Alpine framlengir ekki við Ocon eftir áreksturinn í Mónakó Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. júní 2024 11:24 Ocon fór illa að ráði sínu í Mónakó og klessti á liðsfélaga sinn. Hann neyddist til að hætta keppni í kjölfarið vegna skemmda á bílnum. Clive Rose/Getty Images Kappaksturslið Alpine í Formúlu 1 hefur ákveðið að framlengja ekki samning ökuþórsins Esteban Ocon sem varð valdur að harkalegum árekstri í Mónakó síðustu helgi. Ocon varð liðinu til ama í Mónakó um síðustu helgi þegar hann kaus að fylgja ekki plani og reyndi að taka fram úr liðsfélaga sínum Pierre Gasly en klessti óvart aftan á hann. Ocon tókst að koma bíl sínum í pittinn eftir áreksturinn en skemmdirnar reyndust of miklar til að halda áfram keppni. Rewind to the first lap before the red flag ⏪The Alpine drivers make contact and Ocon takes flight at Portier! Both drivers have made it back to the pit lane #F1 #MonacoGP pic.twitter.com/uDApxbVRnu— Formula 1 (@F1) May 26, 2024 „Ég var í sjokki. Þetta var algjör óþarfi. Við erum með skýrt plan og leiðbeiningar fyrir kappaksturinn, sá sem er á eftir hjálpar þeim sem er á undan,“ sagði liðsfélagi hans við fjölmiðla eftir kappaksturinn í Mónakó. Alpine tilkynnti svo rétt í þessu að samningur Ocon yrði ekki framlengdur að tímabilinu loknu. Þetta bindur enda á fimm ára veru hans með liðinu, hann varð fyrsti ökuþór liðsins til að vinna keppni þegar hann fagnaði sigri í Ungverjalandi árið 2021. Hann komst í tvö önnur skipti á verðlaunapall, síðast í Mónakó 2023 þegar hann endaði í þriðja sæti. „Við áttum frábærar stundir saman, erfiðar stundir líka en ég er svo þakklátur öllum sem gerðu þennan tíma svo eftirminnilegan. Ég mun upplýsa um framhaldið bráðlega, en þangað til fer öll mín orka í að ná sem bestum árangri í keppnunum sem eftir eru á tímabilinu,“ sagði Ocon í yfirlýsingu Alpine. Akstursíþróttir Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Ocon varð liðinu til ama í Mónakó um síðustu helgi þegar hann kaus að fylgja ekki plani og reyndi að taka fram úr liðsfélaga sínum Pierre Gasly en klessti óvart aftan á hann. Ocon tókst að koma bíl sínum í pittinn eftir áreksturinn en skemmdirnar reyndust of miklar til að halda áfram keppni. Rewind to the first lap before the red flag ⏪The Alpine drivers make contact and Ocon takes flight at Portier! Both drivers have made it back to the pit lane #F1 #MonacoGP pic.twitter.com/uDApxbVRnu— Formula 1 (@F1) May 26, 2024 „Ég var í sjokki. Þetta var algjör óþarfi. Við erum með skýrt plan og leiðbeiningar fyrir kappaksturinn, sá sem er á eftir hjálpar þeim sem er á undan,“ sagði liðsfélagi hans við fjölmiðla eftir kappaksturinn í Mónakó. Alpine tilkynnti svo rétt í þessu að samningur Ocon yrði ekki framlengdur að tímabilinu loknu. Þetta bindur enda á fimm ára veru hans með liðinu, hann varð fyrsti ökuþór liðsins til að vinna keppni þegar hann fagnaði sigri í Ungverjalandi árið 2021. Hann komst í tvö önnur skipti á verðlaunapall, síðast í Mónakó 2023 þegar hann endaði í þriðja sæti. „Við áttum frábærar stundir saman, erfiðar stundir líka en ég er svo þakklátur öllum sem gerðu þennan tíma svo eftirminnilegan. Ég mun upplýsa um framhaldið bráðlega, en þangað til fer öll mín orka í að ná sem bestum árangri í keppnunum sem eftir eru á tímabilinu,“ sagði Ocon í yfirlýsingu Alpine.
Akstursíþróttir Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira