Minntist Murray eftir sigur á PGA-mótaröðinni: „Sorgardagur fyrir golfið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. maí 2024 11:31 Davis Riley vann sitt fyrsta PGA-mót í gær. getty/Sam Hodde Davis Riley minntist Graysons Murray eftir að hann hrósaði sigri á móti á PGA-mótaröðinni í gær. Murray féll frá á laugardaginn, aðeins þrítugur. Foreldrar Murrays greindu frá því að hann hefði svipt sig lífi á laugardaginn. Hann dró sig úr keppni á Charles Schwab Challenge á PGA-mótaröðinni daginn áður. Hann hafði þá leikið sextán holur á öðrum hring mótsins. Fráfall Murrays setti auðvitað sitt mark á síðasta keppnisdaginn á Charles Schwab Challenge. Kylfingar og kylfusveinar báru rauða og svarta borða á derhúfum sínum eða bolum til minningar um Murray. Hann klæddist oft rauðu og svörtu sem eru litir íshokkíliðsins Carolina Hurricanes. Murray var frá Norður-Karólínu. Riley varð hlutskarpastur á Charles Schwab Challenge og vann þar með sitt fyrsta mót á PGA-mótaröðinni á ferlinum. Eftir sigurinn nýtti hann tækifærið til að minnast Murrays. „Þetta er sorgardagur fyrir golfið. Ég sendi fjölskyldu hans mínar samúðarkveðjur. Það var klárlega eitthvað auka að spila fyrir í dag [í gær],“ sagði Riley sem lék samtals á fjórtán höggum undir pari. Hann var fimm höggum á undan Keegan Bradley og Scottie Scheffler. Murray vann tvö PGA-mót á ferlinum. Það síðara var Sony Open á Hawaii í janúar síðastliðnum. Áður hafði hann unnið Barbasol Championship fyrir sjö árum. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Golf Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Foreldrar Murrays greindu frá því að hann hefði svipt sig lífi á laugardaginn. Hann dró sig úr keppni á Charles Schwab Challenge á PGA-mótaröðinni daginn áður. Hann hafði þá leikið sextán holur á öðrum hring mótsins. Fráfall Murrays setti auðvitað sitt mark á síðasta keppnisdaginn á Charles Schwab Challenge. Kylfingar og kylfusveinar báru rauða og svarta borða á derhúfum sínum eða bolum til minningar um Murray. Hann klæddist oft rauðu og svörtu sem eru litir íshokkíliðsins Carolina Hurricanes. Murray var frá Norður-Karólínu. Riley varð hlutskarpastur á Charles Schwab Challenge og vann þar með sitt fyrsta mót á PGA-mótaröðinni á ferlinum. Eftir sigurinn nýtti hann tækifærið til að minnast Murrays. „Þetta er sorgardagur fyrir golfið. Ég sendi fjölskyldu hans mínar samúðarkveðjur. Það var klárlega eitthvað auka að spila fyrir í dag [í gær],“ sagði Riley sem lék samtals á fjórtán höggum undir pari. Hann var fimm höggum á undan Keegan Bradley og Scottie Scheffler. Murray vann tvö PGA-mót á ferlinum. Það síðara var Sony Open á Hawaii í janúar síðastliðnum. Áður hafði hann unnið Barbasol Championship fyrir sjö árum. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Golf Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira