Kjósum Baldur fyrir öryggi okkar allra Ragnheiður Hergeirsdóttir skrifar 28. maí 2024 12:30 Baldur Þórhallsson leggur áherslu á að við sem þjóð þurfum efla viðbrögð okkar og viðnámsþrótt til að takast á við þær áskoranir sem íslensk náttúra og aðrar ógnir skapa. Hann hefur bent á að styrkleikar okkar á tímum áfalla geti að einhverju leyti hafa falist í því að hugsa „þetta reddast“, en að heimurinn í dag kalli á að við sýnum fyrirhyggju í þessum efnum. Ég var bæjarstjóri í Árborg árið 2008 þegar sterkir jarðskjálftar riðu yfir byggðarlagið. Eignatjón varð mikið en sem betur fer varð ekki manntjón. Skjálftarnir höfðu mikil áhrif á íbúa svæðisins og samfélagið allt, fjárhagslega, tilfinningalega og félagslega. Atburðirnir urðu okkur öllum sem upplifðu sterk áminning um hve mikilvægur undirbúningur er til að lágmarka tjón og erfiðleika þeirra sem eru þolendur slíkra áfalla. Þegar Covid brast á vorum við svo lánsöm að hér á landi voru til áætlanir um hvernig stjórnkerfin ættu að bregðast við faraldri og stjórnmálafólk bar gæfu til að fara eftir ráðgjöf vísindafólks um hvernig yrði best tekist á við faraldurinn. Í dag eru fyrirliggjandi vandaðar viðbragðsáætlanir fyrir ýmis áföll en eins og gosin á Reykjanesskaga hafa sýnt okkur þá geta afleiðingar slíkra hamfara bæði verið ófyrirsjáanlegar og langvarandi og áhrifin á líf þeirra sem í hlut eiga eru mikil. Íslenskar og alþjóðlegar rannsóknir á sviði áfallastjórnunar staðfesta svo ekki verður um villst að fyrirhyggja borgar sig. Það er því afar mikilvægt að eiga kost á að kjósa forseta sem hefur undanfarinn aldarfjórðung einbeitt sér að því að rannsaka og kenna hvernig smáríki getur brugðist við og eflt viðbrögð sín við vá. Baldur hefur lagt sérstaka áherslu á að við þurfum að efla viðbragðsaðila, jafnt opinbera aðila sem björgunarsveitir og Rauða Kross Íslands sem vinna ómetanlegt sjálfboðið starf. Forseti hefur áhrifavald og það hvaða mál hann setur á oddinn skiptir máli. Baldur hefur talað mjög skýrt um öryggismál þjóðarinnar og enginn þarf að efast um að hann mun nýta áhrifamátt forsetaembættisins á þessu sviði í þágu okkar allra. Ég hvet alla til að kynna sér framboð Baldurs og þá mikilvægu þekkingu sem hann býr yfir á sviði öryggismála. Kjósum Baldur til embættis forseta Íslands. Höfundur er félagsráðgjafi og hefur reynslu af stjórnun opinberra stofnana á tímum áfalla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Baldur Þórhallsson leggur áherslu á að við sem þjóð þurfum efla viðbrögð okkar og viðnámsþrótt til að takast á við þær áskoranir sem íslensk náttúra og aðrar ógnir skapa. Hann hefur bent á að styrkleikar okkar á tímum áfalla geti að einhverju leyti hafa falist í því að hugsa „þetta reddast“, en að heimurinn í dag kalli á að við sýnum fyrirhyggju í þessum efnum. Ég var bæjarstjóri í Árborg árið 2008 þegar sterkir jarðskjálftar riðu yfir byggðarlagið. Eignatjón varð mikið en sem betur fer varð ekki manntjón. Skjálftarnir höfðu mikil áhrif á íbúa svæðisins og samfélagið allt, fjárhagslega, tilfinningalega og félagslega. Atburðirnir urðu okkur öllum sem upplifðu sterk áminning um hve mikilvægur undirbúningur er til að lágmarka tjón og erfiðleika þeirra sem eru þolendur slíkra áfalla. Þegar Covid brast á vorum við svo lánsöm að hér á landi voru til áætlanir um hvernig stjórnkerfin ættu að bregðast við faraldri og stjórnmálafólk bar gæfu til að fara eftir ráðgjöf vísindafólks um hvernig yrði best tekist á við faraldurinn. Í dag eru fyrirliggjandi vandaðar viðbragðsáætlanir fyrir ýmis áföll en eins og gosin á Reykjanesskaga hafa sýnt okkur þá geta afleiðingar slíkra hamfara bæði verið ófyrirsjáanlegar og langvarandi og áhrifin á líf þeirra sem í hlut eiga eru mikil. Íslenskar og alþjóðlegar rannsóknir á sviði áfallastjórnunar staðfesta svo ekki verður um villst að fyrirhyggja borgar sig. Það er því afar mikilvægt að eiga kost á að kjósa forseta sem hefur undanfarinn aldarfjórðung einbeitt sér að því að rannsaka og kenna hvernig smáríki getur brugðist við og eflt viðbrögð sín við vá. Baldur hefur lagt sérstaka áherslu á að við þurfum að efla viðbragðsaðila, jafnt opinbera aðila sem björgunarsveitir og Rauða Kross Íslands sem vinna ómetanlegt sjálfboðið starf. Forseti hefur áhrifavald og það hvaða mál hann setur á oddinn skiptir máli. Baldur hefur talað mjög skýrt um öryggismál þjóðarinnar og enginn þarf að efast um að hann mun nýta áhrifamátt forsetaembættisins á þessu sviði í þágu okkar allra. Ég hvet alla til að kynna sér framboð Baldurs og þá mikilvægu þekkingu sem hann býr yfir á sviði öryggismála. Kjósum Baldur til embættis forseta Íslands. Höfundur er félagsráðgjafi og hefur reynslu af stjórnun opinberra stofnana á tímum áfalla.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun