Ástæður til að kjósa Jón Gnarr Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar 1. júní 2024 18:07 Mér finnst það góð pæling, að tala ekki bara um hvað maður hyggist kjósa heldur einnig hvers vegna. Aðeins snúnara í forsetakosningum vegna þess að embættið er ekki jafn pólitískt og t.d. Alþingi. En ég ætla að kjósa Jón Gnarr. Og mig langar að útskýra hvers vegna. Auðvitað þekkjum við alveg Jón Gnarr sem persónu og leikanda í samfélaginu, sem skemmtikraft og borgarstjóra. Fyrir framboðstilkynningu hans var mér sjálfum samt ekki alveg ljóst hvers konar forseti hann yrði nema að sennilega myndi hann allavega segja fyndna hluti. Í framboðtilkynningunni hans kom þó ýmislegt fram sem höfðaði til mín, en þar var í sér í lagi eitt: "Að vera forseti er ekki venjulegt starf heldur frekar lífstíll sem yfirtekur hverja stund og hvern dag allan ársins hring. Ég þekki það ágætlega eftir að hafa verið borgarstjóri Reykjavíkur á erfiðum tíma í sögu borgarinnar." Ekki það róttækasta sem frambjóðandi hefur sagt, og kannski er ekki augljóst hvers vegna þetta höfðaði svona sérstaklega til mín, í samhengi við allt hitt. En þetta segir margt um frambjóðandann með hliðsjón af sögu hans í stjórnmálum áður. Jón Gnarr fór í grínframboð í Reykjavík á sínum tíma, eftir áralanga skálmöld í borgarstjórn, svik á alla vegu og almennt óstarfhæfa borgarstjórn. Ástandið var þannig að fæstum kjósendum tókst einu sinni að fylgjast með og var því gjarnan lýst sem sirkus eða leikhúsi fáránleikans. Eins og einn kjósandi svaraði fréttamanni svo eftirminnilega; "Tjah, á maður að kjósa einhvern hlægilegan grínflokk, eða Besta Flokkinn?" - þannig var staðan. Fólk var komið með meira en nóg af borgarpólitíkinni og þess vegna vildi fólk frekar sjá hvað gerðist ef það kysi einhvern sem væri í alvörunni bara að djóka. Ekkert gat verið verra en þessi farsi sem kjósendur bjuggu við. Nema hvað, ekki nóg það að Besti Flokkurinn hafi unnið, heldur urðu kaflaskipti í pólitíkinni í Reykjavík. Auðvitað ekki smjör á hverju strái, enda ekki síður efnahagslega erfiðir tímar, en borgarstjórn varð allavega starfhæf. Það voru nefnilega kaflaskipti í stjórn borgarinnar þegar Jón Gnarr kom inn, ekki þannig að öll málin gufuðu upp og gósentíð hafi tekið við, heldur lagaði hann pólitíkina sjálfa. Hann þurfti þess ekkert, hann var ekki einu sinni beinlínis kosinn til þess, en hann gerði það vegna þess að hann fékk óvænt tækifæri til þess. Þetta er að mínu mati mikilvægasta arfleifð Besta Flokksins; hann gerði borgarstjórn starfhæfa aftur. Síðan var Jón Gnarr borgarstjóri í kjörtímabil og ákveður þá að bjóða sig ekki fram. Enda mikilvægasta verkefninu lokið í sjálfu sér, að breyta stjórnmálamenningu borgarinnar þannig að hún standist allavega samanburð við brandara. Það var augljóst undir lokin hvað hann var orðinn þreyttur á pólitíkinni, enda er hún krefjandi á allt lífið, þ.á.m. einkalífið, eins og við þekkjum öll sem höfum starfað í henni. Þegar ég heyrði Jón Gnarr segja þessi orð; "Að vera forseti er ekki venjulegt starf heldur frekar lífstíll sem yfirtekur hverja stund og hvern dag allan ársins hring.", þá heyrði ég frambjóðanda tala sem tekur starfið alvarlega, en hefur þó þá auðmýkt og æðruleysið gagnvart lífinu sem þarf til að sinna því vel. Hann varð borgarstjóri óvænt, en tekur þessa ákvörðun meðvitað. Hann þurfti þess ekkert. Þannig er Jón Gnarr sá frambjóðandi sem ég treysti best til að geta tekið við erfiðum pólitískum aðstæðum með opnum huga, auðmýkt og einlægni, án þess að taka sjálfan sig of alvarlega, og með getuna til að stunda pólitík án þess að láta pólitíkina þvælast fyrir. Sennilega eru þessir mannkostir ekki mikilvægari í neinu embætti á Íslandi heldur en embætti forseta. Af þessum ástæðum ætla ég að kjósa Jón Gnarr. Höfundur er fyrrverandi þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Mér finnst það góð pæling, að tala ekki bara um hvað maður hyggist kjósa heldur einnig hvers vegna. Aðeins snúnara í forsetakosningum vegna þess að embættið er ekki jafn pólitískt og t.d. Alþingi. En ég ætla að kjósa Jón Gnarr. Og mig langar að útskýra hvers vegna. Auðvitað þekkjum við alveg Jón Gnarr sem persónu og leikanda í samfélaginu, sem skemmtikraft og borgarstjóra. Fyrir framboðstilkynningu hans var mér sjálfum samt ekki alveg ljóst hvers konar forseti hann yrði nema að sennilega myndi hann allavega segja fyndna hluti. Í framboðtilkynningunni hans kom þó ýmislegt fram sem höfðaði til mín, en þar var í sér í lagi eitt: "Að vera forseti er ekki venjulegt starf heldur frekar lífstíll sem yfirtekur hverja stund og hvern dag allan ársins hring. Ég þekki það ágætlega eftir að hafa verið borgarstjóri Reykjavíkur á erfiðum tíma í sögu borgarinnar." Ekki það róttækasta sem frambjóðandi hefur sagt, og kannski er ekki augljóst hvers vegna þetta höfðaði svona sérstaklega til mín, í samhengi við allt hitt. En þetta segir margt um frambjóðandann með hliðsjón af sögu hans í stjórnmálum áður. Jón Gnarr fór í grínframboð í Reykjavík á sínum tíma, eftir áralanga skálmöld í borgarstjórn, svik á alla vegu og almennt óstarfhæfa borgarstjórn. Ástandið var þannig að fæstum kjósendum tókst einu sinni að fylgjast með og var því gjarnan lýst sem sirkus eða leikhúsi fáránleikans. Eins og einn kjósandi svaraði fréttamanni svo eftirminnilega; "Tjah, á maður að kjósa einhvern hlægilegan grínflokk, eða Besta Flokkinn?" - þannig var staðan. Fólk var komið með meira en nóg af borgarpólitíkinni og þess vegna vildi fólk frekar sjá hvað gerðist ef það kysi einhvern sem væri í alvörunni bara að djóka. Ekkert gat verið verra en þessi farsi sem kjósendur bjuggu við. Nema hvað, ekki nóg það að Besti Flokkurinn hafi unnið, heldur urðu kaflaskipti í pólitíkinni í Reykjavík. Auðvitað ekki smjör á hverju strái, enda ekki síður efnahagslega erfiðir tímar, en borgarstjórn varð allavega starfhæf. Það voru nefnilega kaflaskipti í stjórn borgarinnar þegar Jón Gnarr kom inn, ekki þannig að öll málin gufuðu upp og gósentíð hafi tekið við, heldur lagaði hann pólitíkina sjálfa. Hann þurfti þess ekkert, hann var ekki einu sinni beinlínis kosinn til þess, en hann gerði það vegna þess að hann fékk óvænt tækifæri til þess. Þetta er að mínu mati mikilvægasta arfleifð Besta Flokksins; hann gerði borgarstjórn starfhæfa aftur. Síðan var Jón Gnarr borgarstjóri í kjörtímabil og ákveður þá að bjóða sig ekki fram. Enda mikilvægasta verkefninu lokið í sjálfu sér, að breyta stjórnmálamenningu borgarinnar þannig að hún standist allavega samanburð við brandara. Það var augljóst undir lokin hvað hann var orðinn þreyttur á pólitíkinni, enda er hún krefjandi á allt lífið, þ.á.m. einkalífið, eins og við þekkjum öll sem höfum starfað í henni. Þegar ég heyrði Jón Gnarr segja þessi orð; "Að vera forseti er ekki venjulegt starf heldur frekar lífstíll sem yfirtekur hverja stund og hvern dag allan ársins hring.", þá heyrði ég frambjóðanda tala sem tekur starfið alvarlega, en hefur þó þá auðmýkt og æðruleysið gagnvart lífinu sem þarf til að sinna því vel. Hann varð borgarstjóri óvænt, en tekur þessa ákvörðun meðvitað. Hann þurfti þess ekkert. Þannig er Jón Gnarr sá frambjóðandi sem ég treysti best til að geta tekið við erfiðum pólitískum aðstæðum með opnum huga, auðmýkt og einlægni, án þess að taka sjálfan sig of alvarlega, og með getuna til að stunda pólitík án þess að láta pólitíkina þvælast fyrir. Sennilega eru þessir mannkostir ekki mikilvægari í neinu embætti á Íslandi heldur en embætti forseta. Af þessum ástæðum ætla ég að kjósa Jón Gnarr. Höfundur er fyrrverandi þingmaður.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun