Notaði niðrandi orð um samkynhneigða karla á lokuðum fundi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. maí 2024 07:04 Páfi fór fyrir messu á St. Péturstorgi á sunnudag. AP/Gregorio Borgia Frans páfi er sagður hafa notað lítilsvirðandi orð þegar viðræður stóðu yfir innan kaþólsku kirkjunnar um hvort hleypa ætti samkynhneigðum körlum inn í prestaskóla. Frá þessu greina miðlar á Ítalíu. Orðið lét páfi falla í síðustu viku, á lokuðum fundi með biskupum. Umræðuefnið var, eins og fyrr segir, hvort leyfa ætti samkynhneigðum körlum að innritast í skóla fyrir presta en málið hefur verið til umræðu meðal biskupa á Ítalíu. Frans er sagður hafa ítrekað andstöðu sína á fundinum og sagt að á sama tíma og það væri mikilvægt að kirkjan tæki öllum opnum örmum þá væri hætta á því að samkynhneigðir menn myndu freistast til að lifa tvöföldu lífi. Sagði hann svo í beinu framhaldi að það væri þegar of mikill „faggaháttur“ (í. frociaggine) innan skólanna. Ítalskir miðlar hafa haft eftir ónefndum biskupum að páfi hafi notað orðið í gríni en það þykir afar niðrandi og viðstaddir eru sagðir hafa verið hissa á orðanotkuninni. Einn biskup sagði í samtali við Corriere della Sera að það væri óvíst að páfi gerði sér grein fyrir því hversu lítilsvirðandi orðið væri. Biskuparnir eru sagðir hafa fundað í nóvember til að ræða það að hleypa samkynhneigðum körlum inn í prestanámið, svo lengi sem þeir „iðkuðu“ ekki kynhneigð sína, en páfi er sagður hafa sett sig upp á móti því. Frans hefur almennt þótt frjálslyndari gagnvart samkynhneigð en forverar hans og meðal annars heimilað prestum að blessa samkynja pör. Hann hefur hins vegar verið skýr með það að samkynhneigð sé ekki ásættanleg á meðal presta og talað um samkynneigð sem tískubólu. Ítalía Páfagarður Hinsegin Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Sjá meira
Frá þessu greina miðlar á Ítalíu. Orðið lét páfi falla í síðustu viku, á lokuðum fundi með biskupum. Umræðuefnið var, eins og fyrr segir, hvort leyfa ætti samkynhneigðum körlum að innritast í skóla fyrir presta en málið hefur verið til umræðu meðal biskupa á Ítalíu. Frans er sagður hafa ítrekað andstöðu sína á fundinum og sagt að á sama tíma og það væri mikilvægt að kirkjan tæki öllum opnum örmum þá væri hætta á því að samkynhneigðir menn myndu freistast til að lifa tvöföldu lífi. Sagði hann svo í beinu framhaldi að það væri þegar of mikill „faggaháttur“ (í. frociaggine) innan skólanna. Ítalskir miðlar hafa haft eftir ónefndum biskupum að páfi hafi notað orðið í gríni en það þykir afar niðrandi og viðstaddir eru sagðir hafa verið hissa á orðanotkuninni. Einn biskup sagði í samtali við Corriere della Sera að það væri óvíst að páfi gerði sér grein fyrir því hversu lítilsvirðandi orðið væri. Biskuparnir eru sagðir hafa fundað í nóvember til að ræða það að hleypa samkynhneigðum körlum inn í prestanámið, svo lengi sem þeir „iðkuðu“ ekki kynhneigð sína, en páfi er sagður hafa sett sig upp á móti því. Frans hefur almennt þótt frjálslyndari gagnvart samkynhneigð en forverar hans og meðal annars heimilað prestum að blessa samkynja pör. Hann hefur hins vegar verið skýr með það að samkynhneigð sé ekki ásættanleg á meðal presta og talað um samkynneigð sem tískubólu.
Ítalía Páfagarður Hinsegin Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Sjá meira