Hver á að vera minn forseti? Auður Aþena Einarsdóttir skrifar 28. maí 2024 11:00 Það er margt sem að við unga fólkið þurfum að hugsa um þegar viðkemur framtíðinni. Hvað langar mig að vinna við? hvaða banki er með bestu sparnaðarleiðina? Hvenær kemur lakkrís skólajógúrtið aftur? Allt þetta og meira þurfum við að pæla í og kynna okkur vel og vandlega en samt pælum við ekki jafn mikið og aðrar kynslóðir um hver á að vera næsti forseti Íslands. Já hver á að verða næsti forseti? Hver endurspeglar okkar gildi og tengir við þau málefni sem við brennum fyrir? Jón Gnarr er augljósi kosturinn fyrir unga fólkið og sá frambjóðandi sem að við þekkjum allra best. Jón hefur í áraraðir starfað í skemmtanabransanum og mörg þekkjum við hann sem Georg Bjarnfreðarson í Vöktunum eða sem ótal ógleymanlega karaktera í Fóstbræðrum eða þá úr Tvíhöfða. Jón Gnarr er skemmtilegasti maður landsins og hefur sýnt og sannað það að hann talar máli unga fólksins, skilur menningu okkar og húmorinn sem að er svo ótrúlega mikilvægt þegar kemur að vali á forseta. Ekki má gleyma því að Jón Gnarr var borgarstjóri Reykjavíkur og gegndi því embætti í heilt kjörtímabil og markaði það endurkomu stöðugleika í stjórn borgarinnar eftir stormasöm ár sem höfðu gengið á áður. Hann nálgaðist embættið með góðum húmor og gagnrýnni hugsun og náði að finna nýjar leiðir til að leysa gömul vandamál. Í daglegum störfum forseta er þetta einmitt sá hugsunarháttur sem að þarf til að ganga vel og ná vel til þjóðarinnar. Að kjósa Jón Gnarr er ekki bara atkvæði sem að týnist í fjöldanum, það er atkvæði fyrir opnara, skemmtilegra og lýðræðislegra samfélagi. Það er atkvæði fyrir framtíðina þar sem að allir, sérstaklega ungt fólk, getur fundið sér stað og rödd. Mætum á kjörstað, kjósum með sannfæringu og gefum honum von! Kjósum Gnarr. Höfundur er háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er margt sem að við unga fólkið þurfum að hugsa um þegar viðkemur framtíðinni. Hvað langar mig að vinna við? hvaða banki er með bestu sparnaðarleiðina? Hvenær kemur lakkrís skólajógúrtið aftur? Allt þetta og meira þurfum við að pæla í og kynna okkur vel og vandlega en samt pælum við ekki jafn mikið og aðrar kynslóðir um hver á að vera næsti forseti Íslands. Já hver á að verða næsti forseti? Hver endurspeglar okkar gildi og tengir við þau málefni sem við brennum fyrir? Jón Gnarr er augljósi kosturinn fyrir unga fólkið og sá frambjóðandi sem að við þekkjum allra best. Jón hefur í áraraðir starfað í skemmtanabransanum og mörg þekkjum við hann sem Georg Bjarnfreðarson í Vöktunum eða sem ótal ógleymanlega karaktera í Fóstbræðrum eða þá úr Tvíhöfða. Jón Gnarr er skemmtilegasti maður landsins og hefur sýnt og sannað það að hann talar máli unga fólksins, skilur menningu okkar og húmorinn sem að er svo ótrúlega mikilvægt þegar kemur að vali á forseta. Ekki má gleyma því að Jón Gnarr var borgarstjóri Reykjavíkur og gegndi því embætti í heilt kjörtímabil og markaði það endurkomu stöðugleika í stjórn borgarinnar eftir stormasöm ár sem höfðu gengið á áður. Hann nálgaðist embættið með góðum húmor og gagnrýnni hugsun og náði að finna nýjar leiðir til að leysa gömul vandamál. Í daglegum störfum forseta er þetta einmitt sá hugsunarháttur sem að þarf til að ganga vel og ná vel til þjóðarinnar. Að kjósa Jón Gnarr er ekki bara atkvæði sem að týnist í fjöldanum, það er atkvæði fyrir opnara, skemmtilegra og lýðræðislegra samfélagi. Það er atkvæði fyrir framtíðina þar sem að allir, sérstaklega ungt fólk, getur fundið sér stað og rödd. Mætum á kjörstað, kjósum með sannfæringu og gefum honum von! Kjósum Gnarr. Höfundur er háskólanemi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar