Masters-sigurvegarinn brotnaði saman þegar hann minntist Murrays Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. júní 2024 10:01 Scottie Scheffler minntist Graysons Murray með hlýhug. getty/Tim Heitman Fjöldi kylfinga kom saman í gær til að minnast Graysons Murray sem féll fyrir eigin hendi í síðasta mánuði. Minningarathöfnin fór í á golfvelli í Ohio. Meðal þeirra sem var viðstaddur og tók til máls var Scottie Scheffler sem vann Masters-mótið í apríl. Þeim Murray var vel til vina og Scheffler talaði vel um sinn fallna félaga á minningarathöfninni. Það tók þó greinilega á Scheffler sem felldi tár þegar hann gekk úr pontu og grúfði höfuð sitt í kjölfarið í faðm eiginkonu sinnar. Jay Monahan, yfirmaður PGA-mótaraðarinnar, hélt einnig ræðu á minningarathöfninni. Murray og fleiri gagnrýndu Monahan eftir að hann gerði samninginn við LIV-mótaröðina fyrir ári og í kjölfarið fór hann í leyfi. Monahan slökkti á símanum sínum í mánuð en þegar hann kveikti á honum á ný biðu hans skilaboð frá Murray þar sem hann óskaði honum góðs bata. Monahan kvaðst þakklátur fyrir stuðninginn og vinahuginn sem Murray sýndi honum. Murray framdi sjálfsmorð laugardaginn 25. maí, degi eftir að hann dró sig úr keppni á Charles Schwab Challenge mótinu. Hann var þrítugur þegar hann lést. Murray glímdi við þunglyndi og alkahólisma. Hann lét eftir sig unnustu. Murray vann tvö PGA-mót, þar á meðal Sony Open á Hawaii í janúar. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Golf Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Minningarathöfnin fór í á golfvelli í Ohio. Meðal þeirra sem var viðstaddur og tók til máls var Scottie Scheffler sem vann Masters-mótið í apríl. Þeim Murray var vel til vina og Scheffler talaði vel um sinn fallna félaga á minningarathöfninni. Það tók þó greinilega á Scheffler sem felldi tár þegar hann gekk úr pontu og grúfði höfuð sitt í kjölfarið í faðm eiginkonu sinnar. Jay Monahan, yfirmaður PGA-mótaraðarinnar, hélt einnig ræðu á minningarathöfninni. Murray og fleiri gagnrýndu Monahan eftir að hann gerði samninginn við LIV-mótaröðina fyrir ári og í kjölfarið fór hann í leyfi. Monahan slökkti á símanum sínum í mánuð en þegar hann kveikti á honum á ný biðu hans skilaboð frá Murray þar sem hann óskaði honum góðs bata. Monahan kvaðst þakklátur fyrir stuðninginn og vinahuginn sem Murray sýndi honum. Murray framdi sjálfsmorð laugardaginn 25. maí, degi eftir að hann dró sig úr keppni á Charles Schwab Challenge mótinu. Hann var þrítugur þegar hann lést. Murray glímdi við þunglyndi og alkahólisma. Hann lét eftir sig unnustu. Murray vann tvö PGA-mót, þar á meðal Sony Open á Hawaii í janúar. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Golf Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira