Fjórða og síðasta mark leiksins gerði Englendingurinn Toby King á 70. mínútu, hans fyrsta mark í deildinni.
Sjá má markið á Instagram-síðu Bestudeildarinnar en þar vekur ein athugasemd nokkuð mikla athygli. Sjálfur Rio Ferdinand klappar fyrir Toby.
Ferdinand er ein stærsta sjónvarpsstjarna Breta en hann er knattspyrnusérfræðingur. King og Ferdinand eiga það sameiginlegt að vera báðir aldir upp hjá Lundúnarliðinu West Ham en Ferdinand lék á sínum ferli einnig með Bournemouth, Leeds, Manchester United í tólf ár og Queens Park Rangers.
Hér að neðan má sjá færsluna en þar má sjá Ferdinand klappa fyrir samlanda sínum.