Forsetinn minn Eygló Egilsdóttir skrifar 29. maí 2024 06:00 Ég kaus Höllu Tómasar fyrir átta árum. Fyrir tíma Covid. Áður en þjóðarleiðtogar á Íslandi og annars staðar tóku varasöm skref í átt að alræði. Áður en yfirvöld leyfðu embættismönnum, sem enginn kaus, að stýra nánast öllu lífi einstaklinga á Íslandi, og áður en það var ljóst að krumlur alþjóðasinna teygðu sig inn fyrir landamæri Íslands. Það hefur margt breyst á átta árum, samfélagið okkar, heimsmyndin og ég sjálf. Og afstaða mín er allt önnur í dag, ekki síst vegna atburða síðustu ára og þeirrar staðreyndar að fólk, sem gat og hefði átt að verja mig og almenning í landinu fyrir utanaðkomandi öflum og áföllum, gerði það alls ekki. Og hvern ætti ég þá að kjósa núna...? Ef ég nota útilokunaraðferðina, þá veit ég að ég mun í það minnsta ekki kjósa einstakling sem er nátengdur alþjóðasinnum sem fara ekki einu sinni sjálfir eftir leikreglum sem þeir setja fyrir almenning, nema að litlu leyti. - Því allir eru jafnir, en sumir eru jafnari en aðrir. Ég mun ekki kjósa einstakling sem í hlutverki sínu síðustu ár tók skref í átt að alræði og mun líklega aldrei þurfa að svara fyrir það í þessu embætti. Ég mun ekki kjósa einhvern sem kemur, þrátt fyrir allt, ótrúlega vel fyrir, eiginlega eins og handritið sé æft í þaula, einhvern sem talar alltaf mjög mikið en segir lítið. Ég mun ekki kjósa einhvern sem hefur verið álitsgjafi í stórum málum þjóðarinnar síðustu áratugi, en segist ekki muna hvar atkvæði sitt lenti í stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar síðan Ísland fékk lýðveldi. Hvernig gæti ég treyst einstaklingi sem hefur ekki betri dómgreind en það og þorir svo ekki að viðurkenna mistök sín? Ég mun ekki kjósa einstakling sem enga skoðun hefur á hlutum, engan innri áttavita, og ætlar alltaf að fara að ráðum síðasta ræðumanns. Það er alveg óljóst hvern væri verið að kjósa til valda á Bessastöðum. Ég mun hins vegar kjósa Arnar Þór, sem hefur yfirgripsmikla þekkingu, mikla mannkosti, sterka réttlætiskennd og skýran áttavita í lífinu. Hann er ótengdur valdaöflum og elítu, er algjörlega óhræddur við að fara eigin leiðir jafnvel þó þær séu óvinsælar hjá ráðandi öflum. Við þurfum meira af því í dag, að hér séu almennilega varin þau réttindi sem við fæðumst með. Ég treysti Arnari Þór vel til að fara vel með það vald sem Forseta Íslenska Lýðveldisins er falið. Hann mun gæta hagsmuna almennings, ekki valdhafa eða auðmanna. Ég hvet þig líka til að kjósa Arnar Þór, fyrir land og þjóð! Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Ég kaus Höllu Tómasar fyrir átta árum. Fyrir tíma Covid. Áður en þjóðarleiðtogar á Íslandi og annars staðar tóku varasöm skref í átt að alræði. Áður en yfirvöld leyfðu embættismönnum, sem enginn kaus, að stýra nánast öllu lífi einstaklinga á Íslandi, og áður en það var ljóst að krumlur alþjóðasinna teygðu sig inn fyrir landamæri Íslands. Það hefur margt breyst á átta árum, samfélagið okkar, heimsmyndin og ég sjálf. Og afstaða mín er allt önnur í dag, ekki síst vegna atburða síðustu ára og þeirrar staðreyndar að fólk, sem gat og hefði átt að verja mig og almenning í landinu fyrir utanaðkomandi öflum og áföllum, gerði það alls ekki. Og hvern ætti ég þá að kjósa núna...? Ef ég nota útilokunaraðferðina, þá veit ég að ég mun í það minnsta ekki kjósa einstakling sem er nátengdur alþjóðasinnum sem fara ekki einu sinni sjálfir eftir leikreglum sem þeir setja fyrir almenning, nema að litlu leyti. - Því allir eru jafnir, en sumir eru jafnari en aðrir. Ég mun ekki kjósa einstakling sem í hlutverki sínu síðustu ár tók skref í átt að alræði og mun líklega aldrei þurfa að svara fyrir það í þessu embætti. Ég mun ekki kjósa einhvern sem kemur, þrátt fyrir allt, ótrúlega vel fyrir, eiginlega eins og handritið sé æft í þaula, einhvern sem talar alltaf mjög mikið en segir lítið. Ég mun ekki kjósa einhvern sem hefur verið álitsgjafi í stórum málum þjóðarinnar síðustu áratugi, en segist ekki muna hvar atkvæði sitt lenti í stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar síðan Ísland fékk lýðveldi. Hvernig gæti ég treyst einstaklingi sem hefur ekki betri dómgreind en það og þorir svo ekki að viðurkenna mistök sín? Ég mun ekki kjósa einstakling sem enga skoðun hefur á hlutum, engan innri áttavita, og ætlar alltaf að fara að ráðum síðasta ræðumanns. Það er alveg óljóst hvern væri verið að kjósa til valda á Bessastöðum. Ég mun hins vegar kjósa Arnar Þór, sem hefur yfirgripsmikla þekkingu, mikla mannkosti, sterka réttlætiskennd og skýran áttavita í lífinu. Hann er ótengdur valdaöflum og elítu, er algjörlega óhræddur við að fara eigin leiðir jafnvel þó þær séu óvinsælar hjá ráðandi öflum. Við þurfum meira af því í dag, að hér séu almennilega varin þau réttindi sem við fæðumst með. Ég treysti Arnari Þór vel til að fara vel með það vald sem Forseta Íslenska Lýðveldisins er falið. Hann mun gæta hagsmuna almennings, ekki valdhafa eða auðmanna. Ég hvet þig líka til að kjósa Arnar Þór, fyrir land og þjóð! Höfundur er viðskiptafræðingur.
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun