Tveir forsetar fyrir einn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 30. maí 2024 13:30 Forsetum lýðveldisins hefur gjarnan verið skipt í tvo hópa. Þá sem komið hafa úr stjórnmálum og hina sem komið hafa úr fræða- og menningarheiminum. Með Katrínu Jakobsdóttur fengi þjóðin í raun tvo fyrir einn í þeim efnum. Forseta með bæði mikla reynslu úr stjórnmálum, sem reynzt hefur þeim forsetum vel sem búið hafa að henni í störfum sínum fyrir þjóðina, og forseta sem látið hefur sér annt um menningu þjóðarinnar. Hvað reynslu af stjórnmálum annars varðar, svo ekki sé talað um mikla reynsla í þeim efnum líkt og Katrín býr yfir, getur hún reynzt afar dýrmætt veganesti í forsetaembættið. Forsetinn þarf þannig eðli málsins samkvæmt að eiga í ýmsum samskiptum við stjórnmálamenn og getur jafnvel staðið frammi fyrir mjög erfiðum áskorunum í þeim efnum. Við þær aðstæður getur komið sér afar vel að vita hvernig kaupin gerast þar. Fullyrða má að Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti lýðveldisins, hefði ekki vísað Icesave-samningunum í þjóðaratkvæði ef ekki hefði verið fyrir mikla reynslu hans úr heimi stjórnmálanna. Það skiptir máli að kunna mannganginn í þeim efnum, vera með þykkan pólitískan skráp og kippa sér ekki upp við það þó stjórnmálamenn láti glitta í tennurnar. Forsetinn þarf þá einfaldlega að geta sýnt þeim tennurnar á móti. Valdapólitíkus sem vill minni völd? Tveir forsetar Íslands voru þingmenn þegar þeir buðu sig fram til að gegna embættinu og höfðu auk þess báðir verið ráðherrar áður, þeir Ólafur Ragnar og Ásgeir Ásgeirsson. Meðal annars hafði Ásgeir gegnt embætti forsætisráðherra. Hvorugur sagði af sér þingmennsku fyrr en fyrir lá að þeir hefðu náð kjöri. Væntanlega hafa þeir viljað hafa vaðið fyrir neðan sig og geta haldið áfram á þingi næðu þeir ekki kjöri. Hins vegar sagði Katrín ekki einungis af sér sem forsætisráðherra í kjölfar þess að hún tilkynnti um framboð sitt til embættis forseta Íslands heldur einnig sem þingmaður mörgum vikum fyrir kjördag. Þá afsalaði hún sér enn fremur biðlaunum í kosningabaráttunni. Katrín hefði hæglega getað verið áfram þingmaður og ekki sagt af sér nema hún næði kjöri eins og Ólafur og Ásgeir en kaus þess í stað að setja nýtt fordæmi. Með öðrum orðum sagði Katrín af sér valdamesta embætti landsins til þess að eiga einungis möguleika á að vera kosin í líklega valdaminnsta embættið í lýðræðislegum kosningum. Þá sagði hún enn fremur af sér þingmennsku sem fyrr segir án þess að þurfa þess auk flokksformennsku. Engu að síður hefur Katrín meðal annars verið sökuð um það að vera „valdapólitíkus“. Hvaða valdapólitíkus hefði staðið þannig að málum? Til marks um vantrú á eigin málstað Málflutningur ófárra andstæðinga Katrínar í hennar garð, einkum að undanförnu, dæmir sig annars sjálfur. Eins og gróusögur sem síðan er ekki hægt að styðja neinum rökum þegar eftir því hefur verið gengið. Katrín hefur á sama tíma einfaldlega haldið sínu striki. Lagt áherzlu á málefnalega umræðu og ekki kallað mótherja sína ónefnum. Eins og hún lagði upp með strax í byrjun og hefur alltaf gert í gegnum tíðina. Til að mynda hefur því verið haldið fram að einhverjir úr kosningateymi Katrínar hafi reynt að fá einstaka frambjóðendur til þess að hætta við framboð sitt. Þegar kallað hefur verið eftir upplýsingum um það hverjir hafi þar verið að verki hefur verið fátt um svör. Á sama tíma kalla stuðningsmenn annarra frambjóðenda eftir því að fólk kjósi ekki eins og það sjálft vilji heldur þeirra frambjóðanda til að hindra kjör Katrínar! Framganga sem þessi er vitanlega fyrst og fremst til marks um örvæntingu þeirra sem þannig kjósa að halda á málum og vantrú þeirra á eigin málstað. Hefðu þeir raunverulega trú á eigin frambjóðendum þyrftu þeir ekki að kalla eftir því að þeir væru kosnir „taktískt“ til höfuðs Katrínu í stað þess að vera einfaldlega kosnir vegna þeirra eigin verðleika. Ég hef trú á því að kjósendur verðlauni ekki slíkt framferði á laugardaginn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Forsetum lýðveldisins hefur gjarnan verið skipt í tvo hópa. Þá sem komið hafa úr stjórnmálum og hina sem komið hafa úr fræða- og menningarheiminum. Með Katrínu Jakobsdóttur fengi þjóðin í raun tvo fyrir einn í þeim efnum. Forseta með bæði mikla reynslu úr stjórnmálum, sem reynzt hefur þeim forsetum vel sem búið hafa að henni í störfum sínum fyrir þjóðina, og forseta sem látið hefur sér annt um menningu þjóðarinnar. Hvað reynslu af stjórnmálum annars varðar, svo ekki sé talað um mikla reynsla í þeim efnum líkt og Katrín býr yfir, getur hún reynzt afar dýrmætt veganesti í forsetaembættið. Forsetinn þarf þannig eðli málsins samkvæmt að eiga í ýmsum samskiptum við stjórnmálamenn og getur jafnvel staðið frammi fyrir mjög erfiðum áskorunum í þeim efnum. Við þær aðstæður getur komið sér afar vel að vita hvernig kaupin gerast þar. Fullyrða má að Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti lýðveldisins, hefði ekki vísað Icesave-samningunum í þjóðaratkvæði ef ekki hefði verið fyrir mikla reynslu hans úr heimi stjórnmálanna. Það skiptir máli að kunna mannganginn í þeim efnum, vera með þykkan pólitískan skráp og kippa sér ekki upp við það þó stjórnmálamenn láti glitta í tennurnar. Forsetinn þarf þá einfaldlega að geta sýnt þeim tennurnar á móti. Valdapólitíkus sem vill minni völd? Tveir forsetar Íslands voru þingmenn þegar þeir buðu sig fram til að gegna embættinu og höfðu auk þess báðir verið ráðherrar áður, þeir Ólafur Ragnar og Ásgeir Ásgeirsson. Meðal annars hafði Ásgeir gegnt embætti forsætisráðherra. Hvorugur sagði af sér þingmennsku fyrr en fyrir lá að þeir hefðu náð kjöri. Væntanlega hafa þeir viljað hafa vaðið fyrir neðan sig og geta haldið áfram á þingi næðu þeir ekki kjöri. Hins vegar sagði Katrín ekki einungis af sér sem forsætisráðherra í kjölfar þess að hún tilkynnti um framboð sitt til embættis forseta Íslands heldur einnig sem þingmaður mörgum vikum fyrir kjördag. Þá afsalaði hún sér enn fremur biðlaunum í kosningabaráttunni. Katrín hefði hæglega getað verið áfram þingmaður og ekki sagt af sér nema hún næði kjöri eins og Ólafur og Ásgeir en kaus þess í stað að setja nýtt fordæmi. Með öðrum orðum sagði Katrín af sér valdamesta embætti landsins til þess að eiga einungis möguleika á að vera kosin í líklega valdaminnsta embættið í lýðræðislegum kosningum. Þá sagði hún enn fremur af sér þingmennsku sem fyrr segir án þess að þurfa þess auk flokksformennsku. Engu að síður hefur Katrín meðal annars verið sökuð um það að vera „valdapólitíkus“. Hvaða valdapólitíkus hefði staðið þannig að málum? Til marks um vantrú á eigin málstað Málflutningur ófárra andstæðinga Katrínar í hennar garð, einkum að undanförnu, dæmir sig annars sjálfur. Eins og gróusögur sem síðan er ekki hægt að styðja neinum rökum þegar eftir því hefur verið gengið. Katrín hefur á sama tíma einfaldlega haldið sínu striki. Lagt áherzlu á málefnalega umræðu og ekki kallað mótherja sína ónefnum. Eins og hún lagði upp með strax í byrjun og hefur alltaf gert í gegnum tíðina. Til að mynda hefur því verið haldið fram að einhverjir úr kosningateymi Katrínar hafi reynt að fá einstaka frambjóðendur til þess að hætta við framboð sitt. Þegar kallað hefur verið eftir upplýsingum um það hverjir hafi þar verið að verki hefur verið fátt um svör. Á sama tíma kalla stuðningsmenn annarra frambjóðenda eftir því að fólk kjósi ekki eins og það sjálft vilji heldur þeirra frambjóðanda til að hindra kjör Katrínar! Framganga sem þessi er vitanlega fyrst og fremst til marks um örvæntingu þeirra sem þannig kjósa að halda á málum og vantrú þeirra á eigin málstað. Hefðu þeir raunverulega trú á eigin frambjóðendum þyrftu þeir ekki að kalla eftir því að þeir væru kosnir „taktískt“ til höfuðs Katrínu í stað þess að vera einfaldlega kosnir vegna þeirra eigin verðleika. Ég hef trú á því að kjósendur verðlauni ekki slíkt framferði á laugardaginn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun