Ísrael tilkynnir um dauða fjögurra gísla Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. júní 2024 00:14 Mótmælandi í Tel Aviv óskar eftir frelsun gíslanna AP Ísraelski herinn hefur tilkynnt um dauða fjögurra manna sem teknir voru í gíslingu í árásum Hamas á Ísrael sjöunda október. Talið er að um áttatíu gíslar séu enn í haldi. Rúmlega 1200 manns féllu í árásum Hamas-samtakanna á suðurhluta Ísrael þann 7. október, og vígamenn tóku um 250 gísla til Gasastrandarinnar. Í kjölfarið hófu Ísraelsmenn umfangsmikinn hernað á Gasaströndinni sem hefur kostað þúsundir óbreyttra borgara lífið. 105 gíslum var sleppt í vopnahléi í nóvember. Lítið er vitað um afdrif um 120 gísla, en Ísraelsher telur marga þeirra hafa fallið í valinn. Þetta kemur fram í umfjöllun BBC. Þrír þeirra manna sem sagt er að hafi látist í dag birtust í myndbandi frá Hamas-samtökunum í desember. BBC hefur eftir Rear Adm Daniel Hagari, talsmanni ísraelska hersins, að mennirnir fjórir hafi dáið í Khan Younis, þegar herinn var þar að störfum. Hamas-samtökin sögðu í apríl að Nadal Popplewell hefði dáið í eldflaugaárás Ísraelshers, en ekkert fékkst staðfest um það. Mikill þrýstingur er á Benjamin Netanyahu um að ganga að vopnahléstillögum sem nú liggja fyrir. Hópur sem samanstendur af aðstandenum gíslanna hefur kallað eftir tafarlausri undirritun samninga sem liggja fyrir sem lúta meðal annars að frelsun gíslanna. Þetta kemur fram í umfjöllun AP. Harðlínumenn í Ísrael vilji hins vegar enga lendingu aðra en algjöra tortímingu Hamas. Mennirnir sem létust voru Nadav Popplewell, 51 árs, Chaim Peri, 79 ára, Yoram Metzger, 80 ára og Amiram Cooper, 85 ára. Yoram Metzger og Amiram CooperAP Chaim Peri og Nadav PopplewellAP Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Tengdar fréttir Allsherjarsigur gegn Hamas ólíklegur Þrátt fyrir umfangsmikinn hernað á Gasaströndinni berjast vígamenn Hamas-samtakanna enn af krafti gegn ísraelska hernum. Þá skjóta Hamas-liðar enn eldflaugum að Ísrael en ráðamenn í Ísrael og í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að Ísraelar geti ekki náð markmiðum ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahú um algeran sigur gegn hryðjuverkasamtökunum. 24. maí 2024 06:44 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Rúmlega 1200 manns féllu í árásum Hamas-samtakanna á suðurhluta Ísrael þann 7. október, og vígamenn tóku um 250 gísla til Gasastrandarinnar. Í kjölfarið hófu Ísraelsmenn umfangsmikinn hernað á Gasaströndinni sem hefur kostað þúsundir óbreyttra borgara lífið. 105 gíslum var sleppt í vopnahléi í nóvember. Lítið er vitað um afdrif um 120 gísla, en Ísraelsher telur marga þeirra hafa fallið í valinn. Þetta kemur fram í umfjöllun BBC. Þrír þeirra manna sem sagt er að hafi látist í dag birtust í myndbandi frá Hamas-samtökunum í desember. BBC hefur eftir Rear Adm Daniel Hagari, talsmanni ísraelska hersins, að mennirnir fjórir hafi dáið í Khan Younis, þegar herinn var þar að störfum. Hamas-samtökin sögðu í apríl að Nadal Popplewell hefði dáið í eldflaugaárás Ísraelshers, en ekkert fékkst staðfest um það. Mikill þrýstingur er á Benjamin Netanyahu um að ganga að vopnahléstillögum sem nú liggja fyrir. Hópur sem samanstendur af aðstandenum gíslanna hefur kallað eftir tafarlausri undirritun samninga sem liggja fyrir sem lúta meðal annars að frelsun gíslanna. Þetta kemur fram í umfjöllun AP. Harðlínumenn í Ísrael vilji hins vegar enga lendingu aðra en algjöra tortímingu Hamas. Mennirnir sem létust voru Nadav Popplewell, 51 árs, Chaim Peri, 79 ára, Yoram Metzger, 80 ára og Amiram Cooper, 85 ára. Yoram Metzger og Amiram CooperAP Chaim Peri og Nadav PopplewellAP
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Tengdar fréttir Allsherjarsigur gegn Hamas ólíklegur Þrátt fyrir umfangsmikinn hernað á Gasaströndinni berjast vígamenn Hamas-samtakanna enn af krafti gegn ísraelska hernum. Þá skjóta Hamas-liðar enn eldflaugum að Ísrael en ráðamenn í Ísrael og í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að Ísraelar geti ekki náð markmiðum ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahú um algeran sigur gegn hryðjuverkasamtökunum. 24. maí 2024 06:44 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Allsherjarsigur gegn Hamas ólíklegur Þrátt fyrir umfangsmikinn hernað á Gasaströndinni berjast vígamenn Hamas-samtakanna enn af krafti gegn ísraelska hernum. Þá skjóta Hamas-liðar enn eldflaugum að Ísrael en ráðamenn í Ísrael og í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að Ísraelar geti ekki náð markmiðum ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahú um algeran sigur gegn hryðjuverkasamtökunum. 24. maí 2024 06:44