Hvetja fólk til að taka verðmerkingum í Hagkaup með fyrirvara Lovísa Arnardóttir skrifar 29. maí 2024 13:33 Verðmerkingar voru rangar í bæði Skeifunni og Kringlunni. Mynd/Hagkaup Alþýðusamband Íslands, ASÍ, segir verðmerkingar í Hagkaup óáreiðanlegar. Í einhverjum tilfellum séu tvær ólíkar verðmerkingar á sömu vöru í sömu verslun en slík dæmi finnist aðeins örsjaldan í öðrum verslunum. Í einu tilfelli hafi munurinn numið 260 krónum. Sektir hafi ekki dugað. ASÍ hvetur neytendur til að taka verðmerkingum í hillu í Hagkaup með fyrirvara. Í tilkynningu frá ASÍ segir að rangmerkt verð hafi oftast verið að finna á finna á pappírsverðmiðum í Hagkaup, en þó ekki eingöngu þar. Þetta er niðurstaða greiningar á gögnum sem verðlagseftirlit ASÍ hefur aflað undanfarnar vikur en þau fara í hverri viku í verslanir til að afla gagna. Í tilkynningu segir að við athugun á verðgögnum eftirlitsins frá aprílbyrjun hafi mátt finna mörg dæmi um tvö verð í sömu verslun sama dag. Langoftast var þar um Hagkaupsverslun að ræða. Eftirfarandi dæmi má nefna um tví-verðmerktar vörur: • Engifer, Hagkaup Spönginni: 1.399 krónur og 1.599 krónur. • Dökkt sykurlaust Valor súkkulaði, Hagkaup Smáratorgi: 419 krónur og 479 krónur. • Þristaterta, Hagkaup Kringlunni: 2.239 krónur og 2.499 krónur. • Móðir Náttúra indverskar pönnukökur, Hagkaup Kringlunni: 1.499 krónur og 1.579 krónur. Nokkrir tugir annarra vara fundust, til dæmis fleiri vörur frá Valor, aðrar frá Nóa Síríus, Kjörís Hlunkar, Ítalía Pestó og svo framvegis. Eins og gefur að líta er hér um alls kyns flokka að ræða og lítið mynstur annað en að yfirleitt er um pappírsmerkingar að ræða á að minnsta kosti öðru verðinu. Sektir hafi ekki dugað Í tilkynningu ASÍ segir að verðmerkingum Hagkaups hafi verið ábótavant lengi. Neytendastofa hafi framkvæmt athugun í nokkur skipti í fyrra í verslunum Hagkaups í Skeifunni og Kringlunni á tímabilinu febrúar til maí. Í júní hafi stofnunin beint þeim tilmælum til þeirra að koma verðmerkingum í rétt horf. Fyrirtækið var sektað um 150 þúsund krónur. „Sektir Neytendastofu í þessum tveimur málum námu 150.000 krónum, en það hefur ekki dugað til, því enn eru verðmerkingar óviðunandi í Hagkaupsverslunum. Verðlagseftirlitið brýnir því fyrir fólki að taka verðmerkingum í Hagkaup með fyrirvara og athuga sérstaklega við kassann hvort rétt verð sé rukkað,“ segir að lokum í tilkynningu ASÍ. Neytendur Verslun Reykjavík Matvöruverslun Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Í tilkynningu frá ASÍ segir að rangmerkt verð hafi oftast verið að finna á finna á pappírsverðmiðum í Hagkaup, en þó ekki eingöngu þar. Þetta er niðurstaða greiningar á gögnum sem verðlagseftirlit ASÍ hefur aflað undanfarnar vikur en þau fara í hverri viku í verslanir til að afla gagna. Í tilkynningu segir að við athugun á verðgögnum eftirlitsins frá aprílbyrjun hafi mátt finna mörg dæmi um tvö verð í sömu verslun sama dag. Langoftast var þar um Hagkaupsverslun að ræða. Eftirfarandi dæmi má nefna um tví-verðmerktar vörur: • Engifer, Hagkaup Spönginni: 1.399 krónur og 1.599 krónur. • Dökkt sykurlaust Valor súkkulaði, Hagkaup Smáratorgi: 419 krónur og 479 krónur. • Þristaterta, Hagkaup Kringlunni: 2.239 krónur og 2.499 krónur. • Móðir Náttúra indverskar pönnukökur, Hagkaup Kringlunni: 1.499 krónur og 1.579 krónur. Nokkrir tugir annarra vara fundust, til dæmis fleiri vörur frá Valor, aðrar frá Nóa Síríus, Kjörís Hlunkar, Ítalía Pestó og svo framvegis. Eins og gefur að líta er hér um alls kyns flokka að ræða og lítið mynstur annað en að yfirleitt er um pappírsmerkingar að ræða á að minnsta kosti öðru verðinu. Sektir hafi ekki dugað Í tilkynningu ASÍ segir að verðmerkingum Hagkaups hafi verið ábótavant lengi. Neytendastofa hafi framkvæmt athugun í nokkur skipti í fyrra í verslunum Hagkaups í Skeifunni og Kringlunni á tímabilinu febrúar til maí. Í júní hafi stofnunin beint þeim tilmælum til þeirra að koma verðmerkingum í rétt horf. Fyrirtækið var sektað um 150 þúsund krónur. „Sektir Neytendastofu í þessum tveimur málum námu 150.000 krónum, en það hefur ekki dugað til, því enn eru verðmerkingar óviðunandi í Hagkaupsverslunum. Verðlagseftirlitið brýnir því fyrir fólki að taka verðmerkingum í Hagkaup með fyrirvara og athuga sérstaklega við kassann hvort rétt verð sé rukkað,“ segir að lokum í tilkynningu ASÍ.
Neytendur Verslun Reykjavík Matvöruverslun Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira