Vilja eiga aðkomu að ákvörðunum um aðgengi að viðkvæmum gögnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. júní 2024 12:18 Alma Möller landlæknir skrifar undir umsögnina en í henni segir að það sé vandséð hvernig landlæknir og sóttvarnalæknir eigi að bera ábyrgð á gögnum ef þeir ráða engu um aðgengi að þeim. Vísir/Vilhelm Landlæknisembættið hefur lýst sig algjörlega andvígt því að afnema aðkomu ábyrgðaraðila að umfjöllun um umsóknir og sjálfstæði við ákvarðanatöku um aðgang að gögnum í þágu vísindarannsókna. Þetta kemur fram í umsögn embættisins til velferðarnefndar um frumvarp til breytinga á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Í umsögninni er fjallað um breytingartillögu þess efnis að svohljóðandi setningu verði bætt við 27. gr. gildandi laga: „Ábyrgðaraðili veitir aðgang að heilbrigðisgögnum þegar ábyrgðarmaður rannsóknar framvísar leyfi vísindasiðanefndar eða siðanefndar heilbrigðisrannsókna.“ Í umsögninni segir að embætti telji umrætt orðalag geta verið misskilið á þann hátt að það skyldi ábyrgðaraðila til gagna að afhenda þau á forsendu samþykkis vísindasiðanefndar eingöngu en óháð því hvort ábyrgðaraðili hefur heimilað afhendinguna. Rakið er að í minnisblaði heilbrigðisráðuneytisins til velferðarnefndar þar sem umsagnir vegna frumvarpsins eru reifaðar komi fram að ráðuneytið sé sammála þeirri afstöðu Íslenskrar erfðagreiningar að fella skuli niður það ákvæði laga þar sem tilgreint er að aðgangur að gögnum sé háður samþykki ábyrgðaraðila. Fjölmargir gagnagrunnar með viðkvæmum upplýsingum Landlæknisembætti lýsir sig „algjörlega andvígt“ þessu en með breytingunni væri meðal annars í raun verið að svipta ábyrgðaraðila gagna ábyrgð á gögnunum. Ábyrgðin væri þannig alfarið falin vísindasiðanefnd. Hjá embættinu sé haldið utan um fjölmarga gagnagrunna með viðkvæmum, persónugreinanlegum heilbrigðisupplýsingum. Þeir séu ýmist á ábyrgð landlæknis eða sóttvarnalæknis. Gagnagrunnarnir hafi verið notaðir af rannsakendum um árabil að gefnu samþykki landlæknisembættisins og umsóknarferlið hvorki íþyngjandi né svartími langur. „Næði tillaga ráðuneytisins fram að ganga myndi hún í reynd leggja aukna ábyrgð á herðar vísindasiðanefndar. Því þyrfti að gera kröfu um að fulltrúar eða starfsfólk vísindasiðanefndar búi yfir mjög yfirgripsmikiIli þekkingu og hafi innsýn inn í alla gagnagrunna, lífsýnasöfn, söfn heilbrigðisupplýsinga og gæðagrunna sem starfræktir eru hér á landi,“ segir í umsögninni. „Auk þess þyrftu umsóknir til vísindasiðanefndar að vera mun Ítarlegri og umfangsmeiri en þær umsóknir sem nú eru lagðar til grundvallar mati nefndarinnar. Er það mat embættis landlæknis að umrædd breyting myndi Í raun auka álag á vísindasiðanefnd og hvorki tryggja styttingu umsóknarferlis né styttri bið rannsakenda eftir gögnum.“ Heilbrigðismál Persónuvernd Vísindi Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögn embættisins til velferðarnefndar um frumvarp til breytinga á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Í umsögninni er fjallað um breytingartillögu þess efnis að svohljóðandi setningu verði bætt við 27. gr. gildandi laga: „Ábyrgðaraðili veitir aðgang að heilbrigðisgögnum þegar ábyrgðarmaður rannsóknar framvísar leyfi vísindasiðanefndar eða siðanefndar heilbrigðisrannsókna.“ Í umsögninni segir að embætti telji umrætt orðalag geta verið misskilið á þann hátt að það skyldi ábyrgðaraðila til gagna að afhenda þau á forsendu samþykkis vísindasiðanefndar eingöngu en óháð því hvort ábyrgðaraðili hefur heimilað afhendinguna. Rakið er að í minnisblaði heilbrigðisráðuneytisins til velferðarnefndar þar sem umsagnir vegna frumvarpsins eru reifaðar komi fram að ráðuneytið sé sammála þeirri afstöðu Íslenskrar erfðagreiningar að fella skuli niður það ákvæði laga þar sem tilgreint er að aðgangur að gögnum sé háður samþykki ábyrgðaraðila. Fjölmargir gagnagrunnar með viðkvæmum upplýsingum Landlæknisembætti lýsir sig „algjörlega andvígt“ þessu en með breytingunni væri meðal annars í raun verið að svipta ábyrgðaraðila gagna ábyrgð á gögnunum. Ábyrgðin væri þannig alfarið falin vísindasiðanefnd. Hjá embættinu sé haldið utan um fjölmarga gagnagrunna með viðkvæmum, persónugreinanlegum heilbrigðisupplýsingum. Þeir séu ýmist á ábyrgð landlæknis eða sóttvarnalæknis. Gagnagrunnarnir hafi verið notaðir af rannsakendum um árabil að gefnu samþykki landlæknisembættisins og umsóknarferlið hvorki íþyngjandi né svartími langur. „Næði tillaga ráðuneytisins fram að ganga myndi hún í reynd leggja aukna ábyrgð á herðar vísindasiðanefndar. Því þyrfti að gera kröfu um að fulltrúar eða starfsfólk vísindasiðanefndar búi yfir mjög yfirgripsmikiIli þekkingu og hafi innsýn inn í alla gagnagrunna, lífsýnasöfn, söfn heilbrigðisupplýsinga og gæðagrunna sem starfræktir eru hér á landi,“ segir í umsögninni. „Auk þess þyrftu umsóknir til vísindasiðanefndar að vera mun Ítarlegri og umfangsmeiri en þær umsóknir sem nú eru lagðar til grundvallar mati nefndarinnar. Er það mat embættis landlæknis að umrædd breyting myndi Í raun auka álag á vísindasiðanefnd og hvorki tryggja styttingu umsóknarferlis né styttri bið rannsakenda eftir gögnum.“
Heilbrigðismál Persónuvernd Vísindi Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira