Herða eftirlit með kínverskum verslunarrisa í leiftursókn Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2024 07:00 Temu hóf leiftursókn á vestræna markaði fyrir tveimur árum og hefur náð mikilli markaðshlutdeild á skömmum tíma. AP/Richard Drew Kínverski netverslunarrisinn Temu sem hefur vaxið hratt í Evrópu mun sæta strangara eftirliti Evrópusambandsins á næstunni. Íslensk eftirlitsstofnun bættist í hóp bandarískra og evrópskra stofnana sem vara neytendur við vörum sem Temur selur. Ris Temu hér á landi sem annars staðar hefur verið leiftursnöggt. Eftir að fyrirtækið byrjaði að auglýsa þjónustu sína við íslenska samfélagsmiðlanotendur í vor tvöfölduðust viðskipti með vörur frá Kína í apríl frá sama mánuði í fyrra. Temu er í eigu kínverska fyrirtækisins PDD Holdings. Í heimalandinu á það lágvöruverðssnjallforritið Pinduoduo sem hefur tekið markaðinn þar með slíkum stormi að það er nú umsvifameira en verslunarrisinn Alibaba. Fyrir tveimur árum hóf PDD innreið sína á Bandaríkjamarkað með Temu og bauð þar falt allt frá ódýrum klæðnaði upp í raftæki og húsgögn sem eru framleidd í Kína. Fyrirtækið keypti meðal annars fokdýrar auglýsingar í kringum Ofurskálina þar sem viðskiptavinum voru hvattir til þess að „versla eins og milljarðamæringur“. Í kjölfarið færði Temu út kvíarnar til Bretlands og tuga annarra ríkja. Temu hafði að meðaltali 75 milljónir notenda í mánuði í Evrópusambandsríkjum yfir hálf árs tímabil sem lauk 31. mars, að sögn Reuters. Fyrirtækið kom fyrst inn á Evrópumarkað í apríl í fyrra. Slíkur hefur vöxtur Temu verið að Evrópusambandið tilkynnti fyrir helgi að fyrirtækið yrði flokkað sem „mjög stór vefgátt“ samkvæmt reglugerð þess um stafræna þjónustu. Fyrirtækið verður þannig háð ströngustu reglum og kvöðum reglugerðarinnar frá september á þessu ári, að sögn AP-fréttastofunnar. Skilgreiningin setur auknar skyldur á herðar Temu um að koma í veg fyrir sölu á svikavarningi, óöruggum vörum og hugverkastuldi. Efast um öryggi Ekki eru allir á einu máli um ágæti Temu og þess sem það hefur upp á að bjóða. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) gaf frá sér tilkynningu í gær þar sem hún hvatti neytendur til þess að gæta varúðar við kaup á vörum frá netverslunum utan Evrópu sem auglýsa vörur á samfélagsmiðlum sem eru töluvert undir markaðsverði. Temu var ekki nefnt sérstaklega á nafn í tilkynningunni. Bent var á að lágt verð varanna gæti skýrst af því að þær hefðu ekki verið prófaðar með tilliti til öryggis eða að þær kynnu að hafa verið framleiddar í nauðungarvinnu. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu hélt því fram í viðtali við Vísi að vörur sem Temu selur uppfylli ekki evrópskar gæðareglur og að það seldi meðal annars ólöglegar eftirlíkingar. Í skriflegum athugasemdum sem Temu sendi Vísi vegna frétta af gagnrýninni fullyrti fyrirtækið í gegnum almannatengil að það vottaði söluaðila með öryggi vara sinna í huga og brygðist hratt við ef misfellur kæmi í ljós. Margir söluaðilanna væru virtir framleiðendur sem ynnu einnig fyrir bandarísk stórfyrirtæki eins og Amazon, Walmart og Target. Vísbendingar um að vörur séu framleiddar í nauðungarvinnu Varnaðarorð HMS og Samtaka verslunar og þjónustu enduróma gagnrýni bandarískra og breskra yfirvalda á Temu. Bandarísk þingnefnd komst að þeirri niðurstöðu að mikil hætta væri á að vörur sem Temu selur séu framleiddar í nauðungarvinnu. Álitið tengdist eftirliti með lögum sem banna innflutning á vörum til Bandaríkjanna sem eru framleiddar með nauðungarvinnu Úígúra, þjóðarbrots sem kínversk stjórnvöld kúga í Xinjiang-héraði. Alicia Kearns, formaður utanríkismálanefndar breska þingsins, sagðist í fyrra vilja aukið eftirlit með Temu til að tryggja að þarlendir neytendur taki ekki óafvitandi þátt í „þjóðarmorði á Úígúrum“. Temu ber því við að fyrirtækið framleiði ekki sjálft vörur heldur tengi viðskiptavini beint við söluaðila og framleiðendur. Ekkert sé þó hæft í að vörurnar séu framleiddar í nauðungarvinnu. Siðareglur Temu banni nauðungarvinnu og fyrirtækið áskilji sér rétt til þess að slíta samstarfi við söluaðila sem brjóta reglurnar. Bandaríska þingnefndin gaf lítið fyrir þetta fyrirkomulag þar sem Temu útvistar eftirliti með siðareglunum til þriðja aðila. Temur sjálft hafi engin ráð til þess að tryggja að fyrirtækið fylgi reglum sem banna innflutning á vörum sem Úígúrar eru neyddir til þess að framleiða. Þá eru bandarísk og bresk yfirvöld uggandi yfir því að Temu og aðrar netverslanir notfæri sér glufu í tollalögum sem kveða á um lágmarksverðmæti vöru sem eru undanþegnar tollum og aðflutningsgjöldum. Varningur Temu kemst að miklu leyti hjá tollum og gjöldum með þessum hætti. Sama um hagnað á meðan þeir byggja upp markaðshlutdeild Markaðsgreinendur sem BBC hefur rætt við telja að Temu eigi eftir að vaxa enn meira á næstunni með áframhaldandi framboði á ódýrum vörum. Fyrirtækið gæti smám saman fært sig yfir í dýrari vörur. „Næstu tvö til þrjú árin er markmið þeirra bara að byggja upp vörumerkið og markaðshlutdeild. Þeim er sama um hagnað,“ segir Shaun Reid, stofnandi Markaðsrannsóknahóps Kína í Sjanghæ. „Það er nákvæmlega það sem gerðist með Pinduoduo þegar því var hleypt af stokkunum í Kína. Þeir buðu upp á ótrúlega ódýr tilboð aðeins til þess að ná markaðshlutdeild.“ Netöryggi Verslun Kína Neytendur Tengdar fréttir Vara við hættulegum og hræódýrum vörum hjá netverslunum Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vill hvetja neytendur til að gæta varúðar við kaup á vörum frá netverslunum utan Evrópu sem auglýsa vörur á samfélagsmiðlum sem eru töluvert undir markaðsverði. 3. júní 2024 11:38 Kínverski risinn sem herjar á evrópska neytendur Kínverskur netverslunarrisi hefur komið með slíku offorsi inn á markaðinn undanfarnar vikur að ekki þekkjast sambærilega dæmi í bransanum. Viðskipti með vörur frá Kína tvöfölduðust í apríl frá því sem var í fyrra hér á landi. Sérfræðingur í verslun varar við ódýrum vörum netrisans enda sé ekki allt sem sýnist. 30. maí 2024 07:01 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Sjá meira
Ris Temu hér á landi sem annars staðar hefur verið leiftursnöggt. Eftir að fyrirtækið byrjaði að auglýsa þjónustu sína við íslenska samfélagsmiðlanotendur í vor tvöfölduðust viðskipti með vörur frá Kína í apríl frá sama mánuði í fyrra. Temu er í eigu kínverska fyrirtækisins PDD Holdings. Í heimalandinu á það lágvöruverðssnjallforritið Pinduoduo sem hefur tekið markaðinn þar með slíkum stormi að það er nú umsvifameira en verslunarrisinn Alibaba. Fyrir tveimur árum hóf PDD innreið sína á Bandaríkjamarkað með Temu og bauð þar falt allt frá ódýrum klæðnaði upp í raftæki og húsgögn sem eru framleidd í Kína. Fyrirtækið keypti meðal annars fokdýrar auglýsingar í kringum Ofurskálina þar sem viðskiptavinum voru hvattir til þess að „versla eins og milljarðamæringur“. Í kjölfarið færði Temu út kvíarnar til Bretlands og tuga annarra ríkja. Temu hafði að meðaltali 75 milljónir notenda í mánuði í Evrópusambandsríkjum yfir hálf árs tímabil sem lauk 31. mars, að sögn Reuters. Fyrirtækið kom fyrst inn á Evrópumarkað í apríl í fyrra. Slíkur hefur vöxtur Temu verið að Evrópusambandið tilkynnti fyrir helgi að fyrirtækið yrði flokkað sem „mjög stór vefgátt“ samkvæmt reglugerð þess um stafræna þjónustu. Fyrirtækið verður þannig háð ströngustu reglum og kvöðum reglugerðarinnar frá september á þessu ári, að sögn AP-fréttastofunnar. Skilgreiningin setur auknar skyldur á herðar Temu um að koma í veg fyrir sölu á svikavarningi, óöruggum vörum og hugverkastuldi. Efast um öryggi Ekki eru allir á einu máli um ágæti Temu og þess sem það hefur upp á að bjóða. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) gaf frá sér tilkynningu í gær þar sem hún hvatti neytendur til þess að gæta varúðar við kaup á vörum frá netverslunum utan Evrópu sem auglýsa vörur á samfélagsmiðlum sem eru töluvert undir markaðsverði. Temu var ekki nefnt sérstaklega á nafn í tilkynningunni. Bent var á að lágt verð varanna gæti skýrst af því að þær hefðu ekki verið prófaðar með tilliti til öryggis eða að þær kynnu að hafa verið framleiddar í nauðungarvinnu. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu hélt því fram í viðtali við Vísi að vörur sem Temu selur uppfylli ekki evrópskar gæðareglur og að það seldi meðal annars ólöglegar eftirlíkingar. Í skriflegum athugasemdum sem Temu sendi Vísi vegna frétta af gagnrýninni fullyrti fyrirtækið í gegnum almannatengil að það vottaði söluaðila með öryggi vara sinna í huga og brygðist hratt við ef misfellur kæmi í ljós. Margir söluaðilanna væru virtir framleiðendur sem ynnu einnig fyrir bandarísk stórfyrirtæki eins og Amazon, Walmart og Target. Vísbendingar um að vörur séu framleiddar í nauðungarvinnu Varnaðarorð HMS og Samtaka verslunar og þjónustu enduróma gagnrýni bandarískra og breskra yfirvalda á Temu. Bandarísk þingnefnd komst að þeirri niðurstöðu að mikil hætta væri á að vörur sem Temu selur séu framleiddar í nauðungarvinnu. Álitið tengdist eftirliti með lögum sem banna innflutning á vörum til Bandaríkjanna sem eru framleiddar með nauðungarvinnu Úígúra, þjóðarbrots sem kínversk stjórnvöld kúga í Xinjiang-héraði. Alicia Kearns, formaður utanríkismálanefndar breska þingsins, sagðist í fyrra vilja aukið eftirlit með Temu til að tryggja að þarlendir neytendur taki ekki óafvitandi þátt í „þjóðarmorði á Úígúrum“. Temu ber því við að fyrirtækið framleiði ekki sjálft vörur heldur tengi viðskiptavini beint við söluaðila og framleiðendur. Ekkert sé þó hæft í að vörurnar séu framleiddar í nauðungarvinnu. Siðareglur Temu banni nauðungarvinnu og fyrirtækið áskilji sér rétt til þess að slíta samstarfi við söluaðila sem brjóta reglurnar. Bandaríska þingnefndin gaf lítið fyrir þetta fyrirkomulag þar sem Temu útvistar eftirliti með siðareglunum til þriðja aðila. Temur sjálft hafi engin ráð til þess að tryggja að fyrirtækið fylgi reglum sem banna innflutning á vörum sem Úígúrar eru neyddir til þess að framleiða. Þá eru bandarísk og bresk yfirvöld uggandi yfir því að Temu og aðrar netverslanir notfæri sér glufu í tollalögum sem kveða á um lágmarksverðmæti vöru sem eru undanþegnar tollum og aðflutningsgjöldum. Varningur Temu kemst að miklu leyti hjá tollum og gjöldum með þessum hætti. Sama um hagnað á meðan þeir byggja upp markaðshlutdeild Markaðsgreinendur sem BBC hefur rætt við telja að Temu eigi eftir að vaxa enn meira á næstunni með áframhaldandi framboði á ódýrum vörum. Fyrirtækið gæti smám saman fært sig yfir í dýrari vörur. „Næstu tvö til þrjú árin er markmið þeirra bara að byggja upp vörumerkið og markaðshlutdeild. Þeim er sama um hagnað,“ segir Shaun Reid, stofnandi Markaðsrannsóknahóps Kína í Sjanghæ. „Það er nákvæmlega það sem gerðist með Pinduoduo þegar því var hleypt af stokkunum í Kína. Þeir buðu upp á ótrúlega ódýr tilboð aðeins til þess að ná markaðshlutdeild.“
Netöryggi Verslun Kína Neytendur Tengdar fréttir Vara við hættulegum og hræódýrum vörum hjá netverslunum Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vill hvetja neytendur til að gæta varúðar við kaup á vörum frá netverslunum utan Evrópu sem auglýsa vörur á samfélagsmiðlum sem eru töluvert undir markaðsverði. 3. júní 2024 11:38 Kínverski risinn sem herjar á evrópska neytendur Kínverskur netverslunarrisi hefur komið með slíku offorsi inn á markaðinn undanfarnar vikur að ekki þekkjast sambærilega dæmi í bransanum. Viðskipti með vörur frá Kína tvöfölduðust í apríl frá því sem var í fyrra hér á landi. Sérfræðingur í verslun varar við ódýrum vörum netrisans enda sé ekki allt sem sýnist. 30. maí 2024 07:01 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Sjá meira
Vara við hættulegum og hræódýrum vörum hjá netverslunum Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vill hvetja neytendur til að gæta varúðar við kaup á vörum frá netverslunum utan Evrópu sem auglýsa vörur á samfélagsmiðlum sem eru töluvert undir markaðsverði. 3. júní 2024 11:38
Kínverski risinn sem herjar á evrópska neytendur Kínverskur netverslunarrisi hefur komið með slíku offorsi inn á markaðinn undanfarnar vikur að ekki þekkjast sambærilega dæmi í bransanum. Viðskipti með vörur frá Kína tvöfölduðust í apríl frá því sem var í fyrra hér á landi. Sérfræðingur í verslun varar við ódýrum vörum netrisans enda sé ekki allt sem sýnist. 30. maí 2024 07:01