„Mig langaði bara ógeðslega mikið að verða Íslandsmeistari“ Hinrik Wöhler skrifar 29. maí 2024 23:51 Ásbjörn Friðriksson hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með FH, með þrettán ára millibili. vísir/diego Ásbjörn Friðriksson var vitaskuld kampakátur í Mosfellsbænum í kvöld eftir sigur FH á Aftureldingu og fyrsta Íslandsmeistaratitil FH í handbolta síðan 2011. „Ég er ekkert eðlilega ánægður með félagið í dag. Komum hérna og við vorum með helminginn í stúkunni á útivelli í fjórða leik. Spiluðum frábæran leik og þeir voru með bakið upp við vegg og við klárum þetta. Þetta var geðveikt, þvílíkt lið,“ sagði Ásbjörn eftir leikinn í kvöld. Ásbjörn var ánægður með spilamennskuna í kvöld og segir að þeir hafi verið með lausnir við flestu sem Mosfellingar buðu upp á. „Við áttum auðveldara með að skora, fannst mér. Heilt yfir í einvíginu, sérstaklega þegar Aron [Pálmarsson] er kominn og fleiri eru að draga vagninn. Þeir fara að mæta Aroni og þá þurfa aðrir að stíga upp og við gerðum það. Við vorum með fínar lausnir, við vorum búnir að æfa þetta og þetta kom ekki á óvart,“ bætti Ásbjörn við. „Við vorum með þokkalegir lausnir við öllu og hrikalega ánægður í vetur hvað við höfum verið góðir á parketinu þegar liðin henda í okkur óvæntum vörnum. Við höldum haus, spilum góðar sóknir og drullum okkur heim í vörn þar sem við erum bestir.“ Ásbjörn skoraði sjö mörk í kvöld og datt í gang undir lok leiks þegar hann skoraði þrjú mörk í röð á mikilvægum tímapunkti. Hvað gerðist undir lokin? „Mig langaði bara ógeðslega mikið að verða Íslandsmeistari, það er ekkert flóknara en það. Ég valdi mér einhverja gaura til að fara á og skotin hittu, það var bara frábært,“ sagði Ásbjörn. Það verða fagnaðarhöld fram á nótt hjá Hafnfirðingum og ætlar Ásbjörn að byrja á nokkrum sopum af kampavíni í klefanum. „Það verður fagnað með fjölskyldunni núna og svo erum við að fara að opna þetta kampavín í klefanum, ætli maður þurfi ekki að taka nokkra sopa af því,“ sagði Ásbjörn sposkur á svip. Olís-deild karla FH Afturelding Tengdar fréttir „Hann er bara svindkall í þessari deild“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með tapið í kvöld og telur að þetta hafi verið slakasti leikur liðsins í einvíginu. 29. maí 2024 23:25 „Ég held að ég hef sjaldan verið jafn glaður“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, sveif um á bleiku skýi eftir að hafa stýrt sínum mönnum til sigurs í Mosfellsbæ í kvöld og þar með tryggt fyrsta Íslandsmeistaratitil FH síðan 2011. 29. maí 2024 23:06 Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
„Ég er ekkert eðlilega ánægður með félagið í dag. Komum hérna og við vorum með helminginn í stúkunni á útivelli í fjórða leik. Spiluðum frábæran leik og þeir voru með bakið upp við vegg og við klárum þetta. Þetta var geðveikt, þvílíkt lið,“ sagði Ásbjörn eftir leikinn í kvöld. Ásbjörn var ánægður með spilamennskuna í kvöld og segir að þeir hafi verið með lausnir við flestu sem Mosfellingar buðu upp á. „Við áttum auðveldara með að skora, fannst mér. Heilt yfir í einvíginu, sérstaklega þegar Aron [Pálmarsson] er kominn og fleiri eru að draga vagninn. Þeir fara að mæta Aroni og þá þurfa aðrir að stíga upp og við gerðum það. Við vorum með fínar lausnir, við vorum búnir að æfa þetta og þetta kom ekki á óvart,“ bætti Ásbjörn við. „Við vorum með þokkalegir lausnir við öllu og hrikalega ánægður í vetur hvað við höfum verið góðir á parketinu þegar liðin henda í okkur óvæntum vörnum. Við höldum haus, spilum góðar sóknir og drullum okkur heim í vörn þar sem við erum bestir.“ Ásbjörn skoraði sjö mörk í kvöld og datt í gang undir lok leiks þegar hann skoraði þrjú mörk í röð á mikilvægum tímapunkti. Hvað gerðist undir lokin? „Mig langaði bara ógeðslega mikið að verða Íslandsmeistari, það er ekkert flóknara en það. Ég valdi mér einhverja gaura til að fara á og skotin hittu, það var bara frábært,“ sagði Ásbjörn. Það verða fagnaðarhöld fram á nótt hjá Hafnfirðingum og ætlar Ásbjörn að byrja á nokkrum sopum af kampavíni í klefanum. „Það verður fagnað með fjölskyldunni núna og svo erum við að fara að opna þetta kampavín í klefanum, ætli maður þurfi ekki að taka nokkra sopa af því,“ sagði Ásbjörn sposkur á svip.
Olís-deild karla FH Afturelding Tengdar fréttir „Hann er bara svindkall í þessari deild“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með tapið í kvöld og telur að þetta hafi verið slakasti leikur liðsins í einvíginu. 29. maí 2024 23:25 „Ég held að ég hef sjaldan verið jafn glaður“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, sveif um á bleiku skýi eftir að hafa stýrt sínum mönnum til sigurs í Mosfellsbæ í kvöld og þar með tryggt fyrsta Íslandsmeistaratitil FH síðan 2011. 29. maí 2024 23:06 Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
„Hann er bara svindkall í þessari deild“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með tapið í kvöld og telur að þetta hafi verið slakasti leikur liðsins í einvíginu. 29. maí 2024 23:25
„Ég held að ég hef sjaldan verið jafn glaður“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, sveif um á bleiku skýi eftir að hafa stýrt sínum mönnum til sigurs í Mosfellsbæ í kvöld og þar með tryggt fyrsta Íslandsmeistaratitil FH síðan 2011. 29. maí 2024 23:06