Mér finnst á mig hlustað Tinna Martinsdóttir skrifar 28. maí 2024 07:31 Það eru breyttir tímar og í ólgusjó vil ég geta litið til forseta sem ég treysti. Leiðtoga sem ég veit að er meira en hæfur til að gegna embættinu. Þegar ég var í grunnskóla var hlýnun jarðar og endalok alls stóra málið - kvíði og stress fylgdu. Fyrsta árið mitt í háskóla var ég í fjarnámi þar sem heimurinn var undirlagður af Covid-faraldrinum – kvíði og stress fylgdu. Um það leyti sem ég var að útskrifast týndu jafnaldrar mínir lífi sínu í innrás og átökum í Úkraínu. Vonin um betri framtíð dvínaði sem og löngunin til að fæða börn inn í þennan heim. Mín kynslóð upplifir áhrifaleysi, framtíðin er okkar en okkur líður eins og við eigum ekki sæti við borðið. Þegar Baldur talar finnst mér á mig hlustað. Þegar hann hlustar líður mér eins og rödd mín skipti máli. Ég vil leiðtoga sem hugsar um framtíðina á sama hátt og Baldur, forseta sem hefur hugrekki til að standa með mannréttindum. Hann þekkir valdheimildir embættisins og veit hvernig lítil ríki eins og okkar geta haft áhrif í alþjóðakerfinu. Hann talar af fyrirhyggju og þekkingu um varnarmál, setur málefni barna og ungmenna í forgang og hugar að nýtingu auðlindanna okkar á sjálfbæran hátt. Ég vil fyrsta þjóðkjörna samkynhneigða forseta í heimi – vegna þess að það skiptir máli. Kynhneigð einhvers á aldrei að vera eina ástæðan fyrir kjöri; hins vegar getum við Íslendingar með atkvæði okkar sýnt mikilvægt fordæmi, ýtt undir nauðsynlegar breytingar og bjargað lífum. Í dag er samkynhneigð ólögleg í fleiri löndum en ekki og sums staðar refsiverð í ofanálag. Við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar – og ekki bara úti í heimi. Fólk sem trúir því að baráttu hinsegin fólks hérlendis sé lokið skjátlast því miður. Við höfum komist langt en fordómar, meðvitaðir og ómeðvitaðir, í garð hinsegin fólks eru vissulega til staðar í íslensku samfélagi. Baráttunni er ekki lokið. Verum fyrirmynd annara landa og sýnum að á Íslandi skiptir ekki máli hvern þú elskar, hver þú ert eða hvaðan þú ert – það sem skiptir máli er það sem þú hefur fram að færa. Ég er stolt af því að velja Baldur sem minn forseta. Ég vona að ungt fólk taki þátt í þessum kosningum, sama hvort að þau séu sammála mér eða ekki. Mætum á kjörstað 1. júní. Ef þú vilt ekki velja, mættu og skilaðu auðu. Mættu og notaðu kosningaréttinn þinn. Láttu heyra í þér því að rödd þín skiptir máli. Ég kýs Baldur. Ekki spurning. Höfundur er listamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Það eru breyttir tímar og í ólgusjó vil ég geta litið til forseta sem ég treysti. Leiðtoga sem ég veit að er meira en hæfur til að gegna embættinu. Þegar ég var í grunnskóla var hlýnun jarðar og endalok alls stóra málið - kvíði og stress fylgdu. Fyrsta árið mitt í háskóla var ég í fjarnámi þar sem heimurinn var undirlagður af Covid-faraldrinum – kvíði og stress fylgdu. Um það leyti sem ég var að útskrifast týndu jafnaldrar mínir lífi sínu í innrás og átökum í Úkraínu. Vonin um betri framtíð dvínaði sem og löngunin til að fæða börn inn í þennan heim. Mín kynslóð upplifir áhrifaleysi, framtíðin er okkar en okkur líður eins og við eigum ekki sæti við borðið. Þegar Baldur talar finnst mér á mig hlustað. Þegar hann hlustar líður mér eins og rödd mín skipti máli. Ég vil leiðtoga sem hugsar um framtíðina á sama hátt og Baldur, forseta sem hefur hugrekki til að standa með mannréttindum. Hann þekkir valdheimildir embættisins og veit hvernig lítil ríki eins og okkar geta haft áhrif í alþjóðakerfinu. Hann talar af fyrirhyggju og þekkingu um varnarmál, setur málefni barna og ungmenna í forgang og hugar að nýtingu auðlindanna okkar á sjálfbæran hátt. Ég vil fyrsta þjóðkjörna samkynhneigða forseta í heimi – vegna þess að það skiptir máli. Kynhneigð einhvers á aldrei að vera eina ástæðan fyrir kjöri; hins vegar getum við Íslendingar með atkvæði okkar sýnt mikilvægt fordæmi, ýtt undir nauðsynlegar breytingar og bjargað lífum. Í dag er samkynhneigð ólögleg í fleiri löndum en ekki og sums staðar refsiverð í ofanálag. Við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar – og ekki bara úti í heimi. Fólk sem trúir því að baráttu hinsegin fólks hérlendis sé lokið skjátlast því miður. Við höfum komist langt en fordómar, meðvitaðir og ómeðvitaðir, í garð hinsegin fólks eru vissulega til staðar í íslensku samfélagi. Baráttunni er ekki lokið. Verum fyrirmynd annara landa og sýnum að á Íslandi skiptir ekki máli hvern þú elskar, hver þú ert eða hvaðan þú ert – það sem skiptir máli er það sem þú hefur fram að færa. Ég er stolt af því að velja Baldur sem minn forseta. Ég vona að ungt fólk taki þátt í þessum kosningum, sama hvort að þau séu sammála mér eða ekki. Mætum á kjörstað 1. júní. Ef þú vilt ekki velja, mættu og skilaðu auðu. Mættu og notaðu kosningaréttinn þinn. Láttu heyra í þér því að rödd þín skiptir máli. Ég kýs Baldur. Ekki spurning. Höfundur er listamaður.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun