Masters-sigurvegarinn brotnaði saman þegar hann minntist Murrays Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. júní 2024 10:01 Scottie Scheffler minntist Graysons Murray með hlýhug. getty/Tim Heitman Fjöldi kylfinga kom saman í gær til að minnast Graysons Murray sem féll fyrir eigin hendi í síðasta mánuði. Minningarathöfnin fór í á golfvelli í Ohio. Meðal þeirra sem var viðstaddur og tók til máls var Scottie Scheffler sem vann Masters-mótið í apríl. Þeim Murray var vel til vina og Scheffler talaði vel um sinn fallna félaga á minningarathöfninni. Það tók þó greinilega á Scheffler sem felldi tár þegar hann gekk úr pontu og grúfði höfuð sitt í kjölfarið í faðm eiginkonu sinnar. Jay Monahan, yfirmaður PGA-mótaraðarinnar, hélt einnig ræðu á minningarathöfninni. Murray og fleiri gagnrýndu Monahan eftir að hann gerði samninginn við LIV-mótaröðina fyrir ári og í kjölfarið fór hann í leyfi. Monahan slökkti á símanum sínum í mánuð en þegar hann kveikti á honum á ný biðu hans skilaboð frá Murray þar sem hann óskaði honum góðs bata. Monahan kvaðst þakklátur fyrir stuðninginn og vinahuginn sem Murray sýndi honum. Murray framdi sjálfsmorð laugardaginn 25. maí, degi eftir að hann dró sig úr keppni á Charles Schwab Challenge mótinu. Hann var þrítugur þegar hann lést. Murray glímdi við þunglyndi og alkahólisma. Hann lét eftir sig unnustu. Murray vann tvö PGA-mót, þar á meðal Sony Open á Hawaii í janúar. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Golf Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Minningarathöfnin fór í á golfvelli í Ohio. Meðal þeirra sem var viðstaddur og tók til máls var Scottie Scheffler sem vann Masters-mótið í apríl. Þeim Murray var vel til vina og Scheffler talaði vel um sinn fallna félaga á minningarathöfninni. Það tók þó greinilega á Scheffler sem felldi tár þegar hann gekk úr pontu og grúfði höfuð sitt í kjölfarið í faðm eiginkonu sinnar. Jay Monahan, yfirmaður PGA-mótaraðarinnar, hélt einnig ræðu á minningarathöfninni. Murray og fleiri gagnrýndu Monahan eftir að hann gerði samninginn við LIV-mótaröðina fyrir ári og í kjölfarið fór hann í leyfi. Monahan slökkti á símanum sínum í mánuð en þegar hann kveikti á honum á ný biðu hans skilaboð frá Murray þar sem hann óskaði honum góðs bata. Monahan kvaðst þakklátur fyrir stuðninginn og vinahuginn sem Murray sýndi honum. Murray framdi sjálfsmorð laugardaginn 25. maí, degi eftir að hann dró sig úr keppni á Charles Schwab Challenge mótinu. Hann var þrítugur þegar hann lést. Murray glímdi við þunglyndi og alkahólisma. Hann lét eftir sig unnustu. Murray vann tvö PGA-mót, þar á meðal Sony Open á Hawaii í janúar. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Golf Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira