Þingmeirihluti ANC í hættu í Suður-Afríku Lovísa Arnardóttir skrifar 29. maí 2024 08:29 Cyril Ramaphosa hefur verið forseti frá 2018. Hann er fimmti forseti landsins. Vísir/EPA Þingkosningar hófust í morgun í Suður-Afríku í skólum, félagsmiðstöðum, samkomuhúsum og stórum tjöldum á opnum svæðum. Kosningarnar eru taldar afar mikilvægar en í húfi er meirihlutastjórn ANC flokksins sem hefur verið við völd allt frá því að aðskilnaðarstefna var lögð af fyrir um 30 árum. Flokkurinn á nú undir högg að sækja frá hópi fólks vegna mikils ójöfnuðar í landinu. Áætlað er að um helmingur fólks í landinu búi við fátækt og að um 32 prósent séu atvinnulaus. Íbúar eru 62 milljónir alls. Mikill ójöfnuður, atvinnuleysi og fátækt hefur hlutfallslega meiri áhrif á svart fólk en hvítt í landinu og því hefur verið tekist á um þetta í kosningunum og gæti haft þær afleiðingar að flokkurinn sem lagði af aðskilnaðarstefnuna og lofaði jafnrétti fyrir alla gæti misst meirihluta sinn. Flokkurinn hefur sigrað í sex kosningum í röð en samkvæmt spám eru þau með rétt undir 50 prósent atkvæða. Miðað við þann árangur myndu þau missa meirihluta á þingi í fyrsta sinn. Missi þau meirihlutann þurfa þau að mynda meirihluta með öðrum flokki og það hafa þau aldrei gert. Flokkurinn fékk 57,5 prósent atkvæða í síðustu kosningum árið 2019 sem var versta niðurstaða flokksins í kosningum frá því þau fengu um 70 prósent atkvæða fyrir tuttugu árum. Lofar að gera betur Leiðtogi flokksins og forseti landsins, Ramaphosa, hefur lofað að gera betur og hefur beðið um meiri tíma og þolinmæði til að gera það. Kosið er til þings og svo kjósa þingmenn forseta. ANC hefur verið með meirihluta á þingi frá árinu 1994. Kosið er í dag og er áætlað að um 28 milljón manns muni taka þátt á 23 þúsund kjörstöðum. Lokaniðurstaðan úr kosningunum á að liggja fyrir um helgina, á sunnudag líklega. Cyril Ramaphosa hefur verið forseti frá 2018. Hann er fimmti forseti landsins.Vísir/EPA Fram kemur í umfjöllun AP að mótherjar ANC séu sterkir en ekki samheldnir. Því hefur ekki verið spáð að tveir stærstu flokkarnir, Lýðræðisbandalagið eða DA [e. the Democratic Alliance] og Efnahagsfrelsisbaráttumennirnir [e. Economic Freedom Fighters] muni fá nægilegt fylgi til að fara fram úr ANC. DA hefur myndað bandalag með öðrum flokkum um að sameina atkvæða sín gegn ANC en ekki er talið líklegt að það verði nóg til að fjarlægja ANC alveg úr ríkisstjórn. Kosningarnar eru þær sjöundu í Suður-Afríku þar sem fólk af öllum kynþáttum má kjósa. Kosningarnar hófust klukkan sjö í morgun og lýkur klukkan níu í kvöld, að staðartíma. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fór fram í gær og fyrradag. Um þrjú þúsund hermenn hafa verið sendir til að fylgjast með á kjörstöðum til að tryggja að kosningarnar gangi vel. Alls eru um 80 prósent íbúa í Suður-Afríku svört. Utan þeirra búa þar hvítt fólk, fólk af indverskum uppruna og fólk af tveimur eða fleiri kynþáttum. Alls eru tólf tungumál töluð í landinu. Á vef AP segir að Nelson Mandela, fyrsti svarti forseti landsins, hafi alltaf undirstrikað þennan fjölbreytileika, sagt hann fallegan og talað um að þau væru „Regnbogaþjóð“. Suður-Afríka Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Flokkurinn á nú undir högg að sækja frá hópi fólks vegna mikils ójöfnuðar í landinu. Áætlað er að um helmingur fólks í landinu búi við fátækt og að um 32 prósent séu atvinnulaus. Íbúar eru 62 milljónir alls. Mikill ójöfnuður, atvinnuleysi og fátækt hefur hlutfallslega meiri áhrif á svart fólk en hvítt í landinu og því hefur verið tekist á um þetta í kosningunum og gæti haft þær afleiðingar að flokkurinn sem lagði af aðskilnaðarstefnuna og lofaði jafnrétti fyrir alla gæti misst meirihluta sinn. Flokkurinn hefur sigrað í sex kosningum í röð en samkvæmt spám eru þau með rétt undir 50 prósent atkvæða. Miðað við þann árangur myndu þau missa meirihluta á þingi í fyrsta sinn. Missi þau meirihlutann þurfa þau að mynda meirihluta með öðrum flokki og það hafa þau aldrei gert. Flokkurinn fékk 57,5 prósent atkvæða í síðustu kosningum árið 2019 sem var versta niðurstaða flokksins í kosningum frá því þau fengu um 70 prósent atkvæða fyrir tuttugu árum. Lofar að gera betur Leiðtogi flokksins og forseti landsins, Ramaphosa, hefur lofað að gera betur og hefur beðið um meiri tíma og þolinmæði til að gera það. Kosið er til þings og svo kjósa þingmenn forseta. ANC hefur verið með meirihluta á þingi frá árinu 1994. Kosið er í dag og er áætlað að um 28 milljón manns muni taka þátt á 23 þúsund kjörstöðum. Lokaniðurstaðan úr kosningunum á að liggja fyrir um helgina, á sunnudag líklega. Cyril Ramaphosa hefur verið forseti frá 2018. Hann er fimmti forseti landsins.Vísir/EPA Fram kemur í umfjöllun AP að mótherjar ANC séu sterkir en ekki samheldnir. Því hefur ekki verið spáð að tveir stærstu flokkarnir, Lýðræðisbandalagið eða DA [e. the Democratic Alliance] og Efnahagsfrelsisbaráttumennirnir [e. Economic Freedom Fighters] muni fá nægilegt fylgi til að fara fram úr ANC. DA hefur myndað bandalag með öðrum flokkum um að sameina atkvæða sín gegn ANC en ekki er talið líklegt að það verði nóg til að fjarlægja ANC alveg úr ríkisstjórn. Kosningarnar eru þær sjöundu í Suður-Afríku þar sem fólk af öllum kynþáttum má kjósa. Kosningarnar hófust klukkan sjö í morgun og lýkur klukkan níu í kvöld, að staðartíma. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fór fram í gær og fyrradag. Um þrjú þúsund hermenn hafa verið sendir til að fylgjast með á kjörstöðum til að tryggja að kosningarnar gangi vel. Alls eru um 80 prósent íbúa í Suður-Afríku svört. Utan þeirra búa þar hvítt fólk, fólk af indverskum uppruna og fólk af tveimur eða fleiri kynþáttum. Alls eru tólf tungumál töluð í landinu. Á vef AP segir að Nelson Mandela, fyrsti svarti forseti landsins, hafi alltaf undirstrikað þennan fjölbreytileika, sagt hann fallegan og talað um að þau væru „Regnbogaþjóð“.
Suður-Afríka Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira