hérna. Þetta er risastórt hús,“ sagði Ólafur. Nuddaði axlirnar á Ólafi í miðju viðtali Deandre Kane mætti þá óvænt og truflaði Ólaf á háborðinu. Stefán Árni spurði hann hvernig hann hefði það. „Mér líður vel. Þetta var frábær sigur. Óli setti niður risastórt skot og það er hlutverk fyrirliðans,“ sagði Kane og nuddaði axlirnar á Ólafi. Það má sjá lokasókn Grindavíkur og allt viðtalið við Ólaf hér fyrir neðan. Klippa: Ólafur Ólafsson: Mér líður afskaplega vel núna
Subway-deild karla Grindavík Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik