ALDIN kallar eftir loftslagsaðgerðum Árni Bragason, Halldór Reynisson, Heiðrun Guðmundsdóttir, Dagný Halldórsdóttir og Tryggvi Felixson skrifa 27. maí 2024 18:30 Nær daglega fáum við upplýsingar um válegar breytingar á loftslagi af mannavöldum. Ástandið er grafalvarlegt og ógnvekjandi. En viðbrögðin í engu samræmi við vandann sem blasir við okkur og ekki síst afkomendum okkar. „Aldin“ er heitið á ört stækkandi hreyfingu fólks sem komið er á þriðja aldursskeiðið. Mörg erum við afar og ömmur. Við höfum notið betri efnislegra lífsgæða en nokkur fyrri kynslóð Íslendinga. Við erum líka nógu gömul til að muna eftir býsna sjálfbærum lífstíl foreldra okkar. Við höfum upplifað breytingar sem við lengi vel héldum að væru eingöngu framfarir. Annað hefur komið á daginn. Þessar svokölluðu framfarir í lífskjörum gætu orðið dýru verði keyptar: reikningurinn lendir á komandi kynslóðum, barnabörnunum okkar. Við viljum leggja okkar lóð á vogaskálarnar til að þær breytingar sem þarf að innleiða komist sem fyrst til framkvæmda. Aldin er þekkingarsamfélag sem sprettur úr hópi náttúruunnenda og sérfræðinga sem hafa lifað langa starfsævi og búa að fjölbreyttri reynslu. Skipulag starfsins er frjálslegt og lagar sig að verkefnum á hverjum tíma en hefur að markmiði að miðla þekkingu og knýja á um raunhæfar lausnir í loftslagsmálum. Við erum viðbótarliðsveit við mikilvæg umhverfisverndarsamtök eins og Landvernd, Unga umhverfisverndarsinna og Náttúruverndarsamtök Íslands. Við höfum átt reglulega fundi undanfarin misseri, fræðst og rætt um hinar ýmsu hliðar hamfarahlýnunar og nauðsynlegar aðgerðir til að sporna við henni. En við gerum meira en að ræða vandann. Við ætlum okkur að vekja athygli á því hvernig stjórnvöldum, atvinnulífinu og almenningi gengur að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Einnig hvernig Íslandi gengur að standa við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum og að ná markmiðum sínum. Og við munum líka vekja athygli á því sem vel er gert og er til eftirbreytni. Aldin tekur þátt í Loftslagsdeginum í Hörpu 28. maí og veitir þar upplýsingar um hreyfinguna . Höfundar sitja í stýrihópi Aldins, eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nær daglega fáum við upplýsingar um válegar breytingar á loftslagi af mannavöldum. Ástandið er grafalvarlegt og ógnvekjandi. En viðbrögðin í engu samræmi við vandann sem blasir við okkur og ekki síst afkomendum okkar. „Aldin“ er heitið á ört stækkandi hreyfingu fólks sem komið er á þriðja aldursskeiðið. Mörg erum við afar og ömmur. Við höfum notið betri efnislegra lífsgæða en nokkur fyrri kynslóð Íslendinga. Við erum líka nógu gömul til að muna eftir býsna sjálfbærum lífstíl foreldra okkar. Við höfum upplifað breytingar sem við lengi vel héldum að væru eingöngu framfarir. Annað hefur komið á daginn. Þessar svokölluðu framfarir í lífskjörum gætu orðið dýru verði keyptar: reikningurinn lendir á komandi kynslóðum, barnabörnunum okkar. Við viljum leggja okkar lóð á vogaskálarnar til að þær breytingar sem þarf að innleiða komist sem fyrst til framkvæmda. Aldin er þekkingarsamfélag sem sprettur úr hópi náttúruunnenda og sérfræðinga sem hafa lifað langa starfsævi og búa að fjölbreyttri reynslu. Skipulag starfsins er frjálslegt og lagar sig að verkefnum á hverjum tíma en hefur að markmiði að miðla þekkingu og knýja á um raunhæfar lausnir í loftslagsmálum. Við erum viðbótarliðsveit við mikilvæg umhverfisverndarsamtök eins og Landvernd, Unga umhverfisverndarsinna og Náttúruverndarsamtök Íslands. Við höfum átt reglulega fundi undanfarin misseri, fræðst og rætt um hinar ýmsu hliðar hamfarahlýnunar og nauðsynlegar aðgerðir til að sporna við henni. En við gerum meira en að ræða vandann. Við ætlum okkur að vekja athygli á því hvernig stjórnvöldum, atvinnulífinu og almenningi gengur að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Einnig hvernig Íslandi gengur að standa við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum og að ná markmiðum sínum. Og við munum líka vekja athygli á því sem vel er gert og er til eftirbreytni. Aldin tekur þátt í Loftslagsdeginum í Hörpu 28. maí og veitir þar upplýsingar um hreyfinguna . Höfundar sitja í stýrihópi Aldins, eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun