Það á að kjósa með Exi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 29. maí 2024 12:05 Sko bókstafnum X ekki með verkfærinu sem er notað til að höggva við, axarsköft eru bönnuð eins og að gera hjarta, broskarl, semja stöku eða strika yfir aðra frambjóðendur, bara eitt nett X á seðillinn TAKK. Það er bannað að taka mynd af kjörseðlinum og birta á netmiðlun á kjördag, það kallast kosningaáróður á kjörstað en það er alveg bannað. Vonandi mæta ungir sem aldnir, þið unga fólkið okkar endilega nýta kosningaréttinn þó ekki væri nema að máta sig við hvernig þetta gengur fyrir sig. Allir ættu að skoða hvern frambjóðanda fyrir sig og hugsa hvort við viljum heyra og sjá þennan einstakling við öll hugsanleg og óhugsanleg tækifæri næstu fjögur árin eða svo. Það er að mörgu að hyggja, hvað þarf forseti að hafa til að bera? Vera mælskur, kunna að koma fyrir sig orði? Vera glæsilegur og þjóðinni til sóma innlends sem erlendis? Vera sameiningartákn og stoð í gleði sem og sorg? Vera höfðinglegur, einhver til að líta upp til? Vera hlutlaus? Vera skemmtilegur? Vera hugrakkur og djarfur þegar á reynir? Þetta mælir hvorki með né á móti frambjóðendunum tólf og útilokar engan þeirra, því föngulegan hóp af hæfu, góðu og glæsilegu fólki höfum við úr að velja, þetta er okkar lúxusvandamál. En það eru 12 í framboði ekki bara þessi sex sem birtast oftast á skjánum því þau eiga nóg af peningum og fjölmiðlar hampa þeim óspart. Hinir sex má sjá hér og mæli ég með að þið skoðið þeirra framboð vel. Forsetaframbjóðendurnir Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon, Helga Þórisdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Viktor Þórisson, sem kalla sig Meistaradeildina, halda sameiginlegan framboðsfund og kvöldvöku í Kolaportinu. Samstöðin sendir beint út frá fundinum á venjulegum útsendingartíma Rauða borðsins. Fundarstjóri er Margrét Örnólfsdóttir. Ég ætla ekki að segja ykkur hvern þið eigið að kjósa né hvern á ekki að kjósa, ég ætla ekki heldur að segja ykkur hvað ég ætla eða ætla ekki að kjósa, því ég vil ekki hafa áhrif á annara val. Þetta er ykkar val, látið kannanir, fjölmiðla, ættingja og síst af öllu mig hafa áhrif á ykkar val, kynnið ykkur málin, ræðið þau og veltið þeim fyrir ykkur, mátið þá við Bessastaði. Þegar í kjörklefann kemur lesið öll nöfnin 12, gefið ykkur tíma áður en þið veljið, þetta er ykkar val og engin sér hvað þið völduð. Munið að kjósa með hjartanu, NEI ég meina X "Öllu gríni fylgir einhver ánægja" eins og sagt var við mig um árið á Flateyri. Tylft fram sýna krafta bauð Þjóðinni úr að velja Stefnur sínar saman sauð Og kosti upp að telja Milli þeirra uppúr sauð Upphófust skítköst nokkur Umræðan frekar snauð lítið hjálpar okkur Höfundur er virkur í skoðanakönnunum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Sko bókstafnum X ekki með verkfærinu sem er notað til að höggva við, axarsköft eru bönnuð eins og að gera hjarta, broskarl, semja stöku eða strika yfir aðra frambjóðendur, bara eitt nett X á seðillinn TAKK. Það er bannað að taka mynd af kjörseðlinum og birta á netmiðlun á kjördag, það kallast kosningaáróður á kjörstað en það er alveg bannað. Vonandi mæta ungir sem aldnir, þið unga fólkið okkar endilega nýta kosningaréttinn þó ekki væri nema að máta sig við hvernig þetta gengur fyrir sig. Allir ættu að skoða hvern frambjóðanda fyrir sig og hugsa hvort við viljum heyra og sjá þennan einstakling við öll hugsanleg og óhugsanleg tækifæri næstu fjögur árin eða svo. Það er að mörgu að hyggja, hvað þarf forseti að hafa til að bera? Vera mælskur, kunna að koma fyrir sig orði? Vera glæsilegur og þjóðinni til sóma innlends sem erlendis? Vera sameiningartákn og stoð í gleði sem og sorg? Vera höfðinglegur, einhver til að líta upp til? Vera hlutlaus? Vera skemmtilegur? Vera hugrakkur og djarfur þegar á reynir? Þetta mælir hvorki með né á móti frambjóðendunum tólf og útilokar engan þeirra, því föngulegan hóp af hæfu, góðu og glæsilegu fólki höfum við úr að velja, þetta er okkar lúxusvandamál. En það eru 12 í framboði ekki bara þessi sex sem birtast oftast á skjánum því þau eiga nóg af peningum og fjölmiðlar hampa þeim óspart. Hinir sex má sjá hér og mæli ég með að þið skoðið þeirra framboð vel. Forsetaframbjóðendurnir Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon, Helga Þórisdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Viktor Þórisson, sem kalla sig Meistaradeildina, halda sameiginlegan framboðsfund og kvöldvöku í Kolaportinu. Samstöðin sendir beint út frá fundinum á venjulegum útsendingartíma Rauða borðsins. Fundarstjóri er Margrét Örnólfsdóttir. Ég ætla ekki að segja ykkur hvern þið eigið að kjósa né hvern á ekki að kjósa, ég ætla ekki heldur að segja ykkur hvað ég ætla eða ætla ekki að kjósa, því ég vil ekki hafa áhrif á annara val. Þetta er ykkar val, látið kannanir, fjölmiðla, ættingja og síst af öllu mig hafa áhrif á ykkar val, kynnið ykkur málin, ræðið þau og veltið þeim fyrir ykkur, mátið þá við Bessastaði. Þegar í kjörklefann kemur lesið öll nöfnin 12, gefið ykkur tíma áður en þið veljið, þetta er ykkar val og engin sér hvað þið völduð. Munið að kjósa með hjartanu, NEI ég meina X "Öllu gríni fylgir einhver ánægja" eins og sagt var við mig um árið á Flateyri. Tylft fram sýna krafta bauð Þjóðinni úr að velja Stefnur sínar saman sauð Og kosti upp að telja Milli þeirra uppúr sauð Upphófust skítköst nokkur Umræðan frekar snauð lítið hjálpar okkur Höfundur er virkur í skoðanakönnunum
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun