Verndari samfélagssáttmálans Ásdís Hanna Pálsdóttir skrifar 29. maí 2024 18:15 Ég styð Baldur Þórhallsson til embættis forseta Íslands vegna þess að ég veit að hann verður þjóðinni góður liðsmaður á jafnréttisgrundvelli hér heima og ég veit líka að við verðum stolt af honum sem fulltrúa okkar á alþjóðavettvangi. Baldur sér forseta Íslands sem verndara samfélagssáttmálans, þeirra viðmiða sem við höfum komið okkur saman um og hafa reynst okkur svo vel. Hann lítur svo á að hlutverk forseta sé að tryggja að við horfum á það sem sameinar okkur, frekar en það sem sundrar. Það er falleg og auðmjúk sýn á æðsta embætti þjóðarinnar.Ég vil forseta sem stendur að baki þjóð sinni með jákvæðnina að vopni og er laus við allt dramb. Ég vil forseta sem hefur ávallt deilt kjörum með þjóð sinni en er líka vel heima í alþjóðamálum og hefur sérstaklega lagt sig fram um að skoða stöðu smáríkja í heiminum og hvernig þau geta látið til sín taka.Forsetinn er sameiningartákn og hann á beint og milliliðalaust samband við þjóðina. Hlutverk hans, öllu öðru framar, er að hafa heildarhagsmuni þjóðarinnar ávallt efst í huga. Við veljum okkur forseta sem mikilvægan hlekk í stjórnskipan okkar. Baldur er manna hæfastur til að gegna embættinu, allt líf hans og starf hingað til ber þess fagurt vitni. Ég veit líka að hann er kjarkmaður og ef Alþingi, í einhverju dægurþrasinu, fer fram úr sér og brýtur gegn samfélagssáttmálanum treysti ég honum til að vísa málum beint til þjóðarinnar. Hann hefur sjálfur sagt að þetta gæti til dæmis átt við ef til stæði að takmarka tjáningarfrelsi, réttindi kvenna eða hinsegin fólks. Okkur finnst það kannski fjarstæðukennt að slíkt gæti gerst, en því miður hefur nokkuð borið á bakslagi í mannréttindum af öllum toga undanfarin misseri og við eigum ekki að ganga út frá að við séum ónæm fyrir slíku. Forsetinn er varðmaður gildanna okkar og hann þarf að þekkja þau og vera reiðubúinn að tala tæpitungulaust fyrir þeim. Ég treysti Baldri Þórhallssyni manna best til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég styð Baldur Þórhallsson til embættis forseta Íslands vegna þess að ég veit að hann verður þjóðinni góður liðsmaður á jafnréttisgrundvelli hér heima og ég veit líka að við verðum stolt af honum sem fulltrúa okkar á alþjóðavettvangi. Baldur sér forseta Íslands sem verndara samfélagssáttmálans, þeirra viðmiða sem við höfum komið okkur saman um og hafa reynst okkur svo vel. Hann lítur svo á að hlutverk forseta sé að tryggja að við horfum á það sem sameinar okkur, frekar en það sem sundrar. Það er falleg og auðmjúk sýn á æðsta embætti þjóðarinnar.Ég vil forseta sem stendur að baki þjóð sinni með jákvæðnina að vopni og er laus við allt dramb. Ég vil forseta sem hefur ávallt deilt kjörum með þjóð sinni en er líka vel heima í alþjóðamálum og hefur sérstaklega lagt sig fram um að skoða stöðu smáríkja í heiminum og hvernig þau geta látið til sín taka.Forsetinn er sameiningartákn og hann á beint og milliliðalaust samband við þjóðina. Hlutverk hans, öllu öðru framar, er að hafa heildarhagsmuni þjóðarinnar ávallt efst í huga. Við veljum okkur forseta sem mikilvægan hlekk í stjórnskipan okkar. Baldur er manna hæfastur til að gegna embættinu, allt líf hans og starf hingað til ber þess fagurt vitni. Ég veit líka að hann er kjarkmaður og ef Alþingi, í einhverju dægurþrasinu, fer fram úr sér og brýtur gegn samfélagssáttmálanum treysti ég honum til að vísa málum beint til þjóðarinnar. Hann hefur sjálfur sagt að þetta gæti til dæmis átt við ef til stæði að takmarka tjáningarfrelsi, réttindi kvenna eða hinsegin fólks. Okkur finnst það kannski fjarstæðukennt að slíkt gæti gerst, en því miður hefur nokkuð borið á bakslagi í mannréttindum af öllum toga undanfarin misseri og við eigum ekki að ganga út frá að við séum ónæm fyrir slíku. Forsetinn er varðmaður gildanna okkar og hann þarf að þekkja þau og vera reiðubúinn að tala tæpitungulaust fyrir þeim. Ég treysti Baldri Þórhallssyni manna best til þess.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar