Samstarf

Ný og glæsi­leg Icebrea­ker deild opnar í dag

GG Sport
Í dag, fimmtudaginn 30. maí, opnar GG Sport, nýja og glæsilega Icebreaker deild í verslun sinni við Smiðjuveg 8 í Kópavogi. Kíktu við og skoðaðu glæsilegt vöruúrval.
Í dag, fimmtudaginn 30. maí, opnar GG Sport, nýja og glæsilega Icebreaker deild í verslun sinni við Smiðjuveg 8 í Kópavogi. Kíktu við og skoðaðu glæsilegt vöruúrval.

Icebreaker ullarvörurnar eru gæðaflíkur frá Nýja-Sjálandi sem hafa svo sannarlega slegið í gegn á Íslandi og víðar undanfarin ár. 

Ullin er einstaklega mjúk viðkomu og hentar jafnvel þeim sem eru með viðkvæma húð enda stingur hún ekki. „Tilfinningin er nánast eins og þú sért í bómull, mýktin er slík,“ segir Lóa Guðrún Kristinsdóttir, markaðsfulltrúi í GG Sport.

Lóa Guðrún Kristinsdóttir er markaðsfulltrúi í GG Sport.

„Icebreaker ullin er þeim eiginleikum gædd að þræðir ullarinnar eru einstaklega fíngerðir. Því fínni sem þræðirnir eru því minni líkur eru á að það séu faldar bakteríur í ullinni. Vörurnar hafa meðal annars verið gríðarlega vinsælar í ýmis konar ferðalög, þar sem þær draga síður í sig lykt, þökk sé eiginleikum ullarinnar, og eru bæði léttar og meðfærilegar. Punkturinn yfir i-ið er svo að það má í raun þvo Icebreaker á hefðbundinn hátt, þú þarft ekki að þvo á sérstöku ullarprógrammi.“

Í dag, fimmtudaginn 30. maí, opnar GG Sport, nýja og glæsilega Icebreaker deild í verslun sinni við Smiðjuveg 8 í Kópavogi. „Hingað komu þaulreyndir sérfræðingar frá Icebreaker og hjálpuðu okkur að setja upp deildina og við erum í skýjunum með útkomuna. Deildin er litrík og björt, enda eru sumarlitirnir einstaklega skemmtilegir í ár. Að sjálfsögðu eru klassísku litirnir áfram til staðar og eru þeir fáanlegir allan ársins hring. En það er skemmtilegt að fá litadýrðina inn með sumrinu. Við hlökkum til að fá föstu viðskiptavini okkar til að skoða úrvalið og tökum fagnandi á móti nýjum andlitum. Hingað eru allir velkomnir.“

Vörulína Icebreaker er afar breið og býður upp á vörur fyrir alla fjölskylduna. „Frá upphafi höfum við boðið upp á gott úrval af Icebreaker fatnaði en þó bætist reglulega eitthvað sniðugt við. Við erum með allt frá sokkum, nærfatnaði, peysum og föðurlandi í lambhúshettur, buff og vettlinga. Hvort sem ætlunin er að velja sér ullarfatnað fyrir næsta útivistarævintýri eða fyrir sumarbústaðarferðina, bakpokaferðalagið á erlendri grundu eða vinnufatnað til notkunar dags daglega, þá ættu allir að geta fundið sér sína uppáhalds Icebreaker flík ... já eða flíkur,“ segir Lóa hlæjandi. „Við fáum reglulega að heyra að Icebreaker ullin sé ávanabindandi vegna þægindanna.“

Icebreaker barnalínan hefur einnig vakið mikla athygli en hún er fáanleg fyrir börn frá 2 ára aldri. „Barnavörurnar eru mjög vinsælar yfir sumartímann enda mjög þægilegt fyrir þau yngstu að vera í þessari mjúku ull sem Icebreaker er, hvort sem þau eru í vagninum í göngutúr með mömmu og pabba eða að hnoðast og leika sér í garðinum.“

GG Sport er stöðugt að taka inn nýjar vörur í hús frá Icebreaker. „Reglulega koma inn nýjar vörur og núna var til dæmis sumarlínan að lenda hjá okkur sem hefur sjaldan verið glæsilegri. Við fengum stuttermaboli á bæði dömur og herra í miklu úrvali, einnig hlýraboli, en hvoru tveggja hentar frábærlega vel yfir sumarið. Jafnvel þegar fólk fer erlendis í mikinn hita, því Icebreaker ullin er þeim kostum gædd að hafa mikla öndun og í raun hitastjórnar hún eftir því sem þarf hverju sinni. Hún hentar því vel hvort sem er í hita eða kulda. Þegar líður að hausti fara svo vetrarvörurnar að koma smátt og smátt og jólalínan er alltaf mjög vegleg enda mjög vinsæl í jólapakkana.“

Hjá GG Sport er lögð rík áhersla á að auðvelda fólki að skapa sér skemmtilegar minningar í útivistinni að sögn Lóu. „Því viljum við bjóða upp á gott úrval af traustum vörum á góðu verði. Hvort sem stefnan er tekin á útilegu í sumar, gönguferðir um landið okkar fallega, ævintýraferð um hálendið, sumarbústaðarferð eða að skella sér á kajak eða standbretti, þá hvetjum við alla til þess að gera sér ferð til okkar og hafa GG Sport sem viðkomustað á leiðinni í skemmtilegar samverustundir.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×