Margrét Helga hlýtur heiðursverðlaun Grímunnar Jón Þór Stefánsson skrifar 29. maí 2024 22:13 Margrét Helga Jóhannsdóttir hefur leikið yfir tvö hundruð hlutverk á 45 ára starfsferli. Margrét Helga Jóhannsdóttir hlaut heiðursverðlaun Grímunnar í kvöld. Það var Guðni Th. Jóhannesson sem veitti leikkonunni verðlaunin í Þjóðleikhúsinu. „Að hugsa sér. Ég sem er löngu komin fram yfir síðasta söludag að ég skuli fá þennan heiður. Ég væri ekki heiðarleg ef ég segði að mér þætti ekki vænt um það. Mér þykir virkilega vænt um það. Mér þykir vænt um hve mörg hlutverk ég hef fengið og mörg tækifæri með frábæru fólki, yfirleitt alltaf,“ sagði Margrét þegar hún tók á móti verðlaununum og uppskar hlátur. Á vef RÚV má sjá umsögn Grímuverðlaunanna, en þar kemur jafnframt fram að Margrét hafi leikið rúmlega tvö hundruð hlutverk á sviði, í kvikmyndum, sjónvarpi og útvarpi á 45 ára starfsferli. Umsögn Grímunnar er eftirfarandi: Margrét Helga Jóhannsdóttir hlýtur heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands árið 2024. Hún er fædd árið 1940 og hefur frá unga aldri verið gripin leiklistaráhuga. Í starfi sínu hefur hún leikið yfir 200 hlutverk á sviði, í útvarpi, sjónvarpi og í kvikmyndum. Árið 1967 útskrifaðist Margrét Helga úr leiklistarskóla Þjóðleikhússins og hóf fljótlega störf við leikhúsið þar sem hún starfaði næstu fjögur árin. Árið 1972 hóf hún svo feril sinn hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó þar sem frumraun hennar var að leika Uglu í Atómstöðinni eftir Halldór Laxness. Verk Laxness áttu eftir að hafa mikil áhrif á feril hennar því hún hefur leikið fleiri hlutverk í verkum hans en nokkur annar leikari hér á landi. Árið 1987 lék hún í Dagur vonar, tímamótaverki Birgis Sigurðssonar í leikstjórn Stefáns Baldurssonar sem fékk mikla aðsókn og lof áhorfenda. Leikkonan vann ötullega fyrir því að safna fyrir nýju leikhúsi leikfélagsins með því að taka þátt í miðnætursýningum sem settar voru upp í Austurbíói. Við Borgarleikhúsið starfaði hún í nær 30 ár og sló meðal annars í gegn í einleiknum Sigrún Ástrós árið 1992, sem fluttur var fyrir fullu húsi í alls 119 skipti. Margrét Helga hafði frumkvæði af því að flytja verkið, þýða það og sviðsetja í samstarfi við Leikfélag Reykjavíkur. Söng- og danshæfileika hefur hún einnig næga og hlaut hún mikið lof fyrir hlutverk sitt Mamma Morthens í söngleiknum Chicago árið 2004 sem var sýndur á stóra sviði Borgarleikhússins. Stjarna Helgu Margrétar hefur einnig skinið skært á hvíta tjaldinu þar sem hún hefur leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta. Hún hefur hlotið Edduverðlaunin í tvígang; árið 1999 fyrir leik sinn í kvikmyndinni Englar alheimsins, og árið 2012 fyrir leik sinn í kvikmyndinni Eldfjall. Ásamt því að hafa verið tilnefnd nokkrum sinnum, meðal annars fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Bjarnfreðarson árið 2010. Þá lék hún einnig í kvikmyndunum Fúsi, Börn, Kristinhald undir jökli, Stella í Orlofi og Jón Oddur og Jón Bjarni, ásamt fjölda stuttmynda og sjónvarpsþátta. Leikkonan sem hér um ræðir hefur því átt farsælan og fjölbreyttan feril sem nær yfir rúm 45 ár. Hún er heiðruð fyrir framúrskarandi og ómetanleg störf í þágu íslenskrar leiklistar. Leikhús Bíó og sjónvarp Grímuverðlaunin Menning Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Að hugsa sér. Ég sem er löngu komin fram yfir síðasta söludag að ég skuli fá þennan heiður. Ég væri ekki heiðarleg ef ég segði að mér þætti ekki vænt um það. Mér þykir virkilega vænt um það. Mér þykir vænt um hve mörg hlutverk ég hef fengið og mörg tækifæri með frábæru fólki, yfirleitt alltaf,“ sagði Margrét þegar hún tók á móti verðlaununum og uppskar hlátur. Á vef RÚV má sjá umsögn Grímuverðlaunanna, en þar kemur jafnframt fram að Margrét hafi leikið rúmlega tvö hundruð hlutverk á sviði, í kvikmyndum, sjónvarpi og útvarpi á 45 ára starfsferli. Umsögn Grímunnar er eftirfarandi: Margrét Helga Jóhannsdóttir hlýtur heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands árið 2024. Hún er fædd árið 1940 og hefur frá unga aldri verið gripin leiklistaráhuga. Í starfi sínu hefur hún leikið yfir 200 hlutverk á sviði, í útvarpi, sjónvarpi og í kvikmyndum. Árið 1967 útskrifaðist Margrét Helga úr leiklistarskóla Þjóðleikhússins og hóf fljótlega störf við leikhúsið þar sem hún starfaði næstu fjögur árin. Árið 1972 hóf hún svo feril sinn hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó þar sem frumraun hennar var að leika Uglu í Atómstöðinni eftir Halldór Laxness. Verk Laxness áttu eftir að hafa mikil áhrif á feril hennar því hún hefur leikið fleiri hlutverk í verkum hans en nokkur annar leikari hér á landi. Árið 1987 lék hún í Dagur vonar, tímamótaverki Birgis Sigurðssonar í leikstjórn Stefáns Baldurssonar sem fékk mikla aðsókn og lof áhorfenda. Leikkonan vann ötullega fyrir því að safna fyrir nýju leikhúsi leikfélagsins með því að taka þátt í miðnætursýningum sem settar voru upp í Austurbíói. Við Borgarleikhúsið starfaði hún í nær 30 ár og sló meðal annars í gegn í einleiknum Sigrún Ástrós árið 1992, sem fluttur var fyrir fullu húsi í alls 119 skipti. Margrét Helga hafði frumkvæði af því að flytja verkið, þýða það og sviðsetja í samstarfi við Leikfélag Reykjavíkur. Söng- og danshæfileika hefur hún einnig næga og hlaut hún mikið lof fyrir hlutverk sitt Mamma Morthens í söngleiknum Chicago árið 2004 sem var sýndur á stóra sviði Borgarleikhússins. Stjarna Helgu Margrétar hefur einnig skinið skært á hvíta tjaldinu þar sem hún hefur leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta. Hún hefur hlotið Edduverðlaunin í tvígang; árið 1999 fyrir leik sinn í kvikmyndinni Englar alheimsins, og árið 2012 fyrir leik sinn í kvikmyndinni Eldfjall. Ásamt því að hafa verið tilnefnd nokkrum sinnum, meðal annars fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Bjarnfreðarson árið 2010. Þá lék hún einnig í kvikmyndunum Fúsi, Börn, Kristinhald undir jökli, Stella í Orlofi og Jón Oddur og Jón Bjarni, ásamt fjölda stuttmynda og sjónvarpsþátta. Leikkonan sem hér um ræðir hefur því átt farsælan og fjölbreyttan feril sem nær yfir rúm 45 ár. Hún er heiðruð fyrir framúrskarandi og ómetanleg störf í þágu íslenskrar leiklistar.
Leikhús Bíó og sjónvarp Grímuverðlaunin Menning Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira