Í dagbókinni kemur einnig fram að einstaklingur í miðbæ Reykjavíkur hafi ekið rafmagnshlaupahjóli á barn og ekið á brott. Barnið slasaðist og fékk aðhlynningu á slysadeild.
Maður var handtekinn í miðbænum eftir að hafa ráðist á tvo einstaklinga. Sá var vistaður í fangaklefa.
Þá er greint frá því að enn einn maðurinn hafi verið til vandræða í miðbænum. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem lögreglan ætlaði að ræða við hann. Fram kemur að maðurinn hafi „tryllst“ og hann því vistaður í fangaklefa.
Þá var maður var handtekinn í Breiðholti vegna líkamsárásar.