Augljóst að kjósendur vilja konu sem næsta forseta Atli Ísleifsson skrifar 2. júní 2024 01:33 Jón Gnarr og Jóga ætla að hvíla sig á morgun. Stöð 2 „Mín viðbrögð eru mjög góð. Mér finnst skilaboðin skýr. Kjósendur vilja augljóslega fá konu sem næsta forseta og ég sætti mig auðmjúkur við það.“ Þetta sagði forsetaframbjóðandinn Jón Gnarr í samtali við Bjarka Sigurðsson fréttamann í Elliðaárdalnum í kvöld eftir að tölur bentu allar til að Halla Tómasdóttir verði næsti forseti landsins. „Mér finnst ég hafa gert mitt besta í þessari baráttu og ég er sáttur við minn árangur vegna þess að árangur er afstæður og mér finnst ég hafa náð mjög miklum árangri,“ segir Jón. Hann segir að dagurinn hafi svo sannarlega verið viðburðaríkur, en sonur hans og Jógu útskrifaðist úr MS í dag. Þetta hafi verið algjörlega dásamlegt. Hann segir niðurstöðuna nokkuð fína. „Einhver sagði áðan að ég væri efsti karlinn og mér finnst það bara gott. Ég er að bjóða gamlan, heyrnarlausan karl og það er ekki stemmning fyrir því og þá ég sætti mig bara við það.“ Þú baðst um að fólk gæfi þér von. Finnst þér eins og þú hafir fengið von? „Já, ég hef mjög mikla von. Mér finnst ég sem manneskja og sem opinber persóna hafa vaxið mjög í allri þessari baráttu,“ segir Jón. Jóga, eiginkona Jóns, segist stolt af manninum. „Þetta er meistaranám án þess að taka námslán. Þetta er búið að vera stórkostlegt og þetta er sigur fyrir mér, er sigurinn sá að fólkið sem á sig sjálft og þarf ekki að fitta inn með neinum, sá hópur hefur vaxið með okkur. Það er sigurinn okkar og það er nóg.0147 Hún segir að á morgun fái þau ánægjulega hvíld en mánudagurinn muni byrja klukkan fimm um morguninn vegna þess að Jón sé á leið í tökur fyrir bíómynd. Þó Jón sé fjórði er hann efstur af körlum í framboði. Eins og staðan er þá bætir Jón við sig fylgi miðað við skoðanakannanir á meðan t.d. Baldur hlýtur mun minna fylgi en kannanir bentu til.vísir/grafík Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Tvöföld veisla hjá Gnarr feðgum Jón Gnarr yngri betur þekktur sem Nonni Gnarr útskrifast úr menntaskóla í dag og útskriftarveislan fór fram í sama salnum í Elliðarárdal og kosningavaka Jóns Gnarr eldri fer nú fram. Bjarki Sigurðsson fréttamaður tók Nonna Gnarr tali sem var alveg á því að dagurinn væri um hann. 1. júní 2024 23:25 Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Nú er orðið ljóst að Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins. Áfram verður þó fylgst með gangi mála í forsetavaktinni. 1. júní 2024 07:06 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Þetta sagði forsetaframbjóðandinn Jón Gnarr í samtali við Bjarka Sigurðsson fréttamann í Elliðaárdalnum í kvöld eftir að tölur bentu allar til að Halla Tómasdóttir verði næsti forseti landsins. „Mér finnst ég hafa gert mitt besta í þessari baráttu og ég er sáttur við minn árangur vegna þess að árangur er afstæður og mér finnst ég hafa náð mjög miklum árangri,“ segir Jón. Hann segir að dagurinn hafi svo sannarlega verið viðburðaríkur, en sonur hans og Jógu útskrifaðist úr MS í dag. Þetta hafi verið algjörlega dásamlegt. Hann segir niðurstöðuna nokkuð fína. „Einhver sagði áðan að ég væri efsti karlinn og mér finnst það bara gott. Ég er að bjóða gamlan, heyrnarlausan karl og það er ekki stemmning fyrir því og þá ég sætti mig bara við það.“ Þú baðst um að fólk gæfi þér von. Finnst þér eins og þú hafir fengið von? „Já, ég hef mjög mikla von. Mér finnst ég sem manneskja og sem opinber persóna hafa vaxið mjög í allri þessari baráttu,“ segir Jón. Jóga, eiginkona Jóns, segist stolt af manninum. „Þetta er meistaranám án þess að taka námslán. Þetta er búið að vera stórkostlegt og þetta er sigur fyrir mér, er sigurinn sá að fólkið sem á sig sjálft og þarf ekki að fitta inn með neinum, sá hópur hefur vaxið með okkur. Það er sigurinn okkar og það er nóg.0147 Hún segir að á morgun fái þau ánægjulega hvíld en mánudagurinn muni byrja klukkan fimm um morguninn vegna þess að Jón sé á leið í tökur fyrir bíómynd. Þó Jón sé fjórði er hann efstur af körlum í framboði. Eins og staðan er þá bætir Jón við sig fylgi miðað við skoðanakannanir á meðan t.d. Baldur hlýtur mun minna fylgi en kannanir bentu til.vísir/grafík
Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Tvöföld veisla hjá Gnarr feðgum Jón Gnarr yngri betur þekktur sem Nonni Gnarr útskrifast úr menntaskóla í dag og útskriftarveislan fór fram í sama salnum í Elliðarárdal og kosningavaka Jóns Gnarr eldri fer nú fram. Bjarki Sigurðsson fréttamaður tók Nonna Gnarr tali sem var alveg á því að dagurinn væri um hann. 1. júní 2024 23:25 Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Nú er orðið ljóst að Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins. Áfram verður þó fylgst með gangi mála í forsetavaktinni. 1. júní 2024 07:06 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Tvöföld veisla hjá Gnarr feðgum Jón Gnarr yngri betur þekktur sem Nonni Gnarr útskrifast úr menntaskóla í dag og útskriftarveislan fór fram í sama salnum í Elliðarárdal og kosningavaka Jóns Gnarr eldri fer nú fram. Bjarki Sigurðsson fréttamaður tók Nonna Gnarr tali sem var alveg á því að dagurinn væri um hann. 1. júní 2024 23:25
Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Nú er orðið ljóst að Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins. Áfram verður þó fylgst með gangi mála í forsetavaktinni. 1. júní 2024 07:06
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent