Endurskoðun á hjálpartækjahugtakinu Telma Sigtryggsdóttir skrifar 4. júní 2024 11:00 Þann 14. maí síðastliðinn stóð Heilbrigðishópur Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) fyrir hádegismálþingi með yfirskriftinni „Endurskoðun á hjálpartækjahugtakinu”. Brýn þörf er á endurskoðun á hugtakinu. En hvers vegna? Staðreyndin er sú að fatlað fólk fær ekki nægan styrk fyrir nauðsynlegum hjálpartækjum og á þar af leiðandi ekki jafna möguleika á við aðra að geta lifað sjálfstæðu lífi. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlað fólks sem var fullgiltur 2016 hér á Íslandi kemur fram að markmið hans sé að “ efla, verja og tryggja full og jöfn mannréttindi og grundvallarfrelsi fyrir allt fatlað fólk til jafns við aðra, ásamt því að efla og vinna að virðingu fyrri eðlislægri mannlegri reisn þess. Samningurinn felur í sér bann við hvers kyns mismunun á grundvelli fötlunar og að fötluðu fólki sé tryggð jöfn og árangursík réttarvernd gegn mismunun á öllum sviðum” (Stjórnarráðið | Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (stjornarradid.is)). Í 3.gr samningsins, almennar meginreglur er meðal annars talað um fulla og virka þáttöku í samfélaginu, fyrir fatlaða, án aðgreiningar, jöfn tækifæri og virðingu fyrir fjölbreytileika og viðurkenningu á fötluðu fólki sem hluta af mannlegum margbreytileika og mannkyni. Komin er tími til að þess að íslensk löggjöf samræmist samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlað fólks. Heilbrigðishópur ÖBÍ hefur ítrekað ýtt á eftir Heilbrigðisráðuneytinu að farið verði í endurskilgreiningu á hjálpartækjahugtakinu. Samkvæmt núgildandi lögum og reglugerðum er ekki mögulegt að fá niðurgreiðslu á hjálpartækjum eins og þeim sem eingöngu eru ætluð til frístundar eða líkamsæfinga, heimilistækjum, aukasett af hjálpartækjum fyrir börn sem að búa á tveimur heimilum, hjálpartækjum sem notuð eru til vinnu eða náms, hjálpartækjum sem auðvelda fötluðum foreldrum að sinna börnum sínum eða hjálpartæki til þess að auðvelda aðstoðarfólki fatlaðs fólks sína vinnu. Núverandi löggjöf varðandi hjálpartæki samræmist ekki samningi Sameinuðu þjóðanna. Það er ekki ásættanlegt að setja fatlað fólk og líf þess í biðstöðu. Almenn hreyfing, útivera og tómstundir hafa áhrif á líðan og virkni í samfélaginu. Með því að takmarka möguleika fatlaðs fólks á styrkveitingum til þess að geta stundað hreyfingu, útiveru, tómstundir, nám og atvinnu þá erum við að takmarka virkni og möguleika þessa hóps og skerða tækifæri þeirra og lífsgæði. Tækifærin eru ekki jöfn á við aðra. Dæmi úr raunveruleikanum: 18.ára einstaklingur sem greinist með skerta heyrn og þarf heyrnartæki gæti þurft að greiða 500.000kr eða meira úr eigin vasa á 5.ára fresti. Er það sanngjarnt? Annað dæmi úr raunveruleikanum: Einstaklingur á besta aldri er með skerta heyrn og sjón og þarf þess vegna gleraugu, heyrnartæki og sólgleraugu með styrk, gæti þurft að borga 500.000kr eða meira á 5.ára fresti fyrir heyrnartæki og einnig allt að 300.000kr eða meira fyrir gleraugu á 5.ára fresti. Þessi einstaklingur á jafnframt barn sem þarf gleraugu á 5.ára fresti í það minnsta og þar er annar 300.000kr. Þetta gera 1.1 milljóni á 5.ára fresti. Einnig eru dæmi um fjölskyldur þar sem en fleiri í sömu fjölskyldu þurfa gleraugu, heyrnartæki eða önnur hjálpartæki. Er þetta sanngjarnt? Gefur þetta fötluðum jöfn tækifæri á við aðra? Enduskoðun á hjálpartækjahlutverkinu felur kannski í sér meiri þverfaglega vinnu og samspil fleiri en eins ráðuneytis en núna er raunin og þá er nauðsynlegt að taka því með opnum huga og gera það að veruleika. Ég fagna því heilshugar að núna er heilbrigðisráðuneytið byrjað á að vinna við heildarendurskoðun á hugtakinu “hjálpartæki” og vona ég svo sannarlega að þeir sem að að því komi verði í nánu sambandi við notendahópinn. Hér þarf fólk í samstarf og vinnu sem er með opin huga og virka og lausnamiðaða hugsun. Við viljum að öll fái jöfn tækifæri í lífinu og hafi jafna möguleika á að öðlast sjálfstætt líf. Höfundur er varaformaður Heilbrigðishóps ÖBÍ. BS sálfræði frá University of Hertfordshire og MSc í Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá HR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Þann 14. maí síðastliðinn stóð Heilbrigðishópur Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) fyrir hádegismálþingi með yfirskriftinni „Endurskoðun á hjálpartækjahugtakinu”. Brýn þörf er á endurskoðun á hugtakinu. En hvers vegna? Staðreyndin er sú að fatlað fólk fær ekki nægan styrk fyrir nauðsynlegum hjálpartækjum og á þar af leiðandi ekki jafna möguleika á við aðra að geta lifað sjálfstæðu lífi. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlað fólks sem var fullgiltur 2016 hér á Íslandi kemur fram að markmið hans sé að “ efla, verja og tryggja full og jöfn mannréttindi og grundvallarfrelsi fyrir allt fatlað fólk til jafns við aðra, ásamt því að efla og vinna að virðingu fyrri eðlislægri mannlegri reisn þess. Samningurinn felur í sér bann við hvers kyns mismunun á grundvelli fötlunar og að fötluðu fólki sé tryggð jöfn og árangursík réttarvernd gegn mismunun á öllum sviðum” (Stjórnarráðið | Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (stjornarradid.is)). Í 3.gr samningsins, almennar meginreglur er meðal annars talað um fulla og virka þáttöku í samfélaginu, fyrir fatlaða, án aðgreiningar, jöfn tækifæri og virðingu fyrir fjölbreytileika og viðurkenningu á fötluðu fólki sem hluta af mannlegum margbreytileika og mannkyni. Komin er tími til að þess að íslensk löggjöf samræmist samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlað fólks. Heilbrigðishópur ÖBÍ hefur ítrekað ýtt á eftir Heilbrigðisráðuneytinu að farið verði í endurskilgreiningu á hjálpartækjahugtakinu. Samkvæmt núgildandi lögum og reglugerðum er ekki mögulegt að fá niðurgreiðslu á hjálpartækjum eins og þeim sem eingöngu eru ætluð til frístundar eða líkamsæfinga, heimilistækjum, aukasett af hjálpartækjum fyrir börn sem að búa á tveimur heimilum, hjálpartækjum sem notuð eru til vinnu eða náms, hjálpartækjum sem auðvelda fötluðum foreldrum að sinna börnum sínum eða hjálpartæki til þess að auðvelda aðstoðarfólki fatlaðs fólks sína vinnu. Núverandi löggjöf varðandi hjálpartæki samræmist ekki samningi Sameinuðu þjóðanna. Það er ekki ásættanlegt að setja fatlað fólk og líf þess í biðstöðu. Almenn hreyfing, útivera og tómstundir hafa áhrif á líðan og virkni í samfélaginu. Með því að takmarka möguleika fatlaðs fólks á styrkveitingum til þess að geta stundað hreyfingu, útiveru, tómstundir, nám og atvinnu þá erum við að takmarka virkni og möguleika þessa hóps og skerða tækifæri þeirra og lífsgæði. Tækifærin eru ekki jöfn á við aðra. Dæmi úr raunveruleikanum: 18.ára einstaklingur sem greinist með skerta heyrn og þarf heyrnartæki gæti þurft að greiða 500.000kr eða meira úr eigin vasa á 5.ára fresti. Er það sanngjarnt? Annað dæmi úr raunveruleikanum: Einstaklingur á besta aldri er með skerta heyrn og sjón og þarf þess vegna gleraugu, heyrnartæki og sólgleraugu með styrk, gæti þurft að borga 500.000kr eða meira á 5.ára fresti fyrir heyrnartæki og einnig allt að 300.000kr eða meira fyrir gleraugu á 5.ára fresti. Þessi einstaklingur á jafnframt barn sem þarf gleraugu á 5.ára fresti í það minnsta og þar er annar 300.000kr. Þetta gera 1.1 milljóni á 5.ára fresti. Einnig eru dæmi um fjölskyldur þar sem en fleiri í sömu fjölskyldu þurfa gleraugu, heyrnartæki eða önnur hjálpartæki. Er þetta sanngjarnt? Gefur þetta fötluðum jöfn tækifæri á við aðra? Enduskoðun á hjálpartækjahlutverkinu felur kannski í sér meiri þverfaglega vinnu og samspil fleiri en eins ráðuneytis en núna er raunin og þá er nauðsynlegt að taka því með opnum huga og gera það að veruleika. Ég fagna því heilshugar að núna er heilbrigðisráðuneytið byrjað á að vinna við heildarendurskoðun á hugtakinu “hjálpartæki” og vona ég svo sannarlega að þeir sem að að því komi verði í nánu sambandi við notendahópinn. Hér þarf fólk í samstarf og vinnu sem er með opin huga og virka og lausnamiðaða hugsun. Við viljum að öll fái jöfn tækifæri í lífinu og hafi jafna möguleika á að öðlast sjálfstætt líf. Höfundur er varaformaður Heilbrigðishóps ÖBÍ. BS sálfræði frá University of Hertfordshire og MSc í Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá HR.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun