Innlent

Kjörin for­maður Jarð­hita­fé­lags Ís­lands

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Lilja Magnúsdóttir, nýr formaður Jarðhitafélags Íslands
Lilja Magnúsdóttir, nýr formaður Jarðhitafélags Íslands Jarðhitafélag Íslands

Lilja Magnúsdóttir, deildarstjóri auðlindastýringar hjá HS Orku, var í dag kjörin formaður Jarðhitafélags Íslands á aðalfundi félagsins í Hörpu.

Hún hefur setið í stjórn félagsins síðastliðin tvö ár sem varaformaður og tekur nú við formennsku af Vordísi Eiríksdóttur forstöðumanni hjá Landsvirkjun, sem gengt hefur formennsku í fjögur ár.

Jarðhitafélag Íslands vinnur að því að efla þekkingu á jarðhita og gegnir mikilvægu hlutverki sem tengiliður milli vinnslu, rannsókna og nýtingar jarðhitaauðlinda. Markmið félagsins er að stuðla að hagkvæmri og sjálfbærri nýtingu jarðhita. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Þau Halldóra Guðmundsdóttir hjá Orkuveitu Reykjavíkur, Ásgerður K Sigurðardóttir hjá Landsvirkjun og Alma Gytha Huntingdon-Williams hjá HS Orku voru kjörin ný í stjórn. Áfram sitja í stjórn Halldór Pálsson prófessor við Háskóla Íslands og Þorsteinn Sigmarsson hjá Cowi.

Lilja er með doktorspróf í orkuverkfræði frá Stanford Háskóla og masterspróf í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands.

Nýkjörin stjórn Jarðhitafélags Íslands. Frá vinstri: Þorsteinn Sigmarsson, Lilja Magnúsdóttir, Halldóra Guðmundsdóttir, Halldór Pálsson og Alma Gytha Huntingdon-Williams. Á myndina vantar Ásgerði K SigurðardótturJarðhitafélag Íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×