Loðin yfirlýsing UFC á elleftu stundu vekur furðu Aron Guðmundsson skrifar 3. júní 2024 11:49 Conor McGregor á að mæta Michael Chandler í bardagabúrinu á vegum UFC seinna í mánuðinum Vísir/Getty Yfirlýsing UFC-sambandsins, þess efnis að ekkert verði af áætluðum blaðamannafundi bardagakappanna Conor McGregor og Michael Chandler í Dublin seinna í dag, hefur vakið furðu og áætla margir að bardagi kappanna, sem fara á fram í Las Vegas seinna í mánuðinum, sé nú í uppnámi. Segja má að yfirlýsing komi á elleftu stundu fyrir UFC áhugafólk sem ætlaði að gera sér ferð á 3Arena leikvanginn í Dublin í dag til þess að verða vitni að blaðamannafundinum en eins og sagan hefur sýnt eru blaðamannafundir Conor McGregor jafnan skrautlegir og afar vel sóttir. UFC gefur lítið upp varðandi ástæðu frestunarinnar og hefur það bara vakið upp getgátur sem og stórar spurningar varðandi það hvort eitthvað verði af bardaga McGregor og Chandler yfir höfuð. Dear UFC Fans--The #UFC303 press conference scheduled for Monday June 3rd in Dublin, Ireland at 3Arena has been postponed until further notice. We sincerely apologize to all the fans who were planning to attend. When we have further information on a new date and time, we will… pic.twitter.com/nIXRIZl5pv— UFC (@ufc) June 3, 2024 „Blaðamannafundinum fyrir UFC 303 bardagakvöldið, sem fara átti fram mánudaginn 3.júní í Dublin á Írlandi, hefur verið frestað. Við biðjum það stuðningsfólk, sem ætlaði að gera sér ferð á blaðamannafundinn, afsökunar. Þegar að frekari upplýsingar berast um nýja dags- og tímasetningu munum við láta ykkur vita um leið,“ segir yfirlýsingu UFC. Dana White, forseti UFC sambandsins, hefur ekkert tjáð sig eftir að yfirlýsing UFC var gefin út en hann var sjálfur á leiðinni til Dublin líkt og hann tjáði blaðamönnum eftir bardagakvöld UFC sambandsins um nýliðna helgi. Þá hefur ekkert heyrst úr herbúðum McGregor eða Chandler eftir að yfirlýsingin var gefin út. UFC 303 bardagakvöldið fer fram á T-Mobile leikvanginum í Las Vegas. Þar er aðalbardagi kvöldsins bardagi Conor McGregor og Michael Chandler sem beðið er eftir með mikilli eftirvæntingu. Bardaginn markar endurkomu McGregor í búrið en hann barðist síðast í júlí árið 2021 gegn Dustin Poirier. Sá bardagi fór ekki vel fyrir Írann sem fótbrotnaði. Yfirlýsing UFC í morgun hefur eins og fyrr segir vakið upp margar spurningar um ástæðu frestunarinnar og telja margir nokkuð víst að McGregor tengist að einhverju leyti þeirri frestun. Spyrja sig margir að því hversu áhugasamur McGregor er um endurkomu sína í búrið eftir að myndskeið og myndir af honum og eiginkonu hans á næturlífinu í Dublin í síðustu viku birtust á samfélagsmiðlum. Má þar sjá McGregor á Black Forge Inn, bar hans eigu, aðeins nokkrum vikum fyrir bardagann gegn Michael Chandler. McGregor og Chandler þjálfuðu sitthvort liðið í The Ultimate Fighter, raunveruleikaþáttaröð UFC sambandsins og má segja að sú þáttaröð hafi lagt grunninn að komandi bardaga þeirraVísir Endurómar umræðan sem er uppi núna þá umræðu sem hefur verið uppi á borðinu undanfarin ár og snúa að því hvort viljinn og lönguninn hjá McGregor, í að halda bardagaferli sínum áfram, sé enn til staðar. Þá hafa hneykslismál utan búrsins tengd McGregor komið upp. Óspektir á almannafæri sem og ásakanir um nauðgun og líkamsárasir. McGregor hefur verið með hæst launuðu íþróttamönnum heims undanfarin ár, hann hefur stofnað sinn eigin rekstur, lifir hátt og þyrfti í rauninni, peninganna vegna, ekki að halda áfram að sínum UFC ferli. MMA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Sjá meira
Segja má að yfirlýsing komi á elleftu stundu fyrir UFC áhugafólk sem ætlaði að gera sér ferð á 3Arena leikvanginn í Dublin í dag til þess að verða vitni að blaðamannafundinum en eins og sagan hefur sýnt eru blaðamannafundir Conor McGregor jafnan skrautlegir og afar vel sóttir. UFC gefur lítið upp varðandi ástæðu frestunarinnar og hefur það bara vakið upp getgátur sem og stórar spurningar varðandi það hvort eitthvað verði af bardaga McGregor og Chandler yfir höfuð. Dear UFC Fans--The #UFC303 press conference scheduled for Monday June 3rd in Dublin, Ireland at 3Arena has been postponed until further notice. We sincerely apologize to all the fans who were planning to attend. When we have further information on a new date and time, we will… pic.twitter.com/nIXRIZl5pv— UFC (@ufc) June 3, 2024 „Blaðamannafundinum fyrir UFC 303 bardagakvöldið, sem fara átti fram mánudaginn 3.júní í Dublin á Írlandi, hefur verið frestað. Við biðjum það stuðningsfólk, sem ætlaði að gera sér ferð á blaðamannafundinn, afsökunar. Þegar að frekari upplýsingar berast um nýja dags- og tímasetningu munum við láta ykkur vita um leið,“ segir yfirlýsingu UFC. Dana White, forseti UFC sambandsins, hefur ekkert tjáð sig eftir að yfirlýsing UFC var gefin út en hann var sjálfur á leiðinni til Dublin líkt og hann tjáði blaðamönnum eftir bardagakvöld UFC sambandsins um nýliðna helgi. Þá hefur ekkert heyrst úr herbúðum McGregor eða Chandler eftir að yfirlýsingin var gefin út. UFC 303 bardagakvöldið fer fram á T-Mobile leikvanginum í Las Vegas. Þar er aðalbardagi kvöldsins bardagi Conor McGregor og Michael Chandler sem beðið er eftir með mikilli eftirvæntingu. Bardaginn markar endurkomu McGregor í búrið en hann barðist síðast í júlí árið 2021 gegn Dustin Poirier. Sá bardagi fór ekki vel fyrir Írann sem fótbrotnaði. Yfirlýsing UFC í morgun hefur eins og fyrr segir vakið upp margar spurningar um ástæðu frestunarinnar og telja margir nokkuð víst að McGregor tengist að einhverju leyti þeirri frestun. Spyrja sig margir að því hversu áhugasamur McGregor er um endurkomu sína í búrið eftir að myndskeið og myndir af honum og eiginkonu hans á næturlífinu í Dublin í síðustu viku birtust á samfélagsmiðlum. Má þar sjá McGregor á Black Forge Inn, bar hans eigu, aðeins nokkrum vikum fyrir bardagann gegn Michael Chandler. McGregor og Chandler þjálfuðu sitthvort liðið í The Ultimate Fighter, raunveruleikaþáttaröð UFC sambandsins og má segja að sú þáttaröð hafi lagt grunninn að komandi bardaga þeirraVísir Endurómar umræðan sem er uppi núna þá umræðu sem hefur verið uppi á borðinu undanfarin ár og snúa að því hvort viljinn og lönguninn hjá McGregor, í að halda bardagaferli sínum áfram, sé enn til staðar. Þá hafa hneykslismál utan búrsins tengd McGregor komið upp. Óspektir á almannafæri sem og ásakanir um nauðgun og líkamsárasir. McGregor hefur verið með hæst launuðu íþróttamönnum heims undanfarin ár, hann hefur stofnað sinn eigin rekstur, lifir hátt og þyrfti í rauninni, peninganna vegna, ekki að halda áfram að sínum UFC ferli.
MMA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Sjá meira