Baldur bak við þig stendur Hrund Þrándardóttir skrifar 30. maí 2024 08:31 Í aðdraganda forsetakosninga hafa tvær spurningar verið hvað mest áberandi varðandi framboð Baldurs. Af hverju Baldur OG Felix? Af hverju er verið að tala um að Baldur sé samkynhneigður? Byrjum á fyrri spurningunni: Af hverju erum við að tala um Baldur OG Felix? Allt í lagi, svolítið furðulegt eða hvað? Við höfum þó áður séð maka forsetaframbjóðenda gert hátt undir höfði í baráttunni um forsetaembættið. Eins og Baldri er von og vísa hefur hann verið skýr og heiðarlegur frá upphafi framboðs, þeir Felix eru að gera þetta saman. Auðvitað er Baldur forsetaframbjóðandinn, við kjósum hann og auðvitað verður embættið hans. Hann verður okkar forseti. En þegar forsetaframbjóðandi á maka þá er afar mikilvægt að vita eitthvað um hann og hafa vissu fyrir því að sá einstaklingur muni vinna að hagsmunum þjóðar við hlið forsetans. Það sem við vitum um Felix er m.a. þetta: Felix brennur fyrir málefnum barna og ungmenna og þar munu áherslur hans á Bessastöðum liggja. Hann er óumdeildur brautryðjandi í gerð barnaefnis sem hann hefur unnið af virðingu við börn með húmor í bland við mannréttindi og fræðslu. Hann hefur lagt áherslu á mikilvægi barnamenningar og tók þátt í verkefninu „List fyrir alla“ þar sem hann ferðaðist um landið með Gunnari Helgasyni, heimsótti grunnskóla og átti spjall við börn og unglinga m.a. um mikilvægi lesturs og fjölbreytt samfélag. Það þarf vart að fjölyrða um hversu dýrmæt og kærkomin þessi mikla reynsla hans og brennandi ástríða Felixar yrði á Bessastöðum. Felix er ásamt Baldri brautryðjandi í baráttu hinsegin fólks. Hann ruddi svo sannarlega brautir í kringum síðustu aldarmót þegar hann samdi, setti upp og lék í einleiknum „Hinn fullkomnir jafningi“ sem hvatti til umræðu um málefni samkynhneigðra hérlendis og erlendis og vakti verðskuldaða athygli. Felix hefur þar að auki verið óþreytandi baráttumaður fyrir hverskyns mannréttindum og haft sig þar í frammi með sýnilegum árangri. Nægir þar að nefna setu hans í stjórnum samtakanna Blátt áfram og Mannréttindaráðs Reykjavíkur. Þá er það líka þannig Baldur og Felix hafa í gegnum árin þurft að berjast fyrir tilverurétti sínum saman. Þannig hafa þeir m.a. þurft að réttlæta sambúð sína og berjast fyrir því að litið sé á þá sem foreldra barna sinna. Felix var í Greifunum og söng Útihátið. Felix er traustur fjölskyldumaður, hlýr og greiðvikinn. Felix á auðvelt með að hlusta og spjalla við allskonar fólk, við formleg og óformleg tilefni. Felix mun vera forsetamaki sem Íslendingar geta verið afar stoltir af. Þá er það seinni spurningin: Hvað kemur það umræðunni við að Baldur sé samkynhneigður? Nákvæmlega! Það á að sjálfsögðu ekki að skipta nokkru einasta máli. Baldur er forsetaframbjóðandi, ekki hommi í framboði. Í fullkomnum heimi þar sem virðing fyrir fólki þætti sjálfsögð og mannréttindi alls fólks virt þyrftum við ekki að ræða þetta. En því miður er það svo að umræðan sem hefur sprottið upp eftir að Baldur gaf kost á sér gefur okkur tilefni til að staldra við. Einhver vill ekki homma á Bessastaði, heldur fallega fjölskyldu. Annar vill sjá skautbúning á svölum forsetans. Enn annar vill sjá „gömlu góðu gildin“ (taka kosningaréttinn aftur af konum?? Brenna nornir á báli?). Allt of mörg ummæli hafa fallið sem ekki er hægt að hafa eftir. Þetta minnir óneitanlega á framboð Vigdísar Finnbogadóttur á sínum tíma þegar m.a. var spurt hvort ekki væri nauðsynlegt að forseti hefði frú sér við hlið og jú heldur betur þótti það við hæfi að frúin tæki á móti gestum á Bessastöðum og hellti upp á könnuna. Að kona væri forseti þótti mörgum fjarstæða. En hvað gerði íslenska þjóðin fyrir 44 árum – kaus konu í embættið, fyrst allra þjóða í heiminum. Og það sem við höfum verið stolt af því alla tíð síðan. Baldur hefur óteljandi kosti og mikilvæga fyrir embætti forseta. Hann er í senn vandaður, víðsýnn og vís, vill öllum vel, hlédrægur en um leið afar frambærilegur. Baldur er einfaldlega góður maður sem stendur með sínum, fjölskyldu, vinum og þjóð. Það að hann sé samkynhneigður er bara bónus. En um leið er það sko hreint ekkert bara heldur afar mikilvægt tækifæri fyrir íslensku þjóðina að senda sterk skilaboð til allra landsmanna og út í heim. Tækifæri til að kjósa hinsegin manneskju í embættið, fyrst allra þjóða í heiminum. Baldur mun vera forseti sem Íslendingar geta verið afar stoltir af - með Felix við hlið sér. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda forsetakosninga hafa tvær spurningar verið hvað mest áberandi varðandi framboð Baldurs. Af hverju Baldur OG Felix? Af hverju er verið að tala um að Baldur sé samkynhneigður? Byrjum á fyrri spurningunni: Af hverju erum við að tala um Baldur OG Felix? Allt í lagi, svolítið furðulegt eða hvað? Við höfum þó áður séð maka forsetaframbjóðenda gert hátt undir höfði í baráttunni um forsetaembættið. Eins og Baldri er von og vísa hefur hann verið skýr og heiðarlegur frá upphafi framboðs, þeir Felix eru að gera þetta saman. Auðvitað er Baldur forsetaframbjóðandinn, við kjósum hann og auðvitað verður embættið hans. Hann verður okkar forseti. En þegar forsetaframbjóðandi á maka þá er afar mikilvægt að vita eitthvað um hann og hafa vissu fyrir því að sá einstaklingur muni vinna að hagsmunum þjóðar við hlið forsetans. Það sem við vitum um Felix er m.a. þetta: Felix brennur fyrir málefnum barna og ungmenna og þar munu áherslur hans á Bessastöðum liggja. Hann er óumdeildur brautryðjandi í gerð barnaefnis sem hann hefur unnið af virðingu við börn með húmor í bland við mannréttindi og fræðslu. Hann hefur lagt áherslu á mikilvægi barnamenningar og tók þátt í verkefninu „List fyrir alla“ þar sem hann ferðaðist um landið með Gunnari Helgasyni, heimsótti grunnskóla og átti spjall við börn og unglinga m.a. um mikilvægi lesturs og fjölbreytt samfélag. Það þarf vart að fjölyrða um hversu dýrmæt og kærkomin þessi mikla reynsla hans og brennandi ástríða Felixar yrði á Bessastöðum. Felix er ásamt Baldri brautryðjandi í baráttu hinsegin fólks. Hann ruddi svo sannarlega brautir í kringum síðustu aldarmót þegar hann samdi, setti upp og lék í einleiknum „Hinn fullkomnir jafningi“ sem hvatti til umræðu um málefni samkynhneigðra hérlendis og erlendis og vakti verðskuldaða athygli. Felix hefur þar að auki verið óþreytandi baráttumaður fyrir hverskyns mannréttindum og haft sig þar í frammi með sýnilegum árangri. Nægir þar að nefna setu hans í stjórnum samtakanna Blátt áfram og Mannréttindaráðs Reykjavíkur. Þá er það líka þannig Baldur og Felix hafa í gegnum árin þurft að berjast fyrir tilverurétti sínum saman. Þannig hafa þeir m.a. þurft að réttlæta sambúð sína og berjast fyrir því að litið sé á þá sem foreldra barna sinna. Felix var í Greifunum og söng Útihátið. Felix er traustur fjölskyldumaður, hlýr og greiðvikinn. Felix á auðvelt með að hlusta og spjalla við allskonar fólk, við formleg og óformleg tilefni. Felix mun vera forsetamaki sem Íslendingar geta verið afar stoltir af. Þá er það seinni spurningin: Hvað kemur það umræðunni við að Baldur sé samkynhneigður? Nákvæmlega! Það á að sjálfsögðu ekki að skipta nokkru einasta máli. Baldur er forsetaframbjóðandi, ekki hommi í framboði. Í fullkomnum heimi þar sem virðing fyrir fólki þætti sjálfsögð og mannréttindi alls fólks virt þyrftum við ekki að ræða þetta. En því miður er það svo að umræðan sem hefur sprottið upp eftir að Baldur gaf kost á sér gefur okkur tilefni til að staldra við. Einhver vill ekki homma á Bessastaði, heldur fallega fjölskyldu. Annar vill sjá skautbúning á svölum forsetans. Enn annar vill sjá „gömlu góðu gildin“ (taka kosningaréttinn aftur af konum?? Brenna nornir á báli?). Allt of mörg ummæli hafa fallið sem ekki er hægt að hafa eftir. Þetta minnir óneitanlega á framboð Vigdísar Finnbogadóttur á sínum tíma þegar m.a. var spurt hvort ekki væri nauðsynlegt að forseti hefði frú sér við hlið og jú heldur betur þótti það við hæfi að frúin tæki á móti gestum á Bessastöðum og hellti upp á könnuna. Að kona væri forseti þótti mörgum fjarstæða. En hvað gerði íslenska þjóðin fyrir 44 árum – kaus konu í embættið, fyrst allra þjóða í heiminum. Og það sem við höfum verið stolt af því alla tíð síðan. Baldur hefur óteljandi kosti og mikilvæga fyrir embætti forseta. Hann er í senn vandaður, víðsýnn og vís, vill öllum vel, hlédrægur en um leið afar frambærilegur. Baldur er einfaldlega góður maður sem stendur með sínum, fjölskyldu, vinum og þjóð. Það að hann sé samkynhneigður er bara bónus. En um leið er það sko hreint ekkert bara heldur afar mikilvægt tækifæri fyrir íslensku þjóðina að senda sterk skilaboð til allra landsmanna og út í heim. Tækifæri til að kjósa hinsegin manneskju í embættið, fyrst allra þjóða í heiminum. Baldur mun vera forseti sem Íslendingar geta verið afar stoltir af - með Felix við hlið sér. Höfundur er sálfræðingur.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun