„Frekar óvægin, hefur farið út í leiðinlega umræðu og verið að kasta skít út í loftið,“ segir Hilmar Þór Norðfjörð um baráttuna.
„Hún er búin að vera svolítið skrýtin. Með svona marga. Og bara litast af pólitík finnst mér,“ segir Guðrún Víglundsdóttir.
Þá kveðst Jón Óli Bergsson ekki búinn að ákveða hvern hann ætli að kjósa. „Mig langar bara að sjá hvernig þetta þróast í kvöld hjá þeim og ákveða mig í kjörklefanum á morgun,“ segir hann.
Rætt var við Hilmar Þór, Guðrúnu, Jón Óla og fleiri kjósendur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Horfa má á innslagið hér fyrir neðan.