Það skiptir máli hver er forseti landsins Unnar Geir Unnarsson skrifar 27. maí 2024 14:01 Forseti Íslands er fyrst og fremst sameiningartákn þjóðarinnar, manneskja sem við treystum til að tala máli þjóðarinnar allrar, ekki síst þeirra sem ekki hafa sterkustu röddina. Ég treysti Baldri Þórhallssyni algjörlega til að takast á við þetta vandasama og kröfuharða starf. Við öll hljótum að vilja búa í betri heimi, en ekkert gerist af sjálfu sér og ekki alltaf á torgum úti, heldur frekar þegar fólk hittist auglitis til auglitis og talar saman. Baldur Þórhallsson hefur vakið eftirtekt fyrir baráttu sína fyrir betra samfélagi og verið virkur í baráttu fyrir réttindum samkynhneigðra og hinsegin fólks. Skref fyrir skref með þolinmæði, sanngirni og réttsýni hefur Baldur náð árangri og tekið þátt í að móta betra samfélag fyrir öll. Fyrir það eiga Baldur og Felix báðir góðar þakkir skildar. Stjórnmálafræðingurinn Baldur Þórhallsson hefur yfirgripsmikla þekkingu á þeim tækifærum sem smáríkið Ísland stendur frammi fyrir. Líklega er hann fremstur allra fræðimanna í dag þegar kemur að málefnum smáríkja. Það skiptir máli þegar tala þarf máli Íslands að þar fari manneskja sem býr yfir slíkri þekkingu og nýtur virðingar fræðasamfélagsins en nær til allra með einlægni og ástríðu fyrir málstaðnum. Felix Bergsson, eiginmaður Baldurs, er harðduglegur maður, vel að máli farinn og gjafmildur á góð ráð og hlýju. Hann er einhver sem ég myndi vilja sjá standa við hliðina á forseta Íslands, rétt eins og ég hef fylgst með aðdáun á frú Elizu Reid vinna frábært starf síðustu átta árin. Baldur Þórhallsson býr tvímælalaust yfir þeim mannkostum og þekkingu sem forseti lýðveldisins þarf að hafa. Baldur er nógu fastur fyrir til að verja sjálfstæði embættisins, en hann býr einnig yfir þeirri reynslu og þroska til að hlusta á ólík sjónarmið og finna það sem sameinar okkur frekar en sundrar. Þess vegna kýs ég Baldur Þórhallsson.Höfundur er kjósandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Forseti Íslands er fyrst og fremst sameiningartákn þjóðarinnar, manneskja sem við treystum til að tala máli þjóðarinnar allrar, ekki síst þeirra sem ekki hafa sterkustu röddina. Ég treysti Baldri Þórhallssyni algjörlega til að takast á við þetta vandasama og kröfuharða starf. Við öll hljótum að vilja búa í betri heimi, en ekkert gerist af sjálfu sér og ekki alltaf á torgum úti, heldur frekar þegar fólk hittist auglitis til auglitis og talar saman. Baldur Þórhallsson hefur vakið eftirtekt fyrir baráttu sína fyrir betra samfélagi og verið virkur í baráttu fyrir réttindum samkynhneigðra og hinsegin fólks. Skref fyrir skref með þolinmæði, sanngirni og réttsýni hefur Baldur náð árangri og tekið þátt í að móta betra samfélag fyrir öll. Fyrir það eiga Baldur og Felix báðir góðar þakkir skildar. Stjórnmálafræðingurinn Baldur Þórhallsson hefur yfirgripsmikla þekkingu á þeim tækifærum sem smáríkið Ísland stendur frammi fyrir. Líklega er hann fremstur allra fræðimanna í dag þegar kemur að málefnum smáríkja. Það skiptir máli þegar tala þarf máli Íslands að þar fari manneskja sem býr yfir slíkri þekkingu og nýtur virðingar fræðasamfélagsins en nær til allra með einlægni og ástríðu fyrir málstaðnum. Felix Bergsson, eiginmaður Baldurs, er harðduglegur maður, vel að máli farinn og gjafmildur á góð ráð og hlýju. Hann er einhver sem ég myndi vilja sjá standa við hliðina á forseta Íslands, rétt eins og ég hef fylgst með aðdáun á frú Elizu Reid vinna frábært starf síðustu átta árin. Baldur Þórhallsson býr tvímælalaust yfir þeim mannkostum og þekkingu sem forseti lýðveldisins þarf að hafa. Baldur er nógu fastur fyrir til að verja sjálfstæði embættisins, en hann býr einnig yfir þeirri reynslu og þroska til að hlusta á ólík sjónarmið og finna það sem sameinar okkur frekar en sundrar. Þess vegna kýs ég Baldur Þórhallsson.Höfundur er kjósandi.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar