Friðartillaga Ísraela sem Biden kynnti virðist fá hljómgrunn Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2024 23:44 Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann kynnti friðartillögur Ísraela í Hvíta húsinu í dag. AP/Evan Vucci Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti nýja friðaráætlun Ísraela sem felur í sér vopnahlé gegn því að Hamas-samtökin frelsi alla gísla í haldi þeirra. Hamas-liðar eru sagðir hafa tekið vel í tillögurnar. „Það er kominn tími til þess að þessu stríði ljúki og að dagurinn á eftir hefjist,“ sagði Biden þegar hann kynnti tillöguna í dag. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, er sagður hafa heimilað samninganefnd sinni að leggja tillöguna fram. Stríðinu ljúki þó ekki fyrr en Ísraelar ná öllum markmiðum sínum um endurheimt gíslanna og fullnaðarsigri á Hamas. Friðartillögurnar eru í þremur áföngum. Sá fyrsti felst í sex vikna vopnahléi þar sem Ísraelsher væri dreginn til baka frá öllum „byggðum svæðum“ Gasastrandarinnar. Palestínumenn gætu snúið heim til sín og neyðaraðstoð yrði leyft að flæða inn. Þá hefðu Ísraelar og Hamas skipti á einhverjum gíslanna sem Hamas-liðar tóku í árás sinni 7. október, þar á meðal eldra fólki og konum, og hundruðum palestínskra fanga. Annar áfangi áætlunarinnar felur í sér að Hamas og ísraelsk stjórnvöld setjist niður og semji um varanlegan frið. Vopnahléð yrði framlengt svo lengi sem viðræðurnar héldu áfram. Þriðji áfanginn felur í sér meiriháttar endurbyggingu Gasa með aðstoð Bandaríkjastjórnar og alþjóðasamfélagsins. Erfitt að komast úr áfanga eitt yfir í tvö Hamas sendu frá sér yfirlýsingu og lýstu sig tilbúin til þess að taka þátt á uppbyggilegan hátt í viðræðum um varanlegt vopnahlé, brotthvarf Ísraelshers, endurreisn Gasa, endurkomu íbúa þar og fangaskiptum ef Ísraelar gæfu sig í þær af fullri alvöru, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Þetta er virkileg örlagastund. Hamas segist vilja vopnahlé. Þessi samningur er tækifæri til þess að sanna að þeim sé alvara,“ sagði Biden í dag. Hann viðurkenndi þó að það gæti reynst þrautinni þyngra að komast úr áfanga eitt yfir í tvö með viðræðum stríðandi fylkinga. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Ísraelsmenn taka yfir landamærin að Egyptalandi Ísraelsmenn hafa nú stjórn á öllum landamærum Gasa eftir að þeir tóku yfir þann kafla sem liggur að Egyptalandi. Hætta er á að þetta muni flækja samskipti stjórnvalda í Ísrael og Egyptalandi. 30. maí 2024 07:20 Segja árásir og aðgerðir Ísrael enn innan „rauðu línanna“ Bandaríkjastjórn er ekki á því að full innrás Ísraelsmanna sé hafin í Rafah í suðurhluta Gasa og því hafi Ísraelsmenn ekki farið yfir svokallaðar „rauðar línur“ sem Bandaríkjamenn hafa dregið. 29. maí 2024 07:05 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
„Það er kominn tími til þess að þessu stríði ljúki og að dagurinn á eftir hefjist,“ sagði Biden þegar hann kynnti tillöguna í dag. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, er sagður hafa heimilað samninganefnd sinni að leggja tillöguna fram. Stríðinu ljúki þó ekki fyrr en Ísraelar ná öllum markmiðum sínum um endurheimt gíslanna og fullnaðarsigri á Hamas. Friðartillögurnar eru í þremur áföngum. Sá fyrsti felst í sex vikna vopnahléi þar sem Ísraelsher væri dreginn til baka frá öllum „byggðum svæðum“ Gasastrandarinnar. Palestínumenn gætu snúið heim til sín og neyðaraðstoð yrði leyft að flæða inn. Þá hefðu Ísraelar og Hamas skipti á einhverjum gíslanna sem Hamas-liðar tóku í árás sinni 7. október, þar á meðal eldra fólki og konum, og hundruðum palestínskra fanga. Annar áfangi áætlunarinnar felur í sér að Hamas og ísraelsk stjórnvöld setjist niður og semji um varanlegan frið. Vopnahléð yrði framlengt svo lengi sem viðræðurnar héldu áfram. Þriðji áfanginn felur í sér meiriháttar endurbyggingu Gasa með aðstoð Bandaríkjastjórnar og alþjóðasamfélagsins. Erfitt að komast úr áfanga eitt yfir í tvö Hamas sendu frá sér yfirlýsingu og lýstu sig tilbúin til þess að taka þátt á uppbyggilegan hátt í viðræðum um varanlegt vopnahlé, brotthvarf Ísraelshers, endurreisn Gasa, endurkomu íbúa þar og fangaskiptum ef Ísraelar gæfu sig í þær af fullri alvöru, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Þetta er virkileg örlagastund. Hamas segist vilja vopnahlé. Þessi samningur er tækifæri til þess að sanna að þeim sé alvara,“ sagði Biden í dag. Hann viðurkenndi þó að það gæti reynst þrautinni þyngra að komast úr áfanga eitt yfir í tvö með viðræðum stríðandi fylkinga.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Ísraelsmenn taka yfir landamærin að Egyptalandi Ísraelsmenn hafa nú stjórn á öllum landamærum Gasa eftir að þeir tóku yfir þann kafla sem liggur að Egyptalandi. Hætta er á að þetta muni flækja samskipti stjórnvalda í Ísrael og Egyptalandi. 30. maí 2024 07:20 Segja árásir og aðgerðir Ísrael enn innan „rauðu línanna“ Bandaríkjastjórn er ekki á því að full innrás Ísraelsmanna sé hafin í Rafah í suðurhluta Gasa og því hafi Ísraelsmenn ekki farið yfir svokallaðar „rauðar línur“ sem Bandaríkjamenn hafa dregið. 29. maí 2024 07:05 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Ísraelsmenn taka yfir landamærin að Egyptalandi Ísraelsmenn hafa nú stjórn á öllum landamærum Gasa eftir að þeir tóku yfir þann kafla sem liggur að Egyptalandi. Hætta er á að þetta muni flækja samskipti stjórnvalda í Ísrael og Egyptalandi. 30. maí 2024 07:20
Segja árásir og aðgerðir Ísrael enn innan „rauðu línanna“ Bandaríkjastjórn er ekki á því að full innrás Ísraelsmanna sé hafin í Rafah í suðurhluta Gasa og því hafi Ísraelsmenn ekki farið yfir svokallaðar „rauðar línur“ sem Bandaríkjamenn hafa dregið. 29. maí 2024 07:05
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent