Stúkan um varnarvandræði KR: „Það er ekkert sjálfstraust, menn eru farnir að efast um eigin getu“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. júní 2024 13:01 Það var hart barist á köflum í gær en varnarleikur KR var oft á tíðum ekki upp á marga fiska. Vísir/Anton Brink KR hefur átt í miklum varnarvandræðum að undanförnu og fengið á sig töluvert fleiri mörk en óskað var eftir. Fimm sinnum þurftu Vesturbæingar að tína boltann úr eigin neti í gær og Stúkan hefur áhyggjur af stöðu mála. „Það sem er búið að vera svolítið í gangi hjá KR-ingum er það, þeir eru bara með eitt plan og það er að pressa út um allan völl. Alveg sama hvernig staðan í leikjunum er, það er bara áfram pressa og þeim er ekkert að takast þessi pressa alltof vel upp,“ sagði Lárus Orri sérfræðingur í setti. Fyrsta markið sem KR fékk á sig var heldur klaufalegt, vörnin alltof ofarlega þegar markmaður Vals spyrnti fram, Tryggvi Hrafn fékk boltann og keyrði á illa staðsetta varnarmann og skaut í netið. „Það er þumalputtaregla í vörn að þegar maður er með bolta pressulaus, þá fellurðu niður, þeir gera það ekki. Það lítur út fyrir það, að mönnum líði illa í vörninni þarna i KR. Það er ekkert sjálfstraust, menn eru farnir að efast um eigin getu og getu liðsins til að verjast. Þetta hefur ekki litið vel út í þónokkuð langan tíma.“ Spila alltaf eins og lið sem þarf að sækja Það er einmitt ekki venjan að pressa af mikilli ákefð eftir að hafa skorað tvö mörk á skömmum tíma. Þá falla lið yfirleitt aðeins til baka og verja forystuna. „2-0 yfir á heimavelli og spila sem lið eins og það séu fimm mínútur eftir og þeir þurfi að sækja mark. Öskrað og gargað af bekknum, það verður að vera einhver skynsemi í þessu. Það má ekki bara vera einhvern ein aðferð, sem liðið virðist ekki ráða við.“ Vanir varnarmenn en illa skipulagt Varnarmenn KR eru engir aukvisar en leikplanið sem þjálfarinn leggur upp með er vandamál að mati þáttastjórnandans Guðmundar Benediktssonar. „Axel er stór og mikill hafsent en líður fáránlega illa með allt þetta pláss fyrir aftan sig. Að sama skapi færðu markmann, Guy Smit, sem að líður ekki vel að spila framarlega. Þegar þetta mætist þarna þá virðist bara verða óöryggi út um allt.“ Klippa: Stúkan ræðir varnarvandræði KR Umræðuna alla má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla KR Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
„Það sem er búið að vera svolítið í gangi hjá KR-ingum er það, þeir eru bara með eitt plan og það er að pressa út um allan völl. Alveg sama hvernig staðan í leikjunum er, það er bara áfram pressa og þeim er ekkert að takast þessi pressa alltof vel upp,“ sagði Lárus Orri sérfræðingur í setti. Fyrsta markið sem KR fékk á sig var heldur klaufalegt, vörnin alltof ofarlega þegar markmaður Vals spyrnti fram, Tryggvi Hrafn fékk boltann og keyrði á illa staðsetta varnarmann og skaut í netið. „Það er þumalputtaregla í vörn að þegar maður er með bolta pressulaus, þá fellurðu niður, þeir gera það ekki. Það lítur út fyrir það, að mönnum líði illa í vörninni þarna i KR. Það er ekkert sjálfstraust, menn eru farnir að efast um eigin getu og getu liðsins til að verjast. Þetta hefur ekki litið vel út í þónokkuð langan tíma.“ Spila alltaf eins og lið sem þarf að sækja Það er einmitt ekki venjan að pressa af mikilli ákefð eftir að hafa skorað tvö mörk á skömmum tíma. Þá falla lið yfirleitt aðeins til baka og verja forystuna. „2-0 yfir á heimavelli og spila sem lið eins og það séu fimm mínútur eftir og þeir þurfi að sækja mark. Öskrað og gargað af bekknum, það verður að vera einhver skynsemi í þessu. Það má ekki bara vera einhvern ein aðferð, sem liðið virðist ekki ráða við.“ Vanir varnarmenn en illa skipulagt Varnarmenn KR eru engir aukvisar en leikplanið sem þjálfarinn leggur upp með er vandamál að mati þáttastjórnandans Guðmundar Benediktssonar. „Axel er stór og mikill hafsent en líður fáránlega illa með allt þetta pláss fyrir aftan sig. Að sama skapi færðu markmann, Guy Smit, sem að líður ekki vel að spila framarlega. Þegar þetta mætist þarna þá virðist bara verða óöryggi út um allt.“ Klippa: Stúkan ræðir varnarvandræði KR Umræðuna alla má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla KR Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira