Nafn konunnar flúrað á það allra heilagasta Lovísa Arnardóttir skrifar 30. maí 2024 13:45 Össur heldur ráðstefnuna í 17. sinn um helgina. Bylgjan Össur Hafþórsson, skipuleggjandi íslensku tattú ráðstefnunnar, Icelandic Tattoo convention, segir margt hafa breyst í tattúlistinni síðustu ár. Ráðstefnan verður haldin um helgina í 17. sinn. Um 30 flúrarar verða á hátíðinni. Össur er sjálfur flúraður um allan líkamanna. Fyrsta tattúið fékk hann sér á öxlina. „Ég grínast með það, og meina það líka, að ég á bara andlitið og punginn eftir. Annað er búið,“ segir Össur sem fór yfir þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir það ekki úr myndinni að klára það en konan hans sé ekki hrifin af því að hann fái sér í fleiri flúr í andlitið. Fyrir er hann með í eyranu, undir auganu og á kinninni. Um óþægilegasta staðinn til að fá sér húðflúr segir Össur að rasskinnarnar séu ekki þægilegar, eða aftan á kálfana. Þá sé það heldur ekki þægilegt í kringum geirvörturnar og naflann eða niður eftir hryggjarsúlunni. Heimir Karlsson þáttastjórnandi spurði þá fyrst hann væri búinn með punginn hvort hann ætti „hitt dótið sem fylgir pungnum“ eftir og meinti lim Össurar. „Það er búið,“ segir Össur. Það hafi ekki verið svo slæmt. Hann hafi gert það sjálfur. „Það var ekki eins og maður myndi halda,“ segir Össur og að ekkert annað hafi komið til greina en að setja nafnið á konunni sinni, Lindu, á typpið. Össur segir margt hafa breyst í tattú-menningunni síðustu ár. Í dag fái fólk sér ekki tattú bara til að vera töff heldur hafi það oft einhverja dýpri merkingu fyrir þann sem fær sé tattúið. „Eins og ég. Það nýjasta sem ég fékk mér undir hökunni. Á því stendur „fuck cancer“,“ segir Össur en það mætti þýða sem „Farðu til fjandans krabbamein“. Tattúið fékk hann sé þegar vinkona hans fékk krabbamein. Margt breyst í húðflúrlistinni Hann segir húðflúr list og. Menn séu að vanda sig enda sé ekki um að ræða pappír sem sé pakkað saman og hent í ruslið ef það mistekst. Össur segir aðferðir líka hafa breyst. Nálar séu nú einnota og litirnir hafi breyst. Þeir séu öruggari í dag. Flúrin eldist betur í dag en þau gerðu áður. Össur segir það ýmist planað eða ekki hvernig fólk tattúverar líkamann á sér. Sumir geri plan fyrir allan líkamann en hjá öðrum gerist það bara einhvern veginn. Þegar fólk er komið með mörg fari það svo að sjá staði þar þeim finnst vantar tattú. „Þegar ég var búinn með nánast allan líkamann og horfði í spegilinn og það vantaði á rassinn á mér. Þetta var svo asnalegt,“ segir Össur og hann hafi ekki verið lengi að kippa því í liðinn. Hvað varðar kostnaðinn segir Össur það misjafnt. Að þekja allan líkamann kosti í það minnsta átta til tíu milljónir. Minnst fimm milljónir. Hægt væri að klára það á einu ári ef tekið er tillit til þess hversu mikinn sársauka líkaminn þolir. Þá segir Össur það einnig algengara í dag að konur séu með húðflúr en áður. Þær séu með hærri sársaukaþröskuld og láti það oft minna á sig fá að fá sér tattú á erfiðum stöðum. „Ég segi oft við karlmenn að ef þetta er það versta sem þú hefur lent í þá hefurðu átt mjög gott líf.“ Húðflúr Reykjavík Menning Bítið Tengdar fréttir Lét húðflúra bitfarið á handlegginn á sér Bardagamaðurinn Andre Lima gerði gott úr því að vera bitinn í búrinu í UFC bardaga um helgina og fékk mjög sérstakan bónus fyrir vikið. 25. mars 2024 10:30 Ástarjátningar og húðflúr á Valentínusardaginn Rómantíkin sveif yfir landinu á Valentínusardeginum í gær, eða degi elskenda, þar sem fallegar kveðjur og ástarjátningar rigndu inn á samfélagsmiða. Þekktir Íslendingar voru ófeimnir að tjá ást sína á makanum fyrir allra augum líkt og sjá má hér að neðan. 15. febrúar 2024 10:34 Ætlar ekki að láta fjarlægja nafn Kleina Hafdís Björg Kristjánsdóttir og Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, segja sögusagnir um meint sambandsslit þeirra stórlega ýktar. Sögusagnirnar fóru á kreik eftir að Hafdís óskaði eftir færum húðflúrara á Facebook til að breyta húðflúri. 22. maí 2024 14:22 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
„Ég grínast með það, og meina það líka, að ég á bara andlitið og punginn eftir. Annað er búið,“ segir Össur sem fór yfir þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir það ekki úr myndinni að klára það en konan hans sé ekki hrifin af því að hann fái sér í fleiri flúr í andlitið. Fyrir er hann með í eyranu, undir auganu og á kinninni. Um óþægilegasta staðinn til að fá sér húðflúr segir Össur að rasskinnarnar séu ekki þægilegar, eða aftan á kálfana. Þá sé það heldur ekki þægilegt í kringum geirvörturnar og naflann eða niður eftir hryggjarsúlunni. Heimir Karlsson þáttastjórnandi spurði þá fyrst hann væri búinn með punginn hvort hann ætti „hitt dótið sem fylgir pungnum“ eftir og meinti lim Össurar. „Það er búið,“ segir Össur. Það hafi ekki verið svo slæmt. Hann hafi gert það sjálfur. „Það var ekki eins og maður myndi halda,“ segir Össur og að ekkert annað hafi komið til greina en að setja nafnið á konunni sinni, Lindu, á typpið. Össur segir margt hafa breyst í tattú-menningunni síðustu ár. Í dag fái fólk sér ekki tattú bara til að vera töff heldur hafi það oft einhverja dýpri merkingu fyrir þann sem fær sé tattúið. „Eins og ég. Það nýjasta sem ég fékk mér undir hökunni. Á því stendur „fuck cancer“,“ segir Össur en það mætti þýða sem „Farðu til fjandans krabbamein“. Tattúið fékk hann sé þegar vinkona hans fékk krabbamein. Margt breyst í húðflúrlistinni Hann segir húðflúr list og. Menn séu að vanda sig enda sé ekki um að ræða pappír sem sé pakkað saman og hent í ruslið ef það mistekst. Össur segir aðferðir líka hafa breyst. Nálar séu nú einnota og litirnir hafi breyst. Þeir séu öruggari í dag. Flúrin eldist betur í dag en þau gerðu áður. Össur segir það ýmist planað eða ekki hvernig fólk tattúverar líkamann á sér. Sumir geri plan fyrir allan líkamann en hjá öðrum gerist það bara einhvern veginn. Þegar fólk er komið með mörg fari það svo að sjá staði þar þeim finnst vantar tattú. „Þegar ég var búinn með nánast allan líkamann og horfði í spegilinn og það vantaði á rassinn á mér. Þetta var svo asnalegt,“ segir Össur og hann hafi ekki verið lengi að kippa því í liðinn. Hvað varðar kostnaðinn segir Össur það misjafnt. Að þekja allan líkamann kosti í það minnsta átta til tíu milljónir. Minnst fimm milljónir. Hægt væri að klára það á einu ári ef tekið er tillit til þess hversu mikinn sársauka líkaminn þolir. Þá segir Össur það einnig algengara í dag að konur séu með húðflúr en áður. Þær séu með hærri sársaukaþröskuld og láti það oft minna á sig fá að fá sér tattú á erfiðum stöðum. „Ég segi oft við karlmenn að ef þetta er það versta sem þú hefur lent í þá hefurðu átt mjög gott líf.“
Húðflúr Reykjavík Menning Bítið Tengdar fréttir Lét húðflúra bitfarið á handlegginn á sér Bardagamaðurinn Andre Lima gerði gott úr því að vera bitinn í búrinu í UFC bardaga um helgina og fékk mjög sérstakan bónus fyrir vikið. 25. mars 2024 10:30 Ástarjátningar og húðflúr á Valentínusardaginn Rómantíkin sveif yfir landinu á Valentínusardeginum í gær, eða degi elskenda, þar sem fallegar kveðjur og ástarjátningar rigndu inn á samfélagsmiða. Þekktir Íslendingar voru ófeimnir að tjá ást sína á makanum fyrir allra augum líkt og sjá má hér að neðan. 15. febrúar 2024 10:34 Ætlar ekki að láta fjarlægja nafn Kleina Hafdís Björg Kristjánsdóttir og Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, segja sögusagnir um meint sambandsslit þeirra stórlega ýktar. Sögusagnirnar fóru á kreik eftir að Hafdís óskaði eftir færum húðflúrara á Facebook til að breyta húðflúri. 22. maí 2024 14:22 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Lét húðflúra bitfarið á handlegginn á sér Bardagamaðurinn Andre Lima gerði gott úr því að vera bitinn í búrinu í UFC bardaga um helgina og fékk mjög sérstakan bónus fyrir vikið. 25. mars 2024 10:30
Ástarjátningar og húðflúr á Valentínusardaginn Rómantíkin sveif yfir landinu á Valentínusardeginum í gær, eða degi elskenda, þar sem fallegar kveðjur og ástarjátningar rigndu inn á samfélagsmiða. Þekktir Íslendingar voru ófeimnir að tjá ást sína á makanum fyrir allra augum líkt og sjá má hér að neðan. 15. febrúar 2024 10:34
Ætlar ekki að láta fjarlægja nafn Kleina Hafdís Björg Kristjánsdóttir og Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, segja sögusagnir um meint sambandsslit þeirra stórlega ýktar. Sögusagnirnar fóru á kreik eftir að Hafdís óskaði eftir færum húðflúrara á Facebook til að breyta húðflúri. 22. maí 2024 14:22