Kjósum Baldur fyrir unga fólkið Brynja Kristín Guðmundsdóttir skrifar 28. maí 2024 08:46 Fyrir ári missti ég son minn í sjálfsvígi, hann var 17 ára gamall. Hann var skemmtilegur, opinn og snerti mörg hjörtu með sínu frjálslega fasi en glímdi við ákveðnar áskoranir. Mörg voru hjálpleg, gripu hann á hinum ýmsu stöðum og gerðu meira en þau þurftu. Þrátt fyrir það var skrefið úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla mjög stórt. Mörg ungmenni týnast þegar á framhaldsskólastigið er komið. Framboð íþrótta og tómstunda er minna en þegar þau voru yngri og það er ekki sjálfsagt að þau fái sumarvinnu. Það getur leitt af sér að þau einangrast og vanlíðan eykst. Kerfið er þungt og þegar þau nálgast 18 ára sjálfræðisaldurinn þá eru sum engan veginn tilbúin til að vera flokkuð með fullorðnum og þurfa að leita eftir og nýta þá þjónustu sem fullorðnum ber að nota. Það er mér fátt ofar í huga en velferð og líðan ungmenna og þess vegna ætla ég að kjósa Baldur Þórhallsson í komandi forsetakosningum. Hann er með skýra sýn á hvernig hann mun nýta forsetaembættið í þágu ungs fólks og líðan þeirra verði hann kosinn. Það er staðreynd að mörgum börnum og ungmennum líður ekki vel. Það er sárt að sjá að mörg glíma við geðraskanir, vanlíðan eða verða útundan á einhvern hátt. Þegar þannig er fá þau ekki tækifæri til að njóta sín heldur verða ein og einangruð. Ég tel að liður í því að koma þessum hópi til hjálpar sé að leiða marga sem koma að málefnum barna og ungmenna saman. Skólar, framhaldsskólar, ríki, sveitafélög, íþrótta- og tómstundafélög, heilbrigðiskerfið, sálfræðingar og fleiri þurfa að taka höndum saman og gera miklu meira fyrir þennan hóp en hefur verið gert. Ég hef þekkt til Baldurs frá því ég var unglingur og ég veit að hann er maður verka og sátta. Þar má nefna að hann fór fyrir samtökunum´78 til að leita sátta við kirkjuna en þar á milli hafði verið gjá svo áratugum skipti. Hann hefur sjálfur staðið í mannréttindabaráttu í yfir 30 ár og ætlar sér að standa með þeim sem hallað er á í samfélaginu. Ég treysti Baldri fyrir þessu mikilvæga verkefni og veit að hann með Felix sér við hlið mun lyfta upp umræðunni um líðan barna og unglinga. Þeir þora að tala um það sem margir bara hugsa og munu ná árangri í því mikilvæga verkefni sem líðan barna og ungmenna er. Kjósum Baldur fyrir unga fólkið! Höfundur er innilegur stuðningsaðili Baldur Þórhallssonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Sjá meira
Fyrir ári missti ég son minn í sjálfsvígi, hann var 17 ára gamall. Hann var skemmtilegur, opinn og snerti mörg hjörtu með sínu frjálslega fasi en glímdi við ákveðnar áskoranir. Mörg voru hjálpleg, gripu hann á hinum ýmsu stöðum og gerðu meira en þau þurftu. Þrátt fyrir það var skrefið úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla mjög stórt. Mörg ungmenni týnast þegar á framhaldsskólastigið er komið. Framboð íþrótta og tómstunda er minna en þegar þau voru yngri og það er ekki sjálfsagt að þau fái sumarvinnu. Það getur leitt af sér að þau einangrast og vanlíðan eykst. Kerfið er þungt og þegar þau nálgast 18 ára sjálfræðisaldurinn þá eru sum engan veginn tilbúin til að vera flokkuð með fullorðnum og þurfa að leita eftir og nýta þá þjónustu sem fullorðnum ber að nota. Það er mér fátt ofar í huga en velferð og líðan ungmenna og þess vegna ætla ég að kjósa Baldur Þórhallsson í komandi forsetakosningum. Hann er með skýra sýn á hvernig hann mun nýta forsetaembættið í þágu ungs fólks og líðan þeirra verði hann kosinn. Það er staðreynd að mörgum börnum og ungmennum líður ekki vel. Það er sárt að sjá að mörg glíma við geðraskanir, vanlíðan eða verða útundan á einhvern hátt. Þegar þannig er fá þau ekki tækifæri til að njóta sín heldur verða ein og einangruð. Ég tel að liður í því að koma þessum hópi til hjálpar sé að leiða marga sem koma að málefnum barna og ungmenna saman. Skólar, framhaldsskólar, ríki, sveitafélög, íþrótta- og tómstundafélög, heilbrigðiskerfið, sálfræðingar og fleiri þurfa að taka höndum saman og gera miklu meira fyrir þennan hóp en hefur verið gert. Ég hef þekkt til Baldurs frá því ég var unglingur og ég veit að hann er maður verka og sátta. Þar má nefna að hann fór fyrir samtökunum´78 til að leita sátta við kirkjuna en þar á milli hafði verið gjá svo áratugum skipti. Hann hefur sjálfur staðið í mannréttindabaráttu í yfir 30 ár og ætlar sér að standa með þeim sem hallað er á í samfélaginu. Ég treysti Baldri fyrir þessu mikilvæga verkefni og veit að hann með Felix sér við hlið mun lyfta upp umræðunni um líðan barna og unglinga. Þeir þora að tala um það sem margir bara hugsa og munu ná árangri í því mikilvæga verkefni sem líðan barna og ungmenna er. Kjósum Baldur fyrir unga fólkið! Höfundur er innilegur stuðningsaðili Baldur Þórhallssonar.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun