„Unga fólkið er klárlega að velja okkar framboð“ Ólafur Björn Sverrisson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 1. júní 2024 12:02 Halla mætti á kjörstað ásamt fjölskyldunni. ragnar visage Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi kaus í ráðhúsinu ásamt fjölskyldu sinni í dag. Hún segir ljóst að unga fólkið velji hennar framboð og vonar að það skili sér á kjörstað í dag. „Ekki síst þykir mér vænt um að í gærkvöldi sá ég tölur sem sýna að unga fólkið sé klárlega að velja okkar framboð. Það var eitthvað sem skipti okkur sköpum í okkar framboði þannig að mér líður nú þegar eins og við höfum náð að hafa jákvæð áhrif og gera gagn. Ég vona bara að unga fólkið skili sér á kjörstað, það skiptir auðvitað öllu máli fyrir heilbrigt lýðræði og þeirra framtíð,“ segir Halla. Hún segir meira „skoðanakannanablæti“ hafa viðgengist í þessari kosningabaráttu, samanborið við þá sem háð var árið 2016. „En að öðru leyti er þetta svipað. Eigum við ekki að segja að stundum hafi ég staldrað við orðræðuna í samfélaginu núna. Ég tel að við sem erum í framboði eigum alltaf að lyfta okkur upp fyrir það og sýna gott fordæmi. Það höfum við gert og ég held að það hafi fallið fólki vel. Við höfum horft á styrkleika annarra meðframbjóðenda og styrkleikana í okkar framboði og hvaða sýn við höfum á embættið. Aldrei reynt að níða skóinn af öðrum, enda eigum sem erum í framboði ekki að gera það.“ Halla er bjartsýn.ragnar visage Hvernig ætlið þið að verja restinni af deginum? „Við ætlum að leyfa okkur að fara út að borða saman, við höfum ekki náð máltíð saman í svolítinn tíma fjölskyldan þannig það stendur til að fá sér að borða. Svo ætlum við að hitta kjósendur á kosningaskrifstofunni, fara í nokkur viðtöl, kosningavaka í Grósku í kvöld. Við ætlum bara að njóta þessa dags, þetta er lýðræðisveisla. Við eigum öll að fagna þessum degi og ég upplifi að landinn ætli svo sannarlega að gera það.“ Kaust þú rétt? „Ég kýs alltaf rétt, með hjartanu,“ segir Halla að lokum. Atkvæðinu komið til skila.ragnar visage Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
„Ekki síst þykir mér vænt um að í gærkvöldi sá ég tölur sem sýna að unga fólkið sé klárlega að velja okkar framboð. Það var eitthvað sem skipti okkur sköpum í okkar framboði þannig að mér líður nú þegar eins og við höfum náð að hafa jákvæð áhrif og gera gagn. Ég vona bara að unga fólkið skili sér á kjörstað, það skiptir auðvitað öllu máli fyrir heilbrigt lýðræði og þeirra framtíð,“ segir Halla. Hún segir meira „skoðanakannanablæti“ hafa viðgengist í þessari kosningabaráttu, samanborið við þá sem háð var árið 2016. „En að öðru leyti er þetta svipað. Eigum við ekki að segja að stundum hafi ég staldrað við orðræðuna í samfélaginu núna. Ég tel að við sem erum í framboði eigum alltaf að lyfta okkur upp fyrir það og sýna gott fordæmi. Það höfum við gert og ég held að það hafi fallið fólki vel. Við höfum horft á styrkleika annarra meðframbjóðenda og styrkleikana í okkar framboði og hvaða sýn við höfum á embættið. Aldrei reynt að níða skóinn af öðrum, enda eigum sem erum í framboði ekki að gera það.“ Halla er bjartsýn.ragnar visage Hvernig ætlið þið að verja restinni af deginum? „Við ætlum að leyfa okkur að fara út að borða saman, við höfum ekki náð máltíð saman í svolítinn tíma fjölskyldan þannig það stendur til að fá sér að borða. Svo ætlum við að hitta kjósendur á kosningaskrifstofunni, fara í nokkur viðtöl, kosningavaka í Grósku í kvöld. Við ætlum bara að njóta þessa dags, þetta er lýðræðisveisla. Við eigum öll að fagna þessum degi og ég upplifi að landinn ætli svo sannarlega að gera það.“ Kaust þú rétt? „Ég kýs alltaf rétt, með hjartanu,“ segir Halla að lokum. Atkvæðinu komið til skila.ragnar visage
Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira